Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 41

Morgunblaðið - 30.07.2016, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 Bandaríski leik- arinn Jerry Doyle lést á dög- unum en hann er hvað helst þekktur fyrir leik sinn sem Michael Gari- baldi í vís- indaskáldskap- arseríunni Babylon 5 sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Þá hafði leikarinn einnig látið mikið á sér bera í útvarpi en hann var for- svarsmaður útvarpsþáttarins The Jerry Doyle Show. Leikarinn Jerry Doyle látinn Leikari Doyle sem Michael Garibaldi. Söngvararnir Sigríður Ósk Krist- jánsdóttir mezzósópran og Ágúst Ólafsson barítón koma fram á lokatónleikum í tónleikaröðinni Englar og menn á morgun í Strandarkirkju en með þeim leik- ur Jón Bjarnason á orgel. Yfirskrift tónleikanna er Stóð- um tvö í túni og koma þrímenn- ingarnir til með að flytja dagskrá sem hæfir vel gömlu íslensku sveitakirkjunni og harmóníum orgelsins eins og segir í tilkynn- ingu. Flutt verða trúarleg lög, meðal annars sálmar og Maríubænir eft- ir Bach og Pál Ísólfsson ásamt ís- lenskum og erlendum þjóðlögum og sönglagaperlum. Í tilkynningu segir að hátíðin hafi verið einkar vel sótt í sumar og að heimamenn hafi stutt vel við viðburðina. Tón- leikarnir á morgun hefjast að venju klukkan 14. Morgunblaðið/Ómar Sálmar Það verða m.a. fluttir sálmar og Maríubænir eftir Bach og Pál Ísólfsson. Harmóníur orgels  Sigríður Ósk og Ágúst koma fram á lokatónleikum Engla og manna Fáar myndir þessa árs hafavakið jafnmikið umtal ogendurgerð hinnar sí-vinsælu myndar um Draugabana (e. Ghostbusters) frá 1984. Umræðan hefur að miklu leyti hverfst um þá staðreynd að í stað upphaflegu draugabananna, sem allir voru karlkyns, eru nú fjórar gaman- leikkonur mættar í slaginn. Hvað sem þeirri umræðu líður er varla hægt að segja annað en að markaðs- herferðin hafi farið út um þúfur og stiklur mynd- arinnar hafa að mati undirrit- aðs verið ákaf- lega fráhrind- andi. Þó að mynd- in sé ekki jafn slæm og ég óttaðist getur það varla talist mikil meðmæli með henni, því að ekki er því að leyna að þessi mynd er verulega misheppn- uð. Sökina er þó alls ekki að finna í kynferði aðalleikaranna, nema síður sé, heldur má hana rekja algjörlega til stórgallaðs handrits og viðvanings- legrar leikstjórnar Pauls Feig (Bri- desmaids, Heat, Spy) og hlýtur það að koma nokkuð á óvart miðað við fyrri myndir hans. Myndin nær aldrei neinu flugi sem gamanmynd. Misfyndnum brönd- urum er dembt yfir áhorfandann, en magn er ekki sama og gæði. Sumir þeirra eru fyndnir en langflestir lenda kylliflatir. Í stað hárbeittrar ír- óníu og persónusköpunar upphaflegu myndarinnar eru ælur og prump í fyrirrúmi fyrri hluta myndarinnar. Það ríkti vandræðaleg þögn í salnum yfir stórum hluta myndarinnar, á meðan hún leið átakalaust hjá. Mynd- in er ekkert sérstaklega spennandi og ekki kitlar hún hryllingstaugarnar svo neinu nemi, fyrir utan einu sinni. Leikstjórnin er í molum og svo virðist sem vel hafi verið fiktað í myndinni á klippiborðinu. Nokkrum sinnum tók undirritaður eftir vand- ræðalegum klippingum og svo- nefndum „samfellu-villum“ (e. cont- inuity), þar sem augljóst var að eitthvað hafði dottið úr. Þá er stórt dansatriði klippt út á einstaklega klaufalegan hátt en aðdragandi þess skilinn eftir í myndinni, án nokkurrar ástæðu eða útskýringa. Það er raunar á síðasta þriðj- ungnum sem botninn dettur endan- lega úr myndinni. Á það ekki síst við um tæknibrellurnar, sem framan af eru stórfínar. Þegar kemur að til- gangslausum „lokabardaga“ á Times-torgi New York-borgar er hins vegar alveg pínlega augljóst að leikkonurnar eru einar í herbergi með grænan skjá á bak við sig að kýla út í loftið. Áhorfandinn dettur fyrir vikið út úr myndinni þegar hann ætti að vera að komast í gírinn. Það er í þessu umhverfi sem vesa- lings leikararnir þurfa síðan að gera sitt besta til þess að bjarga því sem bjargað verður. Ég ætla að leyfa mér að segja að Leslie Jones standi sig langbest af aðalleikkonunum. Þegar fyrsta stiklan kom út leit út fyrir að karakter hennar, Patty Tolan, væri ekkert annað en stereótýpísk reið blökkukona. Sem betur fer er það ekki svo. Þvert á móti sýnir Patty jarðtenginguna sem hinar þrjár skortir og er þar af leiðandi sá kar- akter sem nær bestum tengslum við áhorfendur. Jones á þannig sum af fyndnustu atriðum myndarinnar, eins fá og þau eru. Það vekur hins vegar athygli hversu illa þær Kristen Wiig og Mel- issa McCarthy ná saman á skjánum, og gæti maður haldið að þessar hæfi- leikaríku gamanleikkonur, sem slógu svo í gegn í Bridesmaids, hefðu aldrei leikið saman áður. Kate McKinnon er hins vegar langlökust af fjórmenningunum. Kar- akter hennar, Jillian Holtzman, á að vera „tæknigúrú“ hópsins, og þar af leiðandi sérvitur með eindæmum. Kjánalæti hennar verða hins vegar fljótlega býsna þreytandi. Líkt gildir um Chris Hemsworth, sem leikur hinn nautheimska Kevin, aðstoðar- mann draugabananna. Hann er fynd- inn í fyrstu en öllu má ofgera. Þá er illmennið Rowan (Neil Casey) veru- lega illa skrifað, en hvatir hans til ill- mennsku eru óljósar og karakterinn er vondur til þess eins að vera vond- ur. Ekki verður skilið við myndina án þess að nefna að allir upphaflegu draugabanarnir sem enn eru á lífi koma fyrir í myndinni í gestahlut- verkum. Þeir leika þó ekki sömu kar- aktera og í fyrri myndinni, enda ger- ist hún í öðrum söguheimi. Innkomur þeirra eru um margt ágætar, en stöðva á stundum framvindu sögu- þráðarins um of. Myndinni er augljóslega ætlað að vera fyrsta myndin í stórum mynda- bálki, sem hefði við fyrstu sýn átt að geta malað gull fyrir Sony. Miðað við þessa frammistöðu verður hins vegar að telja ólíklegt að framhaldsmynd verði gerð. Ég skal þó játa það í lokin, að eins döpur og mér fannst þessi, myndi ég líklega gefa slíkri fram- haldsmynd tækifæri. Söguheimurinn býður nefnilega upp á tækifæri sem hægt hefði verið að nýta miklu betur. Því miður var það ekki gert hér. Hvern á að hringja í? Þær Melissa McCarthy, Kate McKinnon, Kristen Wiig og Leslie Jones standa í ströngu. Gleðibanar Laugarásbíó, Smárabíó, Há- skólabíó og Borgarbíó Akureyri Ghostbusters bmnnn Leikstjórn: Paul Feig. Handrit: Paul Feig og Katie Dippold. Aðalhlutverk: Melissa McCarthy, Kristen Wiig, Leslie Jones, Kate McKinnon, Chris Hemsworth og Neil Casey. Bandaríkin 2016. 116 mín- útur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Miðasala og nánari upplýsingar FORSÝND ÁMÁNUDAGINN OPIÐ ALLA VERSLUNARMANNAHELGINA Sýningartíma má finna á midi.is og laugarasbio.is TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.