Morgunblaðið - 10.08.2016, Side 2

Morgunblaðið - 10.08.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Frönsk bylting á þínum disk? Hefur þú smakkað Snigla? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Áætlað er að nýtt 60 rýma hjúkr- unarheimili muni rísa á Sólvangs- reitnum við heilsustofnunina Sól- vang í Hafnarfirði fyrir apríl 2018. Skrifað var undir samning við fyrirtækið Úti og inni sf. að und- angengnu útboði vegna hönnunar og ráðgjafar hjúkrunarheimilisins. Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og Bald- ur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þor- valdsson fyrir hönd Úti og inni sf. Sólvangur yrði miðstöð öldr- unarþjónustu í Hafnarfirði „Hugmyndir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði eru á þá leið að tengja bygginguna við Sólvang og nýta Sólvang að hluta sem þjónustu- miðstöð fyrir eldri borgara í sveit- arfélaginu,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Hafnarfjarðarbæ. Þessi ákvörðun er í samræmi við stefnumótun í málefnum eldri borg- ara í Hafnarfirði þess efnis að Sól- vangur verði miðstöð öldrunarþjón- ustu í sveitarfélaginu. Þegar er fyrir hendi í Sólvangi ýmis stoð- þjónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkr- unarheimilis. Hafnarfjarðarbær skipaði verk- efnastjórn um uppbyggingu hjúkr- unarheimilisins. Verkefnastjórn hefur umsjón með útboði á bygg- ingu og lóðarfrágangi og skal hún fylgja verkefninu þar til bygging og lóð eru fullkláruð og rekstur hjúkr- unarheimilisins getur hafist. Hönnun hefst bráðlega Að sögn starfsmanns Hafnar- fjarðarbæjar hefst hönnunarferli hjúkrunarheimilisins bráðlega og að því loknu verður haldið útboð um framkvæmdir á lóðinni. Verður miðstöð öldrunarþjónustu Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær Sólvangsreitur Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili mun rísa á Sólvangsreit. Það á að vera tilbúið fyrir apríl 2018.  Úti og inni sér um hönnun nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum  Bæjar- yfirvöld vilja nýta Sólvang sem þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Hafnarfirði Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Húsnæði vélsmiðjunnar Jötunstáls á Akranesi er mjög illa farið eftir elds- voða í gærmorgun. Eldurinn kom upp í bifreið í vélsmiðjunni í gærmorgun, en þetta er í annað sinn á tæpum tveimur árum sem eldsvoði verður í húsnæðinu. Ólafur Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Akranesi, sagði starfsmenn hafa reynt að slökkva eldinn en orðið að forða sér út þegar eldurinn magn- aðist. Slökkviliðsmaður sem átti leið hjá skipaði starfsmönnunum að forða sér út úr húsinu þegar hann varð var við gaskúta sem þar voru, en síðar urðu talsverðar sprengingar vegna eldsins. Húsnæðið er mjög illa farið eins og fyrr segir eftir eld og reyk, en einnig vegna þess að slökkviliðið þurfti að brjóta sér leið í gegnum þak hússins. Slökkvilið Akraness kom á staðinn um áttaleytið í gær og tókst vel að ráða að niðurlögum eldsins. Tók það um þrjár klukkustundir. „Hluti af húsinu er ónýtur. Við þurftum að rjúfa þakið til að komast að þessu,“ sagði Þröstur Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi. Spurður um frekari skemmdir seg- ir hann að þakið hafi farið illa. „Þetta eru steinsteyptir veggir, en það þarf auðvitað að kanna ástandið betur. Ég held að þeir séu allir í þokkalegu lagi, þetta er aðallega þak- ið og innvolsið,“ sagði hann, en tækni- deild lögreglunnar mun fara í vett- vangsrannsókn á staðinn í fyrra- málið. Þröstur segir að eldsvoðinn nú hafi verið ívið meiri en sá sem varð fyrir tæpum tveimur árum. „Þetta er meira en var síðast. Það urðu meiri skemmdir af því þetta fór svo mikið í þakið núna,“ segir hann. Í sama húsi og Jötunstál hefur starfsstöð sína, hefur útgerðarmaður veiðafærageymslu og tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins yfir í þann hluta hússins þótt þar hafi þurft að reykræsta. Eiganda verkstæðisins var veitt áfallahjálp í kjölfar brunans. Ljósmynd/Skessuhorn Eldur Vélsmiðjan var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Rjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum. Eldi að bráð í annað sinn á tveimur árum  Eldur kviknaði út frá bifreið í húsnæði Jötunstáls  Húsið mjög illa farið  Starfsmenn vélsmiðjunnar hætt komnir Sumarblíðan virðist vera á förum frá Íslandi eftir heldur langa dvöl því spáð er rigningu um allt land út vikuna. Víða og lengi hefur verið sólríkt á Íslandi í sumar og má hæglega kalla þetta besta sumar síðustu ára á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí mældust sólskinsstundir í Reykjavík 41 fleiri en í meðaljúlí síðustu tíu ára. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er besta veðrið næstu daga í dag á Eg- ilsstöðum, en búist er við því að þar sé léttskýjað og 16 stiga hiti. Varla mun sjást í sólina á morgun, það verður skýjað um land allt og lítils háttar rigning. Hlý helgi framundan Þótt sólin kveðji að sinni virðist haustið ekki alveg vera komið því spáð er mildu veðri um landið á næstu dögum. Í dag er spáð hægviðri, en þurru. Á morgun er austan og suðaustan vindátt, 8-15 metrar á sekúndu og hvassast úti við norðurströndina. Á föstudaginn verður milt veður, aust- læg eða breytileg átt og súld eða rigning með köflum. Um helgina er spáð hlýju veðri og suðlægri vind- átt. Víða er væta á laugardaginn, en á sunnudaginn er úrkomulítið og þurrt í veðri norðaustanlands. Sólríkir sumardagar virðast brátt á enda Kunnuglegt Blár himinn var kunn- uglegur Reykvíkingum í sumar.  Spáð er rign- ingu og skýjuðu veðri um landið Lögð hafa verið fram til kynningar á bæjarráðsfundi Fjarðabyggðar end- anleg samningsdrög milli bæjar- félagsins og Isavia um endurbætur á malarflugvellinum á Norðfirði. End- urbæturnar fælu meðal annars í sér að malbik yrði lagt á völlinn. Flugvöllurinn á Norðfirði gegnir mikilvægu hlutverki austanlands sem sjúkraflugvöllur fyrir sjúkra- húsið í Neskaupstað. Lentu 33 sjúkraflugvélar með flugfélaginu Mýflugi á vellinum á síðasta ári. Oft er ófært að lenda á malarvellinum vegna veðurskilyrða. „Það hefur legið fyrir í nokkur ár að það þurfi að malbika völlinn svo hann nýtist í allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjar- ráðs Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð fékk um 80 milljónir úr síðustu fjárlögum til viðgerða og mun bæjarfélagið með aðstoð fyrir- tækja borga um 75 milljónir til helm- inga á móti ríkinu. Flugvöll- urinn nýt- ist allt árið  Fjarðabyggð fær 80 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.