Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 29
24.7. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
FERÐALÖG
arið. Það sama á við um gistingu en
fjölmörg hótel og gistiheimili er að
finna á eyjunni, einkum í stærstu
bæjunum og ferðamannastöðum
eins og Ajaccio, Bastia, Calvi, Boni-
faccio og Porto Vecchio.
Ekki má sleppa því að nefna lest-
arkerfið á Korsíku sem er einstakt.
Hægt er að fara með lest frá Ajaccio
til Bastia og eins til Calvi og ef fólk
á þess kost þá er stórkostlegt æv-
intýri að leggja í slíkt ferðalag því
járnbrautateinarnir liggja upp yfir
og í gegnum fjöllin og útsýnið stór-
kostlegt. Eitt er víst að þetta er ekki
hraðlest enda þarf stundum að
stöðva lestina á meðan dýr koma sér
yfir teinana og ef það rignir mikið
þá hættir hún að ganga þar sem
teinarnir verða einfaldlega ófærir.
Vorið og haustið eru tíminn
Aðalferðamannatíminn á Korsíku er
aðeins tveir mánuðir á ári, júlí og
ágúst, og ekki mælt með því að fara
þangað á þeim tíma nema viðkom-
andi vilji vera öruggur um að hita-
stigið fari ekki undir 30 gráður og
sólin skíni daginn út og inn allan
tímann.
Það er miklu skemmtilegra að
heimsækja eyjuna að vori eða hausti
þegar hitinn er ekki jafn mikill og
færri ferðamenn á ferðinni.
Hæstu fjöllin á Korsíku eru um
þrjú þúsund metra há og fjölmargar
gönguleiðir upp um fjöll og firnindi
á eyjunni enda eru tveir þriðju hlut-
ar hennar fjalllendi. Helsta göngu-
leiðin nefnist GR 20 en GR-
gönguleiðirnar eru net langra
gönguleiða í Evrópu. Flestar þeirra
eru í Frakklandi en þær er einnig að
finna í Belgíu, Hollandi og á Spáni.
GR 20-leiðin þykir ein sú erfiðasta
en um leið ein sú fallegasta. Mælt er
með því að fara hana í júní eða sept-
ember þegar hún er snjólaus og
hitastigið þolanlegt. Leiðin er 180
km löng og hæðarbreytingarnar eru
um 10 þúsund metrar. Hægt er að
ganga leiðina á 15 dögum og er lítið
mál að koma inn á hana og ganga
leiðina að hluta en hún nær frá Cal-
enzana í norðri (skammt frá Calvi)
og endar í Vizzavona í suðri. Það er
síðan ekkert sem mælir á móti því
að fara leiðina að vetri (febrúar til
apríl) fyrir vant fjallaskíðafólk.
Skaginn nyrst á Korsíku, Cap
Corse, geymir margar nátt-
úruperlur sem er vel þess virði að
heimsækja.
Á vorin og haustin er mjög vin-
sælt að fara í hjólaferðir um Korsíku
og eins eru margar þekktar ut-
anvegahlaupaleiðir á eyjunni. Marg-
ar hjóla-, utanvegahlaupa-, og þrí-
þrautakeppnir eru haldnar þar ár
hvert og ekki úr vegi fyrir ferða-
menn sem hafa áhuga á að tengja
saman útivist og náttúruskoðun að
horfa til Korsíku sem næsta áfanga-
staðar fyrir slíkar skemmti- og æv-
intýraferðir.
Ekki spillir fyrir að það er hægt
að baða sig í sjónum og liggja í sól-
baði á ströndinni nánast alls staðar
meðfram strandlengjunni.
Sjálfstæðið á skiltum
Korsíka er eins og áður sagði frönsk
eyja en hún var áður hluti af Ítalíu.
Það eru mjög sterk tengsl milli
Korsíku og Ítalíu og minnir korsíska
miklu meira á ítölsku en frönsku.
Korsíkubúar hafa löngum viljað fá
sjálfstæði en án árangurs enda
mörgum til efs hvernig eyjunni
myndi reiða af án stuðnings frá
franska ríkinu og oft ristir sjálf-
stæðisviljinn ekki mjög djúpt hjá
eyjaskeggjum þegar að er gáð. Und-
anfarna áratugi hefur viðleitni
franskra yfirvalda aukist í að varð-
veita sérstöðu Korsíku, svo sem
tungumálsins, og er nú búið að setja
reglur um að allt efni sem til að
mynda menningarstofnanir senda
frá sér verði að vera bæði á korsísku
og frönsku. Öll vegskilti eru bæði á
frönsku og korsísku en stundum er
upplifunin sú að sjálfstæðisbaráttan
fari einkum fram í því að krota yfir
franskt heiti staða þannig að aðeins
korsíska útgáfan sé læsileg.
Táknmynd Korsíku er af mára
(Bandera testa Mora) með klút
bundinn um ennið. Sá sem á heið-
urinn af því að gera márann að tákn-
mynd Korsíkubúa er sjálfstæðis-
hetja þeirra, Pascal Paoli. Um miðja
18. öldina leiddi hann sjálfstæðis-
baráttu Korsíkumanna en á þeim
tíma réðu stjórnvöld í Genóva ríkj-
um á Korsíku. Svo fór að Paoli og
menn hans urðu að lúta í lægra haldi
fyrir ofureflinu og Paoli varð að
flýja land. Árið 1769 hertóku Frakk-
ar Korsíku og hefur eyjan verið
óslitið undir þeirra yfirráðum síðan
þá við misjafnar undirtektir eyja-
skeggja.
Fyrirsögn hér
Nice
Genúa
Róm
Bastia
Korsíka
Sardinía
Ajaccio
Calvi
Sjórinn við Korsíku er mjög tær en þessi mynd er tekin skammt fyrir utan Calví.
Bastia er önnur stærsta borg Korsíku á eftir Ajaccio. Borg-
irnar eru gjörólíkar og fyrir þá sem vilja komast í nánari
snertingu við líf hefðbundins Korsíkubúa er Bastia stað-
urinn enda felst fegurð hennar að miklu leyti í öllu því
góða fólki sem þar býr. Borgin er víðfeðm og saman-
stendur af minni bæjum sem ná allt frá fjöru til fjalls. Í
bænum Ville-di-Pietrabugno njóta íbúar til að mynda
fjallalofts og kyrrðar en aðeins þarf að ganga rúma þrjá
km þaðan til þess að vera kominn í hringiðu borgar þar
sem allt iðar af lífi. Í Bastia eru margir frábærir veitinga-
staðir sem eru á lista Michelin þó svo þeir skarti ekki
stjörnum. Verðlag á mat og drykk er mjög sanngjarnt og
hiklaust hægt að mæla með því að borða á einhverjum
þeirra staðasem eru við gömlu höfnina og víðar í borginni.
BASTIA ER HIN SANNA KORSÍKA
Fegurðin býr í fólkinu
Í Bastía búa um 45 þúsund manns á fremur stóru landsvæði
sem nær frá sjó upp í nokkur hundruð metra hæð.
Eitt af því fyrsta
sem ferðamenn
taka eftir á Kor-
síku eru allar
kirkjurnar. Það er
ekki nóg með að
hver bær státi af
kirkju eða kapellu
og þá eru þær af-
ar ólíkar þeim
kirkjum sem við
Íslendingar eig-
um að venjast.
Margar þeirra
eru gríðarlega
fallegar að innan, bæði vegg- og loftskreytingar sem og
innanstokksmunir. Kirkjurnar eru flestar, ef ekki allar,
opnar frá morgni til kvölds og messað daglega í þeim
stærri. Þegar spurt er hversu margar kirkjurnar eru á
Korsíku verður fátt um svör og má því ætla að þær séu
nánast óteljandi. Hver þeirra á sér sína sögu og yfirleitt
er að finna upplýsingar um þær á staðnum. Margar eru
fyrir innan veggi virkja (Citadel) enda kirkjan griðar-
staður fólks nú sem áður.
KIRKJURNAR FLEIRI EN VATNSDALSHÓLAR
Ein af nokkrum kirkjum í Corte en
bærinn er vinsæll áfangastaður þeirra
sem fara í fjallgöngur á Korsíku.
Trúin
flytur
fjöll
Þeir sem elska Miðjarðarhafsfæði ættu ekki að hugsa sig um
tvisvar og bóka far til Korsíku strax á morgun. Í flestum bæj-
um er að finna matarmarkaði þar sem seldar eru afurðir
bænda í nágrenninu. Þrátt fyrir að sléttlendið sé ekki mikið á
Korsíku þá er það vel nýtt bæði undir matvæla- og vínfram-
leiðslu. Góð vín eru framleidd þar og um að gera að njóta
þeirra því mörg þeirra fara ekki í almenna sölu á meginland-
inu. Stóran hluta ársins er hægt að kaupa nýupptekið græn-
meti frá bændum á matarmörkuðum og eins ávexti frá vori
fram á haust. Í sláturtíð á haustin bætast pylsur og annað
góðgæti af nýslátruðum villisvínum í úrvalið á mörkuðum. Í
borgum eins og Bastia og Ajaccio er hægt að fá ferskan fisk
og annað sjávarfang á fiskmörkuðum. Korsíkubúar framleiða
einnig mikið af góðum ostum, svo sem geita- og sauðaost.
Ólífur eru ræktaðar á Korsíku og ekkert óalgengt að fólk sé með
ólífu-, fíkju- og plómutré í garðinum.
Beint frá býli
MATARMARKAÐIR SEM IÐA AF LÍFI
Ajaccio er höfuðstaður Korsíku
og um leið stærsta borg eyj-
unnar. Um 70 þúsund manns
búa í borginni en stjórnsýslan
er þar til húsa.
Napóleon Bónaparte fæddist
í Ajaccio árið 1769 og hefur
húsinu verið breytt í safn, Mai-
son Bonaparte. Ajaccio-búar
halda nafni Napóleóns á lofti og
má meðal annars finna eftirlík-
ingu af kórónu hans hangandi
við aðalgötu borgarinnar. Við
göngugötuna er mjög fallegt
listasafn sem er vel þess virði
að heimsækja. Þar við hliðina
er síðan bókasafn sem er svo
fallegt að bókaormar taka and-
köf af hrifningu við að koma
þangað inn.
Fjölmargir veitingastaðir eru
í miðbænum og við strandgöt-
una og er mjög vinsælt að
koma við á leið heim úr vinnu á
einhverjum þeirra og fá sér
léttvínsglas og smárétti.
AJACCIO-HAVANA MIÐJARÐARHAFSINS
Margir íbúar í Ajaccio hafa málað hús sín í pastellitum og byggingarstíll-
inn minnir mjög á kúbönsku borgina Havana.
Krúna Korsíku