Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Það er góð regla á ferðalögum, sérstaklega efferðast er með börn, að hafa alltaf smá nesti á sér,
til dæmis hnetur eða þurrkaða ávexti.
Ekki gleyma að borða
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
S
agt er að Ísland hafi verið
skógi vaxið milli fjalls og
fjöru þegar landnáms-
menn komu hingað fyrst
en sú lýsing hefur verið
dregin í efa í seinni tíma rann-
sóknum. Lýsingin á aftur á móti vel
við Miðjarðarhafseyjuna Korsíku
sem hefur verið í byggð í átta þús-
und ár.
Korsíka er ekki stór eyja,
8.680km², eða tæplega einn tíundi af
stærð Íslands. Íbúafjöldinn er aftur
á móti svipaður, um 330 þúsund
manns. Ólíkt spænsku eyjunni Mall-
orcu þá streyma ekki þúsundir Ís-
lendinga til Korsíku á hverju ári
enda eyjan ekki mjög þekkt hér á
landi nema þá kannski sem fæðing-
arstaður Napóleóns Bónaparte og
söguslóð ævintýra Glenns, dansks
drengs sem fluttist þangað til pabba
síns og lenti í ýmsum ævintýrum.
Bækurnar um Glenn, Þegar dreng-
ur vill og Í útlegð, komu út á Íslandi
1941 og 1942 og seldust upp á sínum
tíma. Þær eru enn til á einhverjum
heimilum og hafa verið lesnar af
nokkrum kynslóðum.
Villisvín og asnar
í umferðinni
Þeir sem hyggja á ferðalag til Kors-
íku ættu að reyna að sjá sem mest af
eyjunni og er langbest að leigja bíl
allan tímann sem dvalist er þar.
Þrátt fyrir að eyjan sé ekki stór þá
ætti fólk að gefa sér góðan tíma til
þess að ferðast á milli staða, ekki
bara vegna náttúrufegurðar, sem
alls staðar blasir við, heldur einnig
vegna lausagöngu dýra. Það þykir
eðlilegasti hlutur í heimi að mæta
geitum, kúm, svínum, ösnum og
ýmsum öðrum skepnum á gangi eft-
ir fjallvegunum. Þá er líka um að
gera að slaka á og njóta, jafnvel fara
út úr bílnum og anda að sér fersku
fjallalofti með keim af kryddjurtum
sem við erum kannski vanari að
kaupa úti í búð. Það er heldur ekk-
ert að því að fara aðeins út fyrir veg-
inn og tína rósmarín, timijan, óreg-
anó og fleiri jurtir til að nota við
matseld á hráefni sem keypt er á
matarmörkuðum.
Hlykkjóttir og þröngir vegir
Jafnframt ættu ferðamenn að hafa í
huga að vegirnir eru afar hlykkjóttir
og þröngir enda hefur verið lögð
mikil áhersla á náttúruvernd á
Korsíku og reynt að forðast óþarfa
jarðrask á kostnað náttúrunnar.
Það er þægilegast að fljúga til
Korsíku eða sigla með ferju. Flogið
er daglega og meira að segja oft á
dag til Korsíku frá París. Eins er
hægt að fljúga þangað frá fleiri
borgum í Frakklandi, svo sem Nice,
og víðar í Evrópu.
Hægt er að sigla til nokkurra
bæja á Korsíku með ferjum frá
meginlandi Frakklands og Ítalíu.
Sigling á milli Nice og Korsíku tek-
ur til að mynda aðeins nokkrar
klukkustundir og eins á milli Ítalíu
(Livorno og Genóva) og Korsíku.
EasyJet er ódýrasti valkosturinn
þegar kemur að flugi en félagið flýg-
ur til Bastia, Ajaccio og Porto
Vecchio. Eins er hægt að fljúga á
alla þessa þrjá staði með Air France
og Air Corsica frá ýmsum stöðum í
Frakklandi.
Ef farið er með ferju eru margir
möguleikar í boði og sennilega best
að fara á vefinn http://
www.aferry.com/ og velja Korsíku
sem áfangastað.
Allar helstu bílaleigur eru með
aðstöðu á alþjóðaflugvöllum eyj-
unnar og borgar sig að panta bíl fyr-
irfram að minnsta kosti yfir hásum-
Horft yfir gömlu höfnina í Bastia en myndin er tekin fyrir
neðan virkið sem gnæfir yfir borgina. Í öllum borgum og
bæjum eru virki þar sem íbúar reyndu að verjast ágangi sjó-
ræningja og hermanna frá ýmsum löndum Evrópu og Afríku.
Svo miklu meira en Napóleón
Með fjölgun flugferða til Frakklands og um leið
áfangastaða íslensku flugfélaganna þar í landi
þá er Miðjarðarhafseyjan Korsíka orðin eftir-
sóknarverður áfangastaður fyrir Íslendinga.
Ekki spillir fyrir að hægt er að fljúga frá megin-
landinu með lággjaldaflugfélögum þangað
fyrir lítinn pening. Síðan er allt miklu ódýrara
á Korsíku heldur en á meginlandinu.
Texti og myndir: Guðrún Hálfdánardóttir, guna@mbl.is
Tveir þriðju hlutar Korsíku eru fjalllendi og þar er víða gríðarleg náttúrufegurð. Mikið er lagt uppúr óspilltri náttúru.
Mjög vinsælt er að fara í gönguferðir út frá bænum Corte sem er norðarlega á eyjunni.