Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Ólafur Laufdal opnaði Hótel Grímsborgir í Grímsnesi árið 2009og er nú komin gisting fyrir 200 manns í 11 húsum. „Þetta eruherbergi með hótelgangi, svítur og stærri fjögurra herbergja íbúðir sem eru 200 fermetrar og minni íbúðir sem eru 60 fermetrar. Svo erum við með veitingahús sem getur tekið um 170 manns. Við er- um með mikið af fundum og stórafmælum, jólahlaðborð og villibráð sem byrjar í október og stendur í mánuð. Hérna er opið alla daga ársins og um jól og áramót er alltaf smekk- fullt og í sumar hefur hvert einasta herbergi verið uppbókað. Svo byrja norðurljósaferðirnar í október og standa fram í mars. Þetta gengur svakalega vel og aðsóknin er alltaf að aukast og við höfum fengið frábæra dóma. Við erum með lifandi tónlist öll kvöld, dinnertónlist og núna hafa yfirleitt tveir verið að spila og svo erum við með ýmsar uppákomur. Við opnum frá kl. 7 á morgnana og hver sem er getur komið af göt- unni og fengið sér morgunverð eða drykk um kvöldið. Við erum með hlaðborð á kvöldin og à la carte.“ Gaman er að koma á staðinn og athygli vekja ýmsir þjóðfánar sem blakta við hún hjá hverju húsi. „Ef ég veit hvaðan gestirnir eru þá setjum við þjóðfána þeirra upp, gestirnir verða mjög ánægðir þegar þeir sjá það. Ég á til flestalla fánana. Mottóið hjá mér er að þetta verð- ur að vera betra en gestirnir eiga von á hvort sem það er gistingin, maturinn eða þjónustan. Ef það er haft að leiðarljósi þá farnast manni vel og maður verður að vera á tánum með þetta.“ Eiginkona Ólafs er Kristín Ketilsdóttir. „Ef hún væri ekki við hlið- ina á mér þá væri þetta ekki hægt, svo erum við með frábært starfs- fólk, hótelstjóra og yfirkokk.“ Hjónin Gestgjafarnir í Grímsborgum, Ólafur og Kristín. Mottó að gera betur en gestir eiga von á Ólafur Laufdal er 72 ára í dag Þ óra Kristín Ásgeirs- dóttir fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík 10. ágúst 1966 en hún ólst upp í Keflavík frá þriggja ára aldri með viðkomu í Kaupmannahöfn. Þá var hún í sveit í fjögur sumur hjá Margréti Guðbjartsdóttur og Ásmundi Jó- hannessyni í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu, æskuheimili skáldsins Steins Steinars. Þóra Kristín tók þátt í barátt- unni fyrir sýnileika og réttindum samkynhneigðra á ofanverðum 9. áratugnum og var varaformaður Samtakanna 78, 1987-1988. Þá kom hún fram í sjónvarpsviðtali ásamt Þorvaldi Kristinssyni þar sem rætt var um bókmenntir samkyn- hneigðra árið 1985 og ræddi veru- leika lesbískra kvenna í Mannlífs- viðtali árið 1987. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttastjóri – 50 ára Afmælisbarnið „Ég hef alltaf verið með aldurskomplexa, fundist ég of ung eða gömul, en nú er ég nokkuð sátt.“ Hefur starfað við fjöl- miðla frá tvítugsaldri Ferming Þóra Kristín nýfermd ásamt fjölskyldu sinni. Erika Ósk Hrannarsdóttir og Guðlaug María Björnsdóttir seldu loom-armbönd fyrir 5.841 kr. og færðu Rauða krossinum á Íslandi söluandvirðið. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.