Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 24
HEILSA Chia-fræ eru rík af vítamínum, prótíni, hágæða omega 3, kalki, járni, magnesíum, fosfór, trefjum og andoxunarefnum. Þau koma jafnvægi á
blóðsykurinn og stuðla að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans.
Pínulítil ofurfæða
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
Eftir að ég skipti um mataræði og fór aðpæla í hollum mat er ofnæmið að hverfa.Ég fæ ekki útbrot lengur, jafnvel þótt ég
svindli smá. Ég er með ofnæmi fyrir eggjum,
jarðarberjum, sítrusávöxtum, kíví, ananas,
rúgi, hveiti, fiski og rækjum,“ segir Ásta sem
fékk útbrot í olnbogabótum, hnésbótum og lær-
unum, „og í andlitinu var það aðallega í kring-
um munninn. Þetta var alveg hræðilegt. Ég var
með stórt sár á lærinu sem kom og fór í þrjú ár.
Einu sinni var ég að setjast, svo það strekktist
á húðinni, og þá rifnaði sárið upp og það var
blóð út um allt. Þetta sár er horfið en ég er með
ör eftir það.“
Ásta borðaði það sem hana langaði í og fékk
sér bara ofnæmistöflur en þær gerðu ekkert
gagn.
„Mig klæjaði mikið í útbrotin en annars leið
mér ekki illa líkamlega af ofnæminu. Mér leið
aðallega illa þegar fólk gerði athugasemdir við
þau. Einu sinni fór ég út í búð og afgreiðslu-
strákurinn spurði hvað hefði komið fyrir andlit-
ið á mér. Ég gleymi því aldrei. Þá ákvað ég að
taka mataræðið í gegn.“
Avókadó er frábær fæða
„Undirstaðan í mataræðinu mínu núna er
grænmeti, ávextir, hafragrautar og kaldir
grautar. Ég borða chia-graut á hverjum morgni
með ferskum ávöxtum.“
Á Instagram-síðu Ástu gæti flest flokkast
sem vegan-matur eða hráfæði.
„Ég reyni að vera dugleg að borða vegan-
fæði vegna dýra- og umhverfisverndarsjón-
armiða. Ég borða vegan-fæði í morgunmat og
hádegismat, en finnst erfiðara að finna mér
kvöldmat. Mér finnst sniðugt að fá mér Buddha
bowl. Þá setur maður saman í skál góða blöndu
af salati, grænmeti, baunum, hnetum og fræj-
um. Ég nota gjarna kjúklingabaunir sem ég
ofnrista með reyktu paprikukryddi, avókadó,
rauðkál, grænkál, sem ég borða mjög mikið af,
og soðnar sætar kartöflur. Þetta er ekki alveg
hráfæði og ég er eiginlega ekki alveg vegan. Í
rauninni er ég bara að finna mína eigin leið í
mataræðinu og tek myndir af því,“ segir Ásta.
„Ég elska ristað brauð með avókadó og smá
chili-pipar. Avókadó er í algjöru uppáhaldi hjá
mér og ég á það alltaf. Það er frábær fæða. Það
er t.d. hægt að nota í staðinn fyrir smjör. Ég bjó
til þessar klassísku kókoskúlur og notaði avó-
kadó í þær og það var mjög gott.“
Gaman að prófa ný hráefni
Ásta drekkur mikið af grænu tei og er sann-
færð um að það hafi styrkt ónæmiskerfi henn-
ar. „Græna teið er hollt að svo mörgu leyti. Kín-
verjar drekka þetta mikið, þess vegna byrjaði
ég að drekka það,“ segir Ásta sem býr kærasta
sínum, Aron Wei og fjölskyldu hans sem er öll
frá Kína. Þar fær hún ekta kínverskan mat sem
hefur farið betur í hana en venjulegur íslenskur
heimilismatur.
„Tengdafjölskyldan hefur líka átt þátt í því
að mér hafi batnað. Í raun borða ég þar aðal-
lega vegan-fæði en þau borða mikið af græn-
meti og nota mjólk mjög sjaldan, en ég er að
reyna að hætta öllum mjólkurvörum. Ég er
ekki með ofnæmi fyrir þeim, en finnst mér líða
miklu betur ef ég sleppi þeim,“ segir Ásta sem
kaupir sér kókosmjólk eða býr til sína eigin
möndlumjólk.
„Mér finnst mjög gaman að prófa nýtt hrá-
efni. Núna er ég að prófa mig áfram með kínóa
sem er mjög prótínríkt korn. Sagt er að það sé
glútenlaust korn sem teljist frekar vera fræ,“
segir Ásta sem er mjög ánægð með hvað mikið
er flutt inn af spennandi hráefnum.
„Ég fæ alltaf æði fyrir einhverju skemmti-
legu og núna er það acai-duft. Það passar bæði
vel í eftirrétti og morgunverði. Ég hef sett það í
smoothie og í hafragrautinn. Ég blandaði því
líka saman við frosna banana, setti smá bláber
og kókos út á. Það var ískalt og sjúklega gott,
bara eins og að borða ís!“
Elskar að stílísera mat
Nýja mataræðið hennar Ástu hefur ekki bara
gert hana heilbrigðari heldur líka skapað nýtt
áhugamál hjá henni.
„Það gleður mig að finna upp á nýjum réttum
og taka myndir af þeim. Fyrst þegar ég byrjaði
að pósta myndum á Instagram-síðunni minni,
astaeats, var ég bara að leika mér og þetta var
líka leið fyrir mig til að skrásetja allt sem ég
setti ofan í mig,“ útskýrir Ásta. „Núna elska ég
að stílísera mat. Það er bara svo gaman að búa
til fallegan mat og mynda hann. Ég vanda mig
rosalega mikið, færi sama jarðarberið til og frá,
allt verður að vera fullkomið,“ segir Ásta.
„Ég er með lítið stúdíó heima sem Wei kær-
astinn minn setti upp fyrir mig. Það eru ljós og
hvítur kassi sem ég set matinn í. Svo má greyið
Wei aldrei borða neitt í friði fyrir mér því ég er
alltaf að fara að mynda það,“ segir Ásta og
hlær.
„Það myndi líka gleðja mig mikið ef ég gæti
hjálpað einhverjum með svipuð vandamál og
ég. Fólk hefur verið að biðja mig um uppskrift-
irnar og þess vegna er ég að opna heimasíðuna
www.astaeats.is. Ég ætla að setja uppskrift-
irnar þar inn og líka að blogga um hollan mat,“
segir Ásta sem vonast til að sem flestir kíki á
síðurnar hennar fínu.
Ásta Magnúsdóttir Njarðvík finnur lítið fyrir ofnæmiseinkennum eftir að hún breytti um mataræði.
Morgunblaðið/Freyja Gylfadóttir
„Er að finna
mína eigin leið“
„Ég hef verið með ofnæmi síðan ég man eftir mér,“ segir Ásta
Magnúsdóttir Njarðvík sem ákvað að taka mataræðið í gegn.
Hún hefur síðan haldið úti Instragram-síðu með litríkum
myndum af matnum sem gerði hana heilbrigða á ný.
Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is
Kaldur grautur með höfrum og chia-fræjum
75 gr hafrar
2 msk. chia-fræ
1 msk. kókosmjöl
1 msk. fræ að eigin vali, t.d. hörfræ eða graskersfræ
125 ml kókosmjólk
Blandið öllum hráefnunum vel saman í skál eða glerkrukku,
plastið yfir eða setjið lok á.
Setjið grautinn inn í ísskáp yfir nótt og borðið daginn eftir.
Gott er að setja ávexti eða möndlur út á grautinn. Graut-
urinn endist í 3-4 daga inni í ísskáp.
Grænn smoothie
4 blöð grænkál
1 banani
1-2 dl frosnir mangóbitar
(eða frosnir ananasbitar)
1 msk. engifer
2-3 dl kókosvatn
Öllu blandað vel saman í blandara.
Acai-morgunverðarskál
2 frosnir bananar
2 dl fersk/frosin bláber
1 dl fersk/frosin jarðarber
4 tsk. acai-duft
Blandið saman í matvinnsluvél
eða blandara þar til þykkri áferð
er náð. Gott er að setja ferska
ávexti eða kókosmjöl út í skálina.
Heimalöguð möndlumjólk
1 dl af möndlum, lagðar í bleyti í a.m.k.12 tíma.
3 dl af vatni.
4 döðlur
1 tsk. malaður kanill.
Hellið vatninu frá sem möndlurnar voru bleyttar í en það á
ekki að nota í möndlumjólkina. Skolið möndlurnar vel með
köldu vatni og setjið í blandara ásamt kanil, döðlum og
vatni.
Blandið öllu vel saman í nokkrar mínútur eða þar til möndl-
urnar eru búnar að leysast upp. Hellið mjólkinni í gegnum
þétt sigti eða ostaklút í stórt ílát og geymið svo í glerkrukku
inni í ísskáp. Hægt er svo að nota hratið sem eftir verður í
bakstur. Mjólkin endist í 2-3 daga inni í ísskáp.