Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 13
Tónlist Arnheiður Eiríksdóttir, Ingileif Bryndís Þórsdóttir og Jóna G. Kolbrúnardóttir eru búsettar í Austurríki og
Þýskalandi þar sem þær stunda nám og starfa í tónlist. Þær halda tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á morgun.
óskum og Arnheiður komst inn í
grunnnám í klassískum söng.
Úr óperunni á Hróaskeldu
Söngörlögin gripu hins vegar
inn í stuttu seinna þegar Graduale
Nobili kórnum, sem hafði nýverið
unnið með Björk að plötu hennar
Biophilia, bauðst að taka þátt í
tónleikaferðalagi um allan heim til
að fylgja plötunni eftir. Arnheiður
gat frestað náminu um eitt ár, og
nýtti tímann einnig til að læra
þýsku, sem hún segir að ekki hafi
veitt af. Tónleikaferðalagið fór
fram í nokkrum hlutum og sum-
arið 2012 ferðuðust vinkonurnar
um Evrópu og sungu á fjölmörg-
um tónlistarhátíðum. „Það sum-
arið vorum við herbergisfélagar
og kynntumst almennilega. Þetta
var auðvitað algjört ævintýri að
ferðast svona mikið og syngja,“
segir Arnheiður. Aðspurðar hvað
standi upp úr öllum þessum ferða-
lögum er Arnheiður fljót að nefna
þegar þær sungu á stóra sviðinu á
Hróarskeldu, og bætir svo við:
„En Marokkó var samt líka æð-
islegt.“ „Já og í Frakklandi voru
líka margir fallegir tónleikastaðir,
við sungum til dæmis í hringleika-
húsi sem er mjög eftirminnilegt,“
bætir Jóna við. Ljóst er að minn-
ingarnar eru fjölmargar úr þess-
um ferðalögum.
Sameinaðar á ný í Vín
Arnheiður hóf nám í Vín
haustið 2012 en Jóna hélt áfram
að syngja með Björk og stunda
söngnám á Íslandi milli ferðalaga.
„Ég bar svo mikla virðingu fyrir
skólanum að ég vildi ekki fresta
náminu frekar,“ segir Arnheiður.
Síðasta ferðalaginu með Björk
lauk ári seinna, haustið 2013.
Stuttu seinna lauk Jóna burtfar-
arprófi frá Söngskólanum í
Reykjavík, þar sem hún hafði
stundað nám undir leiðsögn Hörpu
Harðardóttur. Jóna vissi af Arn-
heiði í Vín og var spennt fyrir
náminu þar. „Ég fór í ferð í jan-
úar 2014 til Austurríkis og Þýska-
lands þar sem ég heimsótti skóla
og söng fyrir kennara og leist
mjög vel á Vín. Þar var líka fyrsta
inntökuprófið mitt, í maí 2014, og
ég komst inn.“ Grunnnámið er
fjögur ár og er Jóna að hefja sitt
þriðja ár í haust. Arnheiður lauk
BA-námi í vor og stefnir á meist-
aranám í haust við sama skóla.
„Meistaranámið einkennist af
mörgum óperuuppfærslum og að
safna sviðsreynslu. Markmiðið er
að komast inn í stóru óperuhúsin
og næla sér í fasta vinnu við það
sem maður hefur lært. Að koma
sér úr því að vera nemandi í að
verða listamaður,“ segir Arnheið-
ur. Jóna ætlar að klára grunn-
námið og segir framtíðina verða
að leiða í ljós hvað gerist svo. „Ég
er alveg opin fyrir því að fara til
Þýskalands í meistaranám til
dæmis.“
Ljóðaveisla í Þjóð-
menningarhúsinu
Vinkonurnar eru afar ánægð-
ar í Tónlistarháskólanum í Vín, en
skólinn er leiðandi á sviði tónlist-
armenntunar í heiminum og er í
öðru sæti á eftir Juilliard-
háskólanum yfir bestu listaháskóla
í heiminum. Í skólanum eru yfir
3.000 nemendur frá rúmlega 70
löndum. Námið er blanda af bók-
legu og verklegu og hafa Jóna og
Arnheiður til dæmis tekið áfanga í
hinum ýmsum tungumálum og
framburði, til dæmis rússneskum,
ásamt tónlistarsögu, leiklist og
hljómfræði.
Jóna og Arnheiður eru nú
staddar á Íslandi í sumarfríi og
langaði að nýta tækifærið til að
halda tónleika saman á Íslandi.
Tónleikarnir verða haldnir í Þjóð-
menningarhúsinu á morgun,
fimmtudag, og hefjast klukkan 20.
Á efnisskránni eru ljóð eftir
Strauss og ljóðaflokkar eftir
Brahms og Schumann. „Okkur
langar að sýna aðeins hvað við er-
um búnar að vera að læra,“ segir
Arnheiður. „Við erum báðar búnar
að vera að vinna að ljóðaflokkum
og ákváðum því að halda saman
ljóðatónleika þar sem við syngjum
sitt hvorn flokkinn,“ segir Jóna.
Stelpurnar ætla einnig að syngja
eitthvað saman, en efni dúettsins
mun koma betur í ljós á tónleik-
unum sjálfum, annað kvöld. Ingi-
leif Bryndís Þórsdóttir kemur
fram á tónleikunum með Arnheiði
og Jónu, en hún er með meist-
arapróf í píanóleik frá Tónlist-
arháskólanum í Freiburg. „Hún er
líka með bakgrunn í söng og það
er því frábært að syngja með
henni þar sem hún skilur söngv-
arann svo vel,“ segir Arnheiður.
Ljóðaflokkar eru í sérstöku
uppáhaldi bæði hjá Jónu og Arn-
heiði. Jóna mun flytja Frauenliebe
und -leben eftir Schumann. „Það
virðist vera þannig að allir sem
syngja þennan ljóðaflokk verða
ástfangnir af honum. Hann er að
vísu umdeildur þar sem má lesa
úr honum að eini tilgangur kvenna
sé að eignast mann og börn. En
svo eru tilfinningar þarna sem
maður kannast svo vel við,“ segir
Jóna.
Arnheiður ætlar að flytja
Zigeunerlieder eða Sígaunaljóð
eftir Brahms. „Flokkarnir eru
skemmtilegar andstæður þar sem
sígaunaljóðin eru samansafn af
lögum úr öllum áttum, önnur eru
kraftmikil og jafnvel æst en önnur
mun innilegri,“ segir hún.
Tónleikarnir fara fram í Þjóð-
menningarhúsinu, fimmtudaginn
11. ágúst, og hefjast klukkan 20.
Allir eru velkomnir og hlakka
þessar söngelsku vinkonur til að
sjá sem flesta annað kvöld.
Ljósmynd/Katrín Helena Jónsdóttir
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Mercedes-Benz B-Class
Þægindi og öryggi í fyrirrúmi
Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hærra en í flestum fólksbílum sem
auðveldar aðgengi og bætir yfirsýn. Lágur mengunarstuðull tryggir
lægri bifreiðagjöld og um leið frábært verð fyrir bifreið í þessum
gæðaflokki og sparneytnin heldur rekstrarkostnaðinum í lágmarki.
Þessi vinsæli bíll er framhjóladrifinn og er einnig fáanlegur með
4MATIC fjórhjóladrifi. Hann fæst sjálfskiptur eða beinskiptur og er í
boði með bensín-, dísil- og metanvélum.
B 160 með 7 þrepa sjálfskiptingu
Verð frá 4.760.000 kr.
Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri