Morgunblaðið - 10.08.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
HVAR ER SÓSAN?
Pylsa eða pulsa?
Það skiptir engu máli ef þú ert ekki með réttu sósuna.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér er alveg óhætt að láta eitthvað
smávegis eftir þér. Þú slærð samstarfsfélaga
gullhamra, þar gerðir þú góðverk dagsins. Við-
komandi þurfti einmitt á þessu að halda.
20. apríl - 20. maí
Naut Ekki láta aðra þagga niður í þér, þegar
þú vilt segja frá tilfinningum þínum. Er kominn
tími á að skipta um starfsvettvang? Leggstu í
naflaskoðun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þegar harðnar á dalnum er ráð að
lyfta sér upp, fá sér góðan kaffibolla eða
glugga í bók. Líttu á björtu hliðarnar, það kem-
ur nýr dagur á morgun.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta gæti orðið svolítið erfiður dagur í
vinnunni en það er þó ekkert sem þú ræður
ekki við. Áhugamál þitt er orðið ansi fyrirferð-
armikið, gætir þú kannski gert það að atvinnu
þinni?
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki þinn máti að gefast upp við
fyrsta mótbyr. Sköpunarkrafturinn kemst upp
á yfirborðið og í kvöld upplifir þú skyndilega
frelsi til að vera þú sjálf/ur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst líf þitt vera komið í þær
skorður sem þér henta og nú megi engu
breyta. Brostu bara við heiminum og þá mun
heimurinn brosa við þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sumir leita til þín með mál sín í fullri al-
vöru, en svo eru þeir, sem eru bara að tékka á
skoðunum þínum. Farðu þér hægt í skemmt-
analífinu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft ekki að hafa svona miklar
áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig. Þú
reynir að halda í horfinu heima en þú veist að
það kemur að því að það gengur ekki að eilífu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú getur ekki reiknað með því að
allir falli flatir fyrir áætlunum þínum. Hvernig
væri að skella í vöfflur og bjóða frændfólki
heim?
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að njóta samvista við vini
þína og kunningja í dag. Ekkert er dýrmætara
en heilsan og það hefnir sín grimmilega, ef
gengið er á hana í lengri tíma.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekkert gefið að aðrir hafi
tíma til þess að sletta úr klaufunum þótt að þú
hafir það. Vertu viðbúin/n því að verja málstað
þinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hlutirnir fara hægt af stað en þú lifnar
fljótt við þegar einhver veitir þér samkeppni.
Þú hefur í mörg horn að líta, taktu það samt
rólega.
Hjálmar Freysteinsson sagði áfésbókarsíðu sinni fyrir viku
að nú viðraði til limrugerðar:
Valdís á Felli er vænsta fljóð,
vafningalaus og ráðagóð,
þegar Steindór á Hnjóti
stakk sig á spjóti
hún geivörtu ofan í gatið tróð
(og sárið greri auðvitað fljótt og
vel).
Þremur dögum síðar, eða á laug-
ardaginn, skrifaði Hjálmar Frey-
steinsson á fésbókarsíðu sína:
Alltaf skiptir mest að menn
missi ekki trúna.
Súlutindinn eitt sinn enn
eg hef sigrað núna.
Frábært veður og útsýni. Mynd-
arvélarlaus var ég og get ekki
sannað mál mitt, sem gerir lítið til.
Fór hvort eð er bara fyrir sjálfan
mig!
Annar og meiri göngugarpur
kom mér í hug á leiðinni.
„Út vil ég“ mælti Móna
og mátaði gönguskóna.
Eftir það gekk
hún í einum strekk
frá Bifröst til Barselóna.
Þetta kallaði fram limru hjá Jóni
Ingvari Jónssyni:
Það datt upp úr dauðþreyttri Erlu,
dugandi þrítugri kerlu:
„Með dæmalaust þrek
ég daglega ek
í Eskihlíð ofan frá Perlu.“
Þessi kveðskapur rifjaði upp fyr-
ir mér gestaþraut sem birtist í Nýj-
um kvöldvökum fyrir rúmri öld og
fyrir nokkrum árum í Vísnahorni.
Kona á Akureyri, Halldóra Jóns-
dóttir, orti vísu þessa:
Þrávalt báran þrauta rís,
þjakar mínu lyndi,
væri sálin eins og ís
aldrei til hún fyndi.
Halldóra gerði það sér til gamans
að láta þrjá eða fjóra menn botna
fyrripart vísunnar en hélt eigin
botni leyndum. Þetta kvisaðist út
um bæinn og urðu margir til að
botna vísuna. Þar á meðal Matthías
Jochumsson, sem lét sig ekki muna
um að botna hana á fjóra vegu og
urðu tveir þeirra fleygir:
Áðan duttu átján mýs
ofan af Súlutindi!
Pukraðu mér í Paradís
Pétur minn í skyndi!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Súlutindi og
mörg er eftirsjáin
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
ÞAÐ ER VOR Í
LOFTI, GRETTIR.
ÞÚ ERT KOMINN
Í SUMARSKAP.
ÉG VAR AÐ
BORÐA SMÁFUGL.
OG SJÁ,
ÞÚ BROSIR.
ÞESSI ÓVINAHER ER
ÓSIGRANDI,
HVAÐ ÞÁ UM AÐ
ENDURSTAÐSETJA
OKKUR?
ÉG GET SÆTT
MIG VIÐ ÞAÐ.VIÐ
HÖRFUM
ALDREI!
SMELL
VIÐ VERÐUM AÐ
HÖRFA.
„FJÁRDRÁTTUR. MAÐURINN MINN SÁ UM
ÚTIVERKIN EN ÉG TÓK AÐ MÉR
ALLT INNANBÚÐAR.“
„ÞETTA VAR Í RUSLAPRESSUNNI.
ÞETTA ER ANNAÐHVORT HÁRTOPPURINN
MINN, EÐA KÖTTURINN.“
…þega sérhver dagur
færir mér meiri ást.
Miklar breytingar hafa orðið áHveravöllum frá því að Vík-
verji kom þar fyrir rúmum áratug.
Skálinn hefur verið stækkaður um
helming og boðið er upp á gistingar í
gámi. Fyrir áratug voru nokkrar
hræður á ferli, en nú er þar fjöldi
fólks. Þegar Víkverji var á ferðinni
fyrr í mánuðinum var í það minnsta
margt um manninn. Fólk var gang-
andi, hjólandi, á mótorhjólum, fólks-
bílum og stökkbreyttum jeppum.
Enga sá Víkverji hestamennina, en
þeir eiga ugglaust leið um líka.
x x x
Þegar komið er á Hveravelli ernauðsynlegt að fara í heitu laug-
ina. Í hann rennur kalt vatn öðrum
megin og heitt hinum megin. Vík-
verja fannst þægilegast að vera í
miðjunni, enda bæði kulda- og hita-
skræfa. Í lauginni voru bæði Íslend-
ingar og útlendingar. Þar kom að
nokkrir karlar úr hópi Íslending-
anna brustu í söng og kyrjuðu meðal
annars „Hrausta menn“. Að söngn-
um loknum klöppuðu útlending-
arnir. „Er það siður á Íslandi að
bara karlarnir megi syngja?“ spurði
útlend kona, sem furðaði sig á því að
íslensku konurnar skyldu ekki taka
undir.
x x x
Eins og áður sagði hefur ekki alltafverið svona fjölmennt á Hvera-
völlum. Ýmsir hafa þó farið þar um
og jafnvel dvalið í lengri eða
skemmri tíma. Þekktust eru Fjalla-
Eyvindur og Halla og er meðal ann-
ars hægt að ganga að Eyvindarhelli.
Á einu kynningarskiltinu segir að
Eyvindur og Halla hafi verið á
Hveravöllum í 20 ár. Það er senni-
lega ágæt málamiðlun. Einhvers
staðar sá Víkverji að ætla mætti að
þau hefðu verið á Hveravöllum í allt
frá fjórum árum til 40. Það er því
óhætt að tala um skekkjumörk í
þessum efnum.
x x x
Magnús sálarháski lá einnig úti áHveravöllum og væsti um
hann. Hann var þar í þrjár vikur og
sagði að þá fyrstu hefði hann lifað á
hráum lambslungum, aðra á eigin
munnvatni og þá þriðju á guðs orði.
Þriðja vikan hefði verið verst.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Fel Drottni vegu þína og treyst
honum, hann mun vel fyrir sjá.
(Sálm. 37:5)