Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
LESBÓK
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Slökkvistöðin Skógarhlíð.
Þeir semgerakröfur
veljaHéðinshurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinn.is og við sendum
þér tilboð um hæl.
Soffía Björg er ein af mörgutónlistarfólki sem fram kemurá tónlistarhátíðinni Bræðslunni
2016 sem haldin er í Borgarfirði
eystri. Tónleikarnir hefjast kl. 18.30 í
dag og verður bein útsending á Rás 2.
Soffía Björg gaf út sitt fyrsta smá-
skífulag Back & Back Again síðasta
haust og nú er lagið I Lie komið í spil-
un. Þau verður bæði að finna á fyrstu
breiðskífu Soffíu Bjargar sem út kem-
ur innan nokkurra mánaða, en þangað
til má búast við fleiri smáskífulögum
frá tónlistarkonunni.
Soffía Björg syngur og leikur á gít-
ar, en með henni í bandinu eru Ingi-
björg Elsa á bassa, Kristofer Ro-
driguez á trommur og Pétur Ben
gítarleikari.
Klassík og djass
„Ég byrjaði á að syngja með hljóm-
sveitinni Brother Grass, en fór svo í
listaháskólann og lærði tónsmíðar fyr-
ir sinfóníuhljómsveitir,“ segir Soffía
sem nýtir sér þá þekkingu á öðrum
sviðum tónlistarinnar; til að útsetja
eigin tónlist og fyrir aðra, en hún
samdi m.a. kórverk fyrir Dómkórinn í
Reykjavík, sem hann flutti árið 2014.
„Ég raddset líka í minni tónlist.
Söngurinn er mitt fyrsta hljóðfæri, en
ég byrjaði að læra á gítar árið 2010.
Ég nota þessa lagrænu hugsun sem
maður notar í röddinni. Ég yfirfæri
hana á gítarinn og set melódíurnar í
hann og er þannig komin með minn
stíl; ég er að spila undir hjá sjálfri
mér.“
Soffía byrjaði á að læra að syngja í
Söngskólanum í Reykjavík, en fann
að klassískur söngur hentaði henni
ekki og skipti því yfir í djasssöng í
tónlistarskóla FÍH.
„Þar kynntist ég hvað maður getur
beitt röddinni á marga mismunandi
vegu. Maður þarf ekki að einskorða
sig við eina ákveðna tækni heldur
nota blæbrigðin í röddinni sem hent-
ar mínum persónuleika.“
Trommur og tónsmíðar
Soffía Björg semur öll lögin og text-
ana sjálf og segist eiga sér marga
áhrifavalda.
„Ég hlustaði rosa mikið á grunge-
tónlist þegar ég var unglingur en fór
svo að hlusta á alls konar tónlist og
núna elska ég spagettí-vestra tón-
skáldið Ennio Morricone. Hann var
mín aðalfyrirmynd í tónsmíðanáminu,
ég tengdi mest við hann af tónskáld-
unum. Og svo eru það ræturnar mín-
ar. Ég er mikil sveitastelpa og elska
fallega sveitaþjóðlagatónlist. Allt
blandast þetta saman og verður að
einhverju sem ég kann ekki að skil-
greina,“ útskýrir Soffía Björg sem er
uppalin á sveitabæ í Borgarfirðinum,
rétt fyrir utan Borgarnes. „Ég flutti
þangað aftur fyrir einu og hálfu ári og
hef gefið mér tíma til að einbeita mér
að tónlistinni.“
Í sveitinni er fjölskyldan með æf-
inga- og vinnusaðstöðu í sólstofu
móðurinnar sem þau systkinin tóku
yfir og fylltu af mögnurum, hljóð-
færum og trommusetti. „Það er rosa
fínt og gott að æfa sig þar og semja.
Ég er farin að fikta við að spila á
trommur. Mér hefur alltaf fundist
skemmtilegt að pæla í takti en hefur
reynst erfitt að koma því frá mér til
slagverksleikaranna því ég kann ekki
tungumálið þeirra. Vonandi breytist
það núna.“
Tónlistin lifnaði við
Hljóðversvinnu nýju breiðskífunnar
er lokið og nú er breski upptökustjór-
inn Ben Hillier að hljóðblanda hana,
en Hillier hefur unnið með mörgum
virtum sveitum eins og Blur, Suede,
Depeche Mode, Balthazar og Elbow,
svo einhver séu nefnd.
„Ben er afskaplega klár og góður
maður og gott að vinna með honum.
Kári Sturluson umboðsmaður minn
tengdi okkur saman og við náðum svo
afskaplega vel saman að hann kom til
Íslands. Upptökurnar voru mjög
skemmtilegar og ég er mjög stolt af
tónlistinni og hvernig hún þróaðist í
kjölfarið; hvernig hún lifnaði við.“
Og hvernig lítur framtíðin út í aug-
um Soffíu Bjargar?
„Planið er að ferðast um heiminn
og kynna mína tónlist fyrir fólki sem
vill hlusta og njóta,“ segir tónlist-
arkonan að lokum. Þeir sem hafa
áhuga á að sjá hana á tónleikum eða
öðrum uppákomum geta fylgst með
henni á Facebook, Twitter og heima-
síðunni soffiabjorg.com.
„Blæbrigði sem henta
mínum persónuleika“
Sveitastelpan og tónlistartöffarinn Soffía Björg
er búin að finna sinn stíl og býr til tónlist
þar sem margir straumar mætast. Við blasa
fyrsta breiðskífan og framtíðin.
Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is
Soffía Björg er með fyrstu breiðskífuna sína í vinnslu.
Kvikmyndir Stuttmyndin Clean
verður sýnd í Sjónvarpinu fimmtu-
daginn 28. júlí kl. 21.45.
Myndin fjallar um Natalie, dans-
kennara fyrir eldra fólk í New
York, sem berst við að fela eitur-
lyfjavanda sinn fyrir umhverfinu.
Leikstjóri myndarinnar er Ísold
Uggadóttir og hlaut myndin Eddu-
verðlaunin sem besta stuttmyndin
árið 2011.
Ísold hefur gert þrjár aðrar
stuttmyndir sem allar hafa farið á
margar hátíðir og hlotið ýmsar
viðurkenningar.
Leikstjórinn vinnur nú að sinni
fyrstu kvikmynd í fullri lengd, And-
ið eðlilega, og hefur hún þegar
hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð
Íslands og fleiri evrópskum kvik-
myndasjóðum. Tökur hefjast í sept-
ember.
Ísold Uggadóttir leikstjóri.
Verðlauna-
stuttmynd
á skjánum
Úr stuttmyndinni Clean.
Myndlist Myndlistarmark-
aður nema í Listaháskóla Ís-
lands verður haldinn á KEX
Hostel í dag laugardaginn
23. júlí kl 11-18. Þar munu
fyrsta árs nemar selja verk
sín, skólaverkefni og önnur;
málverk, ljósmyndir, prent-
verk og skúlptúra.
Markaðurinn er haldinn í
þriðja sinn og hefur ásókn
aukist ár frá ári að sögn
Veru Hilmars eins af skipu-
leggjendum markaðarins, sem segir nóg að gera hjá þeim.
Í fyrsta sinn verða einnig notuð föt til sölu, sem Vera segir að þarfnast
nýrra eiganda.
Hún skorar á fólk að mæta, fá sér list á góðu verði og næla sér í flotta flík.
List og föt fyrir alla
Þessi mynd verður til sölu á markaðinum.
Tónlist Alþjóðlega lista-
mannakollektívið Source
Material heldur tónleika í
Mengi í dag, laugardaginn
23. júlí, kl. 21.
Listafólkið leikur tónlist
úr frumsömdum verkum
sínum, Of Light og A Thousand Tongues, ásamt öðrum verkum sínum og
endurtúlkunum. Þar má heyra nýja raftónlist í bland við gömul þjóðlög alls
staðar að úr heiminum. Þeir sem fram koma eru Nini Julia Bang, K A R Y
Y N og Samantha Shay sem stofnaði kollektívið árið 2014 til að leyfa ólík-
um listamönnum að vinna saman. Hópurinn hefur hvarvetna fengið frá-
bæra dóma fyrir verk sín.
Listamannakollektív í Mengi