Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 37
24.7. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Tónlist Hljómsveitin Kælan mikla
hefur ástæðu til að fagna. Hún er
nýkomin heim úr tónleikaför um
Evrópu; Pólland, Þýskaland og Sló-
vakíu, þar sem hún kynnti sína
fyrstu breiðskífu. Sveitin býður því
til útgáfupartís á Gauknum í kvöld
og hefst það kl. 21.
Hljómsveitin, sem hefur starfað
saman í hátt á fjórða ár, leikur
frumsamið nýbylgju ljóðapönk og
er skipuð þeim Sólveigu Matthildi
Kristjánsdóttur sem leikur á
synþahljómborð, Margréti Rósu
Dóru-Harrysdóttur bassaleikara
og Laufeyju Soffíu söngkonu.
Breiðskífan sem einnig nefnist
Kælan mikla og er á vínyl er komin
í búðir; Lucky Records og 12 Tóna,
og hægt er að panta hana á netinu
á Fabrika Records. Einnig er nið-
urhal fáanlegt á netinu.
Laufey Soffía, söngkona sveit-
arinnar, segir að á breiðskífunni
séu átta ný lög sem þær dömur
sömdu á einu ári.
„Platan fjallar mikið um myrkr-
ið og fegurð þess. Þetta er
drungaleg plata,“ útskýrir hún. „Á
þessari nýju plötu er breytingin sú
að við fórum úr því að vera hrátt
pönk í að vera með hljómborð og
synþa, og því eru þessi nýju lög
melódískari og þéttari en eldri
lögin okkar.“
Breiðskífan hefur nú þegar selst
ágætlega, en hún verður til sölu í
kvöld ásamt bolum, töskum og
derhúfum.
„Tónleikaferðin gekk mjög vel,
eiginlega framar öllum vonum.
Það var góð mæting og góðir
aðdáendur í öllum löndunum,“
segir Laufey Soffía.
Næst munu þær spila á tónlist-
arhátíðinni Norðanpaunk sem
haldin verður á Laugarbakka um
verslunarmannhelgina, og taka
sér síðan frí fram að Iceland
Airwaves.
Í kvöld mun Kuldaboli hita upp
fyrir þær en það er einstaklings-
verkefni Arnars Más sem tók upp
og hljóðblandaði Kæluna miklu.
Frá tónleikum Kælunnar miklu í Slóvakíu fyrr í sumar.
KÆLAN MIKLA BÝÐUR Í ÚTGÁFUPARTÍ
Melódískara og
þéttara ljóðapönk
Kvikmyndir Leikstjórinn Garry Marshall
lést í vikunni 81 árs að aldri. Hann leik-
stýrði mörgum vinsælum sjónvarps-
þáttaröðum á áttunda áratugnum, en
einnig kvikmyndum á borð við Pretty
Woman og Runaway Bride með Juliu Ro-
berts og Richard Gere í aðalhlutverkum,
Overboard með Goldie Hawn og Kurt Rus-
sell, Frankie and Johnny með Al Pacino
og Michelle Pfeiffer og svo The Princess
Diaries-myndunum með Anne Hathaway
og Julie Andrews. Seinasta myndin hans,
Mother’s Day, var full af kvenstjörnum.
Marshall var leikari framan af ferlinum
og lék m.a. illmenni í James Bond-
myndinni Goldfinger. Hann tók að sér
hlutverk fram á dauðadag og kom fram í
sjónvarpsþáttunum Monk, The Sarah
Silverman Show og ER. Hann lék liðseig-
andann í́ kvikmyndinni A League of Their Own sem leikstýrt var af systur
hans, Penny Marshall.
Garry Marshall látinn
AFP
Leikstjórinn Garry Marshall
Sýningum á Bastille Day hætt
Kvikmyndir Hætt hefur verið sýningum á
spennutryllinum Bastille Day í frönskum kvik-
myndahúsum af virðingu við aðstandendur hinna
fjölmörgu fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í
Nice. Myndin sem skartar Idris Elba í aðal-
hlutverki, var frumsýnd daginn fyrir þjóðhátíð-
ardag Frakka, en myndin gerist einmitt á þeim
degi, og þar með á þeim degi sem árásin átti sér
stað.
Í myndinni leikur Elba bandaríska alríkislöggu
sem reynir að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás í
París einmitt á þjóðhátíðardeginum. Áætluðum
frumsýningum myndarinnar í Evrópu snemma á árinu hafði þegar verið
frestað vegna árásinnar í París í nóvember sl.
HAPPY HOUR
alla daga frá 16
- 18
Argentína steikhús | Barónsstíg 11 101 Reykjavík | Sími 551 9555 | salur@argentina.is | argentina.is
alvöru steik
Borðapantanir
551 9555
salur@argentina.is