Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 22. ágúst
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heilsa & lífstíll
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 26. ágúst
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum
sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og
lífstílsbreytingu haustið 2016.
–– Meira fyrir lesendur
Jazzhátíð Reykjavíkur 2016
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hátíðinni er í senn ætlað að vera
uppskeruhátíð íslenskra djass-
tónlistarmanna sem og vettvangur
til að kynna það besta sem er að
gerast á sviði djasstónlistar á al-
þjóðlegum vettvangi,“ segir Sunna
Gunnlaugs, sem ásamt Leifi Gunn-
arssyni er listrænn stjórnandi
Jazzhátíðar Reykjavíkur sem sett
verður í 27. sinn í dag, en hátíðin
stendur til sunnudags.
Alls verða 30 tónleikar og við-
burðir á hátíðinni í ár og koma fram
hátt í 100 listamenn, en um þriðj-
ungur þeirra eru erlendir gestir.
„Oft hefur verið horft til Norður-
landanna, en við reyndum að horfa
víðar í ár. Við höfðum fjölbreytnina
að leiðarljósi bæði hvað varðar upp-
runa og stíl flytjenda til að þjóna
þeim breiða áhorfendahópi sem
mætir á Jazzhátíð,“ segir Sunna, en
gestir ársins koma frá Svíþjóð, Dan-
mörku, Finnlandi, Litháen, Lúx-
emborg, Ísrael, Bandaríkjunum og
Þýskalandi. „Þýskaland er stærsti
markaðurinn fyrir íslensku djass-
senuna,“ segir Sunna og bendir á að
það skýri hversu áberandi þýskir
listamenn eru á hátíðinni í ár.
Að sögn Sunnu höfðu skipuleggj-
endur það að markmiði að ná betur
til ungs fólks. „Sem lið í því buðum
við Önnu Sóleyju Ásmundardóttur
og Söru Blandon, tveimur nýútskrif-
uðum söngkonum úr Tónlistarskóla
FÍH að syngja ásamt hljómsveit í
Hörpu á morgun
og föstudag kl.
17. Einnig bjóð-
um við í fyrsta
sinn afslátt fyrir
25 ára og yngri,“
segir Sunna, en
tónleikagestir á
öllum aldri geta
ýmis keypt hátíð-
arpassa á alla
tónleika eða dagspassa, en ókeypis
er á alla viðburði fyrir kl. 19 á dag-
inn. Allar nánari upplýsingar um
dagskrána og tónlistarflytjendur er
á vefnum reykjavikjazz.is, en nær
allir viðburðir fara fram í Hörpu.
Miðasala fer fram á harpa.is og tix-
.is.
Ókrýndur píanókonungur
Aðspurð hvaða tónlistarfólk
standi upp úr á hátíðinni í ár segir
Sunna erfitt að velja úr, en vissulega
séu stærri nöfn en önnur sem koma
fram. „Ég hef um árabil verið mikill
aðdáandi sænska píanistans Bobos
Stenson. Honum hefur verið lýst
sem ókrýndum píanókonungi norð-
ursins, en hann er mikil goðsögn og
því mikið ánægjuefni að hann komi
fram á hátíðinni,“ segir Sunna og
bendir á að mikill fengur sé að því
að fá John Hollenbeck frá Banda-
ríkjunum til að vinna með Stórsveit
Reykjavíkur. „Hollenbeck hefur
vakið athygli fyrir að vera leitandi
listamaður. Í tónsmíðum sínum og
útsetningum leitar hann að nýjum
stórsveitarhljóm.“
Að sögn Sunnu hittist svo
skemmtilega á að víbrafónninn varð
óvænt fyrirferðarmikill á hátíðinni.
„Við fáum tvo víbrafónleikara á há-
tíðina, þ.e. Pascal Schumacher frá
Lúxemborg og Stefan Bauer frá
Þýskalandi, sem eru með þeim
bestu í heiminum á djasssenunni.“
Sjálf kemur Sunna fram á tón-
leikum á föstudag með þýska pían-
istanum Juliu Hülsmann. „Julia er á
mála hjá ECM-útgáfunni og hlaut
nýverið elstu og virtustu djassvið-
urkenningu Þýsklands, SWR Jazz-
preis,“ segir Sunna og bendir á að
Bobo Stenson sé einnig á mála hjá
sama fyrirtæki. „Ég hef í gegnum
árin fylgst með hljóðritunum fyrir-
tækisins og þannig kynntist ég tón-
list Juliu. Þegar við hittumst eitt
sinn á ráðstefnu í Þýskalandi tókum
við tal saman og í framhaldinu héld-
um við tónleika í september 2014 á
norrænni listahátíð í Berlín þar sem
Julia býr,“ segir Sunna og tekur
fram að henni gefist sjaldan tæki-
færi til að spila með öðrum píanista
sem helgist af því að ekki margir
tónleikastaðir hafi yfir að ráða
tveimurflyglum.
Fernir útgáfutónleikar
Alls verða fernir útgáfutónleikar
á hátíðinni í ár. „Gítarleikarinn
Andrés Þór fagnar útgáfu geisla-
disksins Ypsilon með tónleikum í
Silfurbergi á fimmtudag kl. 19.
Secret Swing Society sendir frá sér
sinn fyrsta geisladisk og heldur tón-
leika í Norðurljósum á sunnudag kl.
15. Hljómsveitin var stofnuð fyrir
sex árum í Amsterdam, meðan liðs-
menn hennar stunduðu þar tónlist-
arnám. Hljómsveitin leikur og syng-
ur gamaldags sveiflutónlist,
frumsamda og standarda sem ætti
að höfða til breiðs hóps,“ segir
Sunna, en sérstakur gestasöngvari á
tónleikunum er Kristjana Stef-
ánsdóttir.
„Á sunnudagskvöldið kl. 20 leikur
tríó Agnars Más Magnússonar pí-
anóleikara lög af nýútkomnum diski
sem nefnist Svif. Á lokatónleikum
hátíðarinnar sem hefjast kl. 21 sama
kvöld leikur kvintett Þorgríms Jóns-
sonar bassaleikara lög af nýútkomn-
um diski sem er sá fyrsti úr smiðju
Þorgríms. Mörgum fannst tímabært
að hann sendi frá sér disk því Þor-
grímur er búinn að vera mjög öfl-
ugur á djasssenunni á umliðnum ár-
um og leika með allskyns hljóm-
sveitum og listamönnum.“
Uppskeruhá-
tíð og gluggi
út í heim
30 tónleikar og viðburðir á fimm
dögum Fernir útgáfutónleikar
Stuð Hljómsveitin Annes leikur rafmagnaða djassmúsík á tónleikum sínum í Silfurbergi Hörpu á laugardag.
Flottir Stefan Bauer leikur á víbrafón og Gilad Hekselman á gítar.
Sunna Gunnlaugs
Miðvikudagur 10. ágúst
kl. 17. Jazzganga frá
Lucky Records að Hörpu
undir stjórn Sigrúnar
Kristbjargar Jónsdóttur.
kl. 17.30 Jazzhátíð
Reykjavíkur sett í Hörpu-
horni á 2. hæð.
kl. 19 Tómas R. Ein-
arsson leikur nýja lat-
íntónlist í Norðurljósum.
kl. 20 Snarky Puppy í Eldborg.
kl. 22 Víbrafónleikarinn Stefan
Bauer leiðir „jamsession“ á
Budvarsviði.
Fimmtudagur 11. ágúst
kl 17 Anna Sóley Ásmundar-
dóttir syngur með hljómsveit á
Budvarsviði.
kl. 19 Útgáfutónleikar Andrésar
Þórs í Silfurbergi.
kl. 20 Víbrafónleikarinn Pascal
Schumacher leikur með Left Tok-
yo Right í Norðurljósum.
kl. 21.20 Kvartett Einars Schev-
ing leikur í Silfurbergi.
kl. 22.20 Jamsession á Budvar-
sviði.
Föstudagur 12. ágúst
kl. 17 Sara Blandon syngur með
hljómsveit á Budvarsviði.
kl. 19 Píanóleikararnir Sunna
Gunnlaugs og Julia Hülsmann
leika í Silfurbergi.
kl. 20 Tríó gítarleikarans Gilad
Hekselman leikur í Norðurljósum.
kl. 21.20 John Hollenbeck
stjórnar Stórsveit Reykjavíkur í
Silfurbergi.
kl. 22.20 Gítarleikarinn Sig-
urður Rögnvaldsson leikur
ásamt hljómsveit í Norð-
urljósum.
kl. 23.05 Jamsession á
Budvarsviði.
Laugardagur 13. ágúst
kl. 11 Masterklass með
Gilad Hekselman í Kalda-
lóni.
kl. 12 Masterklass með
John Hollenbeck í Kalda-
lóni.
kl. 15 Fjölskyldudjass með
Gretu Salóme á Budvarsviði.
kl. 16 Hljómsveitin Carioca leik-
ur á Budvarsviði.
kl. 15-17 Sigurður Flosason
býður til sín völdum gestum
Jazzhátíðar á Jómfrúna.
kl. 19 Sigurður Flosason og
Stefan Bauer leika í Silfurbergi.
kl. 20 Bobo Stenson Trio leikur
í Norðurljósum.
kl. 21.20 Hljómsveitin Annes
leikur í Silfurbergi.
kl. 22.20 Anna Gréta og Håkon
Broström leika í Norðurljósum.
kl. 23.05 Jamsession á Budvar-
sviði.
Sunnudagur 14. ágúst
kl. 15 Útgáfutónleikar Secret
Swing Society í Norðurljósum.
kl. 17 Carl Möller heiðraður í
kirkju Óháða safnaðarins.
kl. 19 Ingi Bjarni Kvartett leik-
ur í Silfurbergi.
kl. 20 Útgáfutónleikar Agnars
Más Magnússonar í Norðurljósum.
kl. 21 Útgáfutónleikar Þorgríms
Jónssonar í Silfurbergi.
Hátt í 100 listamenn leika djass
Pascal Schumacher