Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
S
amfélag fólks sem smíðar
flugvélar á Íslandi
stendur þétt saman um
sitt áhugamál og hikar
ekki við að leita hjálpar
hjá náunganum í næsta skýli. Fá-
mennur en góðmennur hópur
stundar þessa merkilegu iðju, ef
marka má lýsingar Sigurðar Ás-
geirssonar, þyrluflugstjóra og flug-
vélasmiðs sem um þessar mundir er
að smíða sér flugvél frá grunni, en
hann tilheyrir hópi áhugafólks um
flugvélar sem kallar sig Crossing
the Atlantic. Félagsskapurinn hefur
nokkrum sinnum flogið út fyrir
landsteinana á heimasmíðuðum
flugvélum, nú síðast til Frakklands.
Blaðamaður hafði staðið í þeirri
trú að heilt teymi sérfræðinga
þyrfti til að setja saman flugvél
með góðu móti. Aðspurður um sitt
teymi segir Sigurður: „Þetta er eig-
inlega bara okkar vinahópur sem
fer í þetta. Það hefur alltaf verið
della hjá okkur að smíða vélar og
fljúga þeim.“
Félagsskapurinn náði þeim
merka áfanga fyrst árið 2009 að
fljúga íslenskri flugvél út fyrir land-
steinana, en það var að sögn Sig-
urðar í fyrsta skipti sem flugvél
framleidd á Íslandi flýgur héðan af
landi brott. „Við Guðjón, vinur
minn, smíðuðum vélina og fórum
alla leið suður til Sardiníu,“ segir
Sigurður, en til hafði staðið að
fljúga vélinni til Túnis en ófyr-
irséðir erfiðleikar ollu því að þeir
létu Sardiníu duga.
Fyrstu tvíþekjurnar
yfir Atlantshafinu
Hópurinn Crossing the Atlantic
flaug til Færeyja, Bretlands og
Frakklands í hópflugi í fyrra á
fimm heimasmíðuðum vélum.
„Við í þessum hópi erum alltaf að
gera eitthvað saman. Við eigum alls
fimm heimasmíðaðar vélar og erum
að smíða fjórar nýjar,“ segir Sig-
Hér má sjá Sigurð vinna að sinni nýjustu smíð. Spíturnar verslar hann dag frá degi í Byko en mælir með fyrirfram ákveðnu „kitti“ fyrir byrjendur.
Morgunblaðið/Þórður
Margs konar undirbúning þarf til að fljúga yfir Atlantshafið, enda mun mörgum þykja slíkt hin mesta svaðilför.
Heimasmíðaðar flugvélar eru að sögn Sigurðar oftast nær betri en þeir sem framleiddar eru í verksmiðju, enda nostra menn við smíðina oft svo árum skiptir.
Grúskarar háloftanna
Bræðralag áhuga-
manna um flugvéla-
smíðar er fámennt en
góðmennt á Íslandi, en
hópurinn Crossing the
Atlantic er vinahópur
fólks sem smíðar sínar
eigin flugvélar í frí-
stundum og flýgur
þeim milli landa. Nú
síðast var flogið til
Frakklands og víðar á
fimm vélum hópsins.
Matthías Tryggvi Haraldsson
mth@mbl.is
FLUGVÉLASMÍÐI