Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pólitískar um-ræðurstjórnarand-
stæðinga síðustu
mánuði hafa nánast
alfarið snúist um
eitt mál. Ekkert
annað hefur komist að en krafa
stjórnarandstöðuflokkanna um
að stjórnarflokkarnir nefni
dagsetninguna þegar kosið
verði næst til þings.
Stjórnarflokkarnir hafa ekki
viljað festa niður dag en hafa
gefið til kynna að verði ákveðin
skilyrði uppfyllt kunni að verða
kosið fyrir áramót, í stað þess
að kjósa í vor eins og stjórn-
arskráin mælir fyrir um og öll
rök hníga að.
Þetta hefur ekki nægt stjórn-
arandstöðunni, fjarri því. Og
það hefur ekki heldur verið nóg
að nefna að seinni hluti október
yrði sá tími sem sennilega yrði
kosið. Nei, krafan hefur verið
um fasta dagsetningu, annars
verði málþófi beitt og ekkert af-
greitt.
Öll þessi áhersla á dagsetn-
ingu hefur verið óskiljanleg. Al-
veg þangað til stjórnarand-
staðan missti út úr sér hvað að
baki þessari kröfu býr. Össur
Skarphéðinsson reið á vaðið og
sagði ekki hægt að ákveða fyr-
irfram lengd næsta kjör-
tímabils, en Píratar gera kröfu
um að það verði stytt líkt og
það sem nú stendur yfir. Yrði
það gert myndi stjórnarand-
staða þess kjör-
tímabils „gera sér
far um að brjóta
þær [dagsetningar]
niður“.
Oddný Harð-
ardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, tók í sama
streng og sagðist ekki vilja að
gefnar yrðu upp dagsetningar
„sem auðvelt er að beita mál-
þófi gegn“.
Þessi ummæli stjórnarand-
stöðuþingmannanna tveggja
varpa óvæntu ljósi á þá ráðgátu
að núverandi stjórnarandstaða
hafi ekki haft áhuga á neinu
öðru en dagsetningu kosninga
frá því umræður hófust um að
mögulega kæmi til greina að
flýta kosningum.
Það er því óhætt að taka und-
ir með Sigríði Andersen, þing-
manni Sjálfstæðisflokksins, að
nú er orðið ljóst hvaða leiki
þingmenn stjórnarandstöð-
unnar ætla að leika. „Þeir og
stjórnarandstaðan öll mun
beita málþófi fram að kosn-
ingum verði boðað til kosninga í
haust,“ sagði hún í samtali við
Morgunblaðið í gær, og bætti
við að útilokað væri að ákveða
kjördag fyrr en stjórnarskrá
gerir ráð fyrir undir slíkum
hótunum.
Það væri furðuleg ráðstöfun
ef meirihlutinn á þingi hleypti
minnihlutanum í þá aðstöðu
sem hann heimtar að fá, en á
enga heimtingu til.
Loks er komin
skýring á kröfunni
um dagsetningu
kjördags}
Stjórnarandstaðan
afhjúpar sig
Leiðtogar vest-rænna ríkja
gerðu mistök þegar
hluti tyrkjahers
reyndi að hrifsa
völdin í landinu.
Löngu eftir að
valdaránstilraun
blasti við og jafnvel
eftir að ljóst virtist
að tyrkneskur almenningur
myndi hlýða kalli Erdogans
forseta og brjóta valdaránið á
bak aftur forðuðust leiðtog-
arnir að fordæma það.
Tilraun til valdaráns í einu af
ríkjum Nató hlutu allir þar á
bæ að fordæma harkalega frá
fyrstu stundu. Það er áhyggju-
efni hvað forsetinn og fylg-
ismenn hans beita mikilli hörku
eftir að þeir náðu undirtök-
unum á ný. En hafa verður í
huga að herinn reyndi ekki að-
eins að hrifsa til sín völd með
því að sýna afl sitt og yfirburði.
Hann gerði sprengjuárás á
dvalarstað Erdogans forseta, á
þinghúsið og skrifstofu for-
sætisráðherrans.
Fyrir lýðræðislega kjörna
stjórnendur Tyrklands snerist
atlagan því ekki að-
eins um völd heldur
um líf og dauða fyr-
ir þá og lýðræðið
sjálft. Hefði eðlileg
fordæming borist
Tyrkjum strax
myndu varnaðar-
orð úr sömu átt um
að fara ekki offari í
eftirleiknum, hafa haft aukið
vægi. Erdogan undirstrikaði
hvað eftir annað á fundi með
Pútín forseta í Sankti Péturs-
borg að Pútín hefði einna fyrst-
ur leiðtoga sýnt Tyrkjum sam-
stöðu eftir valdaránið. Það var
athyglisvert því að sambúð
Rússlands og Tyrklands hefur
verið mjög slæm eftir að rúss-
nesk herþota var skotin niður í
lofthelgi Tyrklands. Merkel,
kanslari Þýskalands, og aðrir
forystumenn Evrópusam-
bandsins hafi þó ekki aðeins
áhyggjur af harkalegum við-
brögðum Tyrkja innanlands,
heldur einnig og ekki síður lam-
ar menn ótti við að flótta-
mannamálið, sem var við það að
drekkja álfunni, muni komast í
ógöngur á ný.
Leiðtogar vest-
rænna ríkja hafa
haldið óhönduglega
á málum vegna at-
burðanna í Tyrklandi
að undanförnu}
Erdogan og Pútín vinir
M
ilton Friedman sagði eitt sinn
að ekkert væri varanlegra en
tímabundnar ráðstafanir
stjórnvalda. Ummælin eiga
einkar vel við um gjaldeyr-
ishöftin sem komið var á fyrir alls 2.812 dögum.
Höftin áttu aðeins að vera til skamms tíma -
örfáa mánuði eða svo - en hafa þess í stað verið
við lýði í bráðum átta ár. Og því miður sér ekki
enn fyrir endann á þeim.
Það er kaldhæðni örlaganna að nú - þegar
loksins stendur til að létta höftum af útflæði
fjármagns - þurfi að setja höft á innflæði fjár-
magns. Sagan endurtekur sig enn á ný. Alþingi
samþykkti nefnilega í sumar breytingar á lög-
um um gjaldeyrismál sem veita Seðlabanka Ís-
lands ríkar og í raun fordæmalausar valdheim-
ildir til þess að hefta innflæði fjármagns til
landsins. Bankinn nýtti sér þessa heimild strax, eins og
hendi væri veifað, þrátt fyrir að hafa gefið áður skýrlega
til kynna að þess væri ekki þörf.
Rétt eins og útflæðishöftin snerta innflæðishöftin ekki
almenning með beinum hætti. Fólk finnur ekki fyrir þeim
á eigin skinni. Höftin hafa til dæmis verið afsökuð á þá leið
að þau beinist fyrst og fremst að gráðugum hrægamma-
sjóðum sem vilja hagnast á vaxtamunarviðskiptum með ís-
lensku krónuna. Það þýðir þó ekki að þau séu réttlætanleg
eða skerði ekki lífskjör fólks. Skaði þeirra er mikill.
Við hljótum að hafa lært af biturri reynslu, ekki ein-
ungis undanfarinna ára, heldur áratuga, að höft og önnur
eins ríkisforsjá eru ekki til velmegunar fallin.
Höft grafa til að mynda undan trausti um-
heimsins á íslensku efnahagslífi. Með því að
viðhalda ströngum höftum erum við að gefa til
kynna að við annað hvort getum ekki eða vilj-
um ekki reka opið hagkerfi með frjálsum við-
skiptum samkvæmt þeim leikreglum sem tíðk-
ast í öðrum þróuðum ríkjum. Við erum með
öðrum orðum að lýsa því yfir að okkur sé ekki
treystandi.
Innflæðishöftin renna stoðum undir það
sem marga grunaði, að ráðamenn þjóðarinnar
treysta sér ekki til þess að láta krónuna fljóta á
nýjan leik. Og lái þeim hver sem vill. Reynsla
okkar af fljótandi krónu á frjálsum gjaldeyr-
ismarkaði á síðasta áratugi reyndist okkur
ansi dýrkept og væri óráð að endurtaka þann
háskaleik. En í stað þess að horfast í augu við
vandann og viðurkenna að krónan, þessi minnsta sjálf-
stæða mynt í heimi, er rót hans, þá ætla stjórnvöld að
halda úti peningastefnu til framtíðar sem byggist á viðvar-
andi höftum, miðstýringu og öðrum takmörkunum á eðli-
legum fjármagsnflutningum. Þvílík framtíðarsýn það.
Ef Ísland á í komandi framtíð að búa við frjálst flæði
fjármagns eins og aðrar siðaðar þjóðir verða stjórnvöld að
kasta krónunni og leyfa fólki og fyrirtækjum einfaldlega
að velja þá mynt sem því hentar. Myntfrelsi er lausnar-
orðið. Króna í fjötrum hafta og ríkisafskipta getur ekki
verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Það er ekki í boði.
kij@mbl.is
Kristinn Ingi
Jónsson
Pistill
Lausnarorðið er myntfrelsi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hæsta tilboðið sem boristhefur í jörðina Fell viðJökulsárlón hljóðar uppá 1,5 milljarða króna.
Undir það ritar maður sem á örsmá-
an hlut í jörðinni en er bróðir eig-
endanna sem kröfðust nauðungar-
sölu.
Liðlega þrjátíu einstaklingar
eiga jörðina Fell í óskiptri sameign.
Hagsmunir þeirra rekast á og
undanfarin ár hafa mál á milli þeirra
og annarra verið fyrir dómstólum.
Ekki hefur verið leyst úr öllum
deilumálunum.
Jökulsárlón er einn af vinsæl-
ustu viðkomustöðum ferðafólks og
skapar aðstaðan við lónið tækifæri
til tekjuöflunar.
Aðallega eru þrír pólar í eig-
endahópnum. Eigendur um 60%
eignarhluta jarðarinnar mynda sam-
eigendafélagið Fell og rekstraraðili
ferðaþjónustunnar Jökulsárlóns á
um 25% eignarhlut. Þriðji póllinn
eru systurnar Hulda og Kristín Jón-
asdætur sem eiga um 10% hlut. Þær
sögðu sig úr sameigendafélaginu
þegar þær eignuðust sinn hlut, fyrir
um hálfu öðru ári, og hafa komið
málunum á mikla hreyfingu.
Þær kröfðust nauðungarsölu á
jörðinni til slita á sameign, eftir að
jörðin hafði verið metin óskiptanleg.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi fól lög-
mönnum að óska eftir tilboðum, í
stað nauðungaruppboðs, og er það
mál enn í farvegi.
Tilboð upp á milljarð
Nokkur tilboð hafa borist frá
því í vor að jörðin var auglýst. Sýslu-
maður sá þó ekki ástæðu til að funda
með landeigendum fyrr en tilboð
undirritað af Þórhalli Hinrikssyni
upp á einn milljarð barst. Tilboðið
var sent til landeigenda til athug-
unar. Fundurinn var haldinn í fyrra-
dag. Á þann fund kom Ólafur
Björnsson lögmaður, sem annast
öflun tilboða, með tvö tilboð sem
hann hafði veitt viðtöku einhverjum
mínútum fyrr. Annað var upp á 1,1
milljarð frá Gísla Hjálmtýssyni hjá
Thule Investments og hitt upp á 1,5
milljarða frá Hinriki Jónassyni. Hin-
rik á örlítinn hlut í jörðinni og er
bróðir gerðarbeiðenda.
Tilboðin verða send til eigenda
jarðarinnar og samkvæmt upplýs-
ingum sýslumannsembættisins
verður tekin afstaða til þeirra á
fundi eftir hálfan mánuð.
Ekki virðist að öllu leyti farið
eftir uppboðsskilmálum sem sam-
þykktir voru 25. apríl, en þar segir
m.a.: „Sá sem gerir tilboð í eignina
verður krafinn um að sýna fram á að
hann geti staðið við boð sitt um leið
og boð er lagt fram og eftir atvikum
tryggingar fyrir greiðslu söluverðs
um leið og boð er samþykkt.“ Vænt-
anlega verður gengið eftir fyrri
hluta þessa ákvæðis á þeim tíma
sem gefst fram að næsta fundi.
Gerðarbeiðendur í lykilstöðu
Ekki er enn séð fyrir endann á
málinu og margt getur komið uppá.
Ljóst er að allir ættu að hafa hag af
því að fá sem hæst verð fyrir jörð-
ina. Á hinn bóginn hefur hluti eig-
enda sameigendafélagsins engan
áhuga haft á að selja. Þeir hafa lýst
því yfir að þeir vilji áfram eiga sinn
hlut í jörðinni sem forfeður þeirra
áttu.
Gerðarbeiðendur, Hulda og
Kristín Jónasdætur, eru í lykilstöðu.
Ef þeim hugnast ekki það tilboð sem
talið er hagstæðast geta þær dregið
uppboðsbeiðnina til baka og þar með
stöðvast ferlið. Væntanlega má sjá
væntingar þeirra um verð í tilboði
bróður þeirra sem þær sjálfar skrifa
undir sem vottar. Að sama skapi
gætu aðrir landeigendur sem vildu
selja farið fram á nýtt uppboð en
það tæki þá hálft eða eitt ár til við-
bótar.
Tengdur aðili býður
1,5 milljarða króna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Jökulsárlón Aðstaða til að þjóna ferðafólki við Jökulsárlón er verðmæt og
hefur skapað deilur í eigendahópnum. Ekki er búið að leysa úr öllu.
Við upphaf söluferilsins á jörð-
inni Felli var vonast til að erlend-
ir fjárfestar myndu sækjast eftir
eigninni, íslensk ferðaþjónustu-
fyrirtæki og fjárfestar. Ekki hefur
það gengið eftir að öllu leyti en
það getur breyst því áfram er
hægt að skila inn tilboðum.
Má velta því fyrir sér hvað
dregur úr áhuganum. Núverandi
rekstraraðili að siglingunum á
lóninu hefur samning um leigu á
aðstöðunni til næstu átta ára.
Stór hluti jarðarinnar Fells er
þjóðlenda og aðeins lítill hluti
lónsins tilheyrir jörðinni. Hinn
bakkinn er þjóðlenda og í eigu
ríkisins. Þar gæti sveitarfélagið
eða ríkið auglýst aðstöðu í sam-
keppni við lóðina í landi Fells. Þá
má geta þess að í samþykktu
deiliskipulagi er aðeins gert ráð
fyrir uppbyggingu aðstöðu til
móttöku ferðamanna og sigl-
ingum, en ekki hótelrekstri. Upp-
bygging hótels var í upphaf-
legum tillögum en ákveðið var að
fella þær út og vísa þeim heim á
bæina í nágrenninu. Deiliskipu-
lagi má að vísu breyta en þetta
skapar óvissu fyrir fjárfesta.
Ekki gert ráð
fyrir hóteli
KVAÐIR Á JÖRÐINNI