Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 ✝ Guðrún LiljaFriðjónsdóttir fæddist á Akranesi 23. september 1925. Hún lést 3. ágúst 2016 á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Friðjón Runólfsson, versl- unarmaður, f. 8. september 1896, og Helga Jónsdóttir, húsfreyja, f. 1. októ- ber 1901. Guðrún Lilja var yngri tveggja systkina en bróð- ir hennar var Edvard, f. 15. september 1922. 1961, maki Margrét Sigurjóns- dóttir. Barnabörnin urðu átta og barnabarnabörnin tvö. Guðrún Lilja ólst upp á Akranesi og bjó lengst af á Vesturgötu 65 og síðar að Furugrund 16 áður en þau hjónin fluttust til Reykjavíkur. Hún byrjaði snemma að vinna við afgreiðslustörf og fleira, vann við þrif og aðstoðaði pabba sinn við ýmis viðvik í glerslípun hans á baklóðinni við heimilið. . Tvítug að aldri brá hún sér til Reykjavíkur og nam við Húsmæðraskóla Reykjavíkur í einn vetur. Þar eignaðist hún góðar vinkonur og entist vinátta þeirra alla tíð. Síðustu mánuði lífsins bjó Guð- rún Lilja á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Guðrún Lilja verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, 10. ágúst 2016, klukkan 13. Guðrún Lilja giftist Viðari Dan- íelssyni, múr- arameistara, 21. júní 1947. Hann fæddist 3. júní 1925 og lést 21. júlí 1992. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Helgu, f. 19. febrúar 1949, 2) Daníel, f. 23. nóv- ember 1951, maki Margrét Magnúsdóttir, 3)Viðar, f. 21. mars 1956, maki Anna El- ísabet Ólafsdóttir, 4) Lilja, f. 31. maí 1957, d. 7. mars 2007, maki Roger Verbrugghe, d. 2009, 5) Friðjón Már, f. 27. júlí Mamma fór í ferðina löngu að kvöldi fallegs miðvikudags, 3. ágúst. Þetta verða aldrei nema fá- tækleg orð sem lýsa því tak- markað hversu mikið við mun- um sakna yndislegrar konu sem var svo traustur vinur. Við vor- um fimm systkinin en þar sem ég var yngstur og hafði mögu- leika á að vera í framhaldsskóla heima þá átti ég fleiri gæða- stundir með mömmu og pabba heldur en systkini mín. Það var hægt að segja henni stór og smá leyndarmál án þess að það færi lengra. Hún hafði einnig einstakt lag á því að setja sig inn í áhugamál barnanna sinna og ekki síður barna- barnanna, eftir að þau fæddust. Það er líklega þessi tími, sem ég átti aukalega sem leiddi til þess að við stóðum alltaf þétt saman. Ég var stundum kallaður ein- birnið af hinum systkinunum, þar sem ég fékk eitt og annað sem hinir fengu ekki. Ég fékk t.d. skellinöðru þegar ég var 15 ára og stálumst við til að tví- menna á hana þegar pabbi var í vinnunni á bílnum og það fannst henni ekki leiðinlegt. Eins og segir hér á undan, var hún sér- staklega dugleg að setja sig inn í áhugamál allra. Ef eitthvert barnabarnið fór á reiðnámskeið þá var hægt að plata hana á hestbak, ef einhver æfði fimleika eða jazzdans þá missti hún helst ekki af sýningum. Mamma var fyrirmynd okkar í að takast á við erfiðleika. Ég held því fram að jafnaðargeð og æðruleysi hafi komið henni í gegnum tvær hjartaaðgerðir og mjaðmaskipti en það erfiðasta sem hún þurfti að ganga í gegn- um fyrir utan það að missa pabba var að þurfa að kveðja Lilju systur fyrir aldur fram. Þær voru mjög góðar vinkonur og þrátt fyrir að dveljast lang- dvölum í útlöndum þá heyrðust þær nánast á hverjum degi. Mamma var fréttaveitan okkar, öll systkinin höfðu samband við hana eða hún við þau ef það leið of langt á milli símtala eða hitt- ings. Hin síðari ár treysti hún mest á aðstoð frá Helgu systur en þær voru miklir félagar og fóru margt saman. Á sumrin fóru þær oft með okkur í sum- arbústað þar sem krakkarnir gátu fengið hana til að spila og leika með sér eins og hún væri unglingur. Mamma naut þess mest að vera með sínum nán- ustu og því þótti mér það ólýs- anlega gleðilegt að hún skyldi geta komið í afmælið mitt ein- ungis viku áður en hún kvaddi en þá hafði hún ekki getað farið út úr húsi frá því um páskana þegar hún kom til okkar í heim- sókn. Flestir í fjölskyldunum voru þá saman komnir og má líta á það sem nokkurs konar kveðjustund fyrir okkur. Því miður var mamma undir það síðasta orðin það veik og lasburða að það var erfiðara en tárum tekur að horfa upp á hana þannig og því verð ég að segja að ég er feginn fyrir henn- ar hönd að hún fór í sína hinstu för fyrr en seinna. Mig langar í lokin að þakka Helgu systur fyr- ir allan þann tíma sem hún gaf henni í heimsóknum og miklum félagsskap á undanförnum mán- uðum. Þetta var ómetanlegt fyr- ir mömmu í öllum þeim breyt- ingum og róti frá því að hún fer frá því að búa ein síðastliðið haust yfir í það að verða hjálp- arþurfi allan sólarhringinn, und- ir það síðasta. Takk fyrir allt, mamma. Þú ert mín fyrirmynd. Þinn sonur, Friðjón Már. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Kiljan Laxness.) Minningabrot hrannast upp við andlát elskulegrar tengda- móður minnar, Guðrúnar Lilju eða Gunnu, eins og ég nefndi hana ávallt. Við hittumst fyrst að Vesturgötu 65 á Akranesi veturinn 1974, en fyrr um haust- ið hafði ég kynnst Daníel, elsta syni hennar. Þetta var jafnframt fyrsta sjóferð mín með Akra- borginni. Móttökurnar voru höfðinglegar og unga vesturbæj- arsnótin var hálf feimin fyrst í stað. En feimnin hvarf þó fljótt því Gunna gerði sér far um að bjóða mig svo innilega vel- komna. Þannig var hún alltaf, fagnaði gestum og bar þeim veitingar, kaffi, kvöldmat og kvöldkaffi áður en lagt var af stað aftur heimleiðis. Gunna var afbragðs húsmóðir og mér er sérlega minnisstætt er hún var eitt sinn að baka pönnukökur, ekki á einni pönnu, eins og flestar jafnöldrur mínar, heldur á hvorki fleiri né færri en þremur pönnum samtímis. Þetta gerði hún fumlaust og þótti mér hrein snilld. Hún bakaði auk þess tertur og brauð og að sjálf- sögðu smákökur fyrir jól. Allt var gert frá grunni, enginn pakkamatur kom þar við sögu. Samband Gunnu og Viðars tengdapabba var einstaklega fal- legt og í sameiningu bjuggu þau sér og börnunum gott og traust heimili, með áherslu á hlýju með staðfestu í uppeldi barnanna sem duga skyldi þeim í lífinu. Það er ekki sjálfgefið nú til dags að ná níræðisaldri án áfalla. Gunna þurfti að sjá á eft- ir ýmsum ættingjum og vinum langt um aldur fram. Tengda- pabbi lést árið 1992 eftir erfiða en stutta sjúkdómslegu. Hún lét þó ekki bugast, ætlaði m.a. að halda áfram að æfa sig í að aka bíl sjálf í borgarumferðinni, en þangað til hafði hún einkum ver- ið í farþegasætinu hjá Viðari. Mikil sorg dundi á fjölskyld- unni þegar Ingvar, sonur okkar Daníels, varð bráðkvaddur árið 2004, aðeins tvítugur að aldri, en þau höfðu alla tíð verið mjög hænd hvort að öðru. Aftur knúði sorgin dyra af miklu afli þegar Lilja, yngri dóttir Gunnu, lést eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Sjálf þurfti Gunna að fara í hjarta- og mjaðmaaðgerðir ásamt fleiru en alltaf kom hún frá þessum hremmingum með jafnaðargeði og bjartsýni að leiðarljósi. Aldrei kvartaði hún, það var ekki hennar stíll. En gleðistundir hennar voru marg- ar. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og fagnaði sérhverj- um nýjum fjölskyldumeðlim allt frá því að Hjalti sonur minn og jafnframt fyrsta barnabarnið hennar fæddist alveg þar til yngra langömmubarnið kom í heiminn. Skemmtilegastar þóttu henni stundir með fjölskyldunni og þá var sama hvort farið var til barna og fjölskyldna þeirra í útlöndum, skroppið í heimsóknir í sumarbústaði á Íslandi eða í heimahús. Þar sem hennar fólk var leið henni vel. Gunna var al- veg einstök mamma, amma og tengdamamma. Nú þegar leiðir skiljast er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið um áratuga skeið með elskulegri tengdamóður minni. Megi minningin um hana ylja okkur eftirlifendum um hjarta- rætur og verða okkur vegvísir um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Margrét Magnúsdóttir. Við systkinin viljum minnast ömmu okkar í nokkrum orðum. Hún var eina amma okkar og var hún eins og margar ömmur til samans. Hún var svo góð við okkur, studdi okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgdist svo vel með því sem við vorum að gera. Hún kom á tón- leika þar sem við spiluðum og á sýningar sem við tókum þátt í. Hún bjó til svo hlýtt og notalegt umhverfi fyrir okkur til að koma í og við gátum sagt henni allt. Hún kenndi okkur að prjóna, spila, baka pönnukökur og hjá henni áttum við margar góðar stundir sem gott er að geyma í hjörtum okkar. Hún var alltaf til í allt og við náðum stundum að plata hana í að bralla eitthvað með okkur. Hún var einu sinni prestur í skírn hjá dúkkunum okkar, faldi sig í skáp í feluleik og fór í körfubolta með okkur þrátt fyrir að vera nýbúin í mjaðmaskiptaaðgerð. Við eigum ömmu okkar svo margt að þakka og söknum hennar sárt. Við vonum að ömmu líði betur núna og að hún sé glöð að hafa hitt Viðar afa, Ingvar frænda og Lilju frænku á ný. Guðrún Lilja, Sunna Björg og Viðar Már. Góð sál hefur lokið sinni löngu dvöl hér á jörðu. Svona löng og viðburðarík ævi, full af hjartahlýju, skilur eftir sig heil- an hafsjó af minningum meðal þeirra sem fengu að vera sam- ferðamenn einhvern hluta leið- arinnar. Af þessum ótal augna- blikum var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að nokkur þeirra hlotnuðust mér. Það er til marks um áhrif þeirra, um gleðina og væntumþykjuna sem geislar enn af þeim, að fullorðinn maður í sínum fullorðna heimi er enn, ef að er gáð, sami litli ömmustrák- urinn inn við beinið. Guðrún Lilja Friðjónsdóttir eða amma Gunna, eins og ég fékk að titla hana, bjó yfir einu mesta æðruleysi, jákvæðni, húmor, og þögulli, rólegri þraut- seigju sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Munkar í fjarlægum musterum hefðu getað gert sér pílagrímsferðir til Íslands í þeim tilgangi einum að læra af henni núvitund. Þessi gildi eru ofin í tímalínu minninga minna um okkur tvö. Ég er smástrákur sendur í búð- arferðir eftir Sinalco sem mér er svo boðið þegar ég kem aftur til ömmu, en þegar barnshausinn minn fattar loks að Sinalcoið var bara keypt handa mér og ég impra kindarlega á að mér finn- ist það eiginlega bara ekki svo gott, er ömmu slétt sama um peningaeyðsluna og mun hlæja að þessu næstu áratugi. Ég sit kraumandi inni í rigningunni, of- urklár skólakrakki að eigin mati sem tapaði samt skák við afa á örskotsstundu, en mér tekst fyr- ir stórmerkilega og óútskýran- lega heppni að vinna ömmu í Ól- sen Ólsen hvað eftir annað, sama hversu mörg spil við þurf- um að taka til að hætti að sjóða á mér. (Þessi heppni átti síðar eftir að gufa upp, því ég vann ekki eitt einasta spil við ömmu eftir að ég komst á unglingsárin, sama hversu mikið og oft ég reyndi.) Ég hef ekki enn tekið bílprófið en fæ skilyrðislaust skutl bæjarendanna á milli – amma og afi fluttust í Reykja- víkurtraffíkina, og svo varð amma ein, og hún ákvað að hún ætlaði þá einfaldlega að keyra sjálf – og hún bendir hlæjandi á hvað hún fer alltaf nákvæmlega sömu leiðirnar á áfangastað, meðan ég sit í farþegasætinu og hlæ með, langskólagenginn en kann ekki muninn á bremsu og bensíngjöf. Ég sit einn heima í bókahorninu, eiginkonan og barnið ekki komin heim, og er í símanum við ömmu, sem er hætt að keyra og lýsir aðgerðum á mjöðmum og augum eins og það væru búðarferðir eftir Si- nalco, en sami eiturskarpi hug- urinn sem spilaði Ólsen Ólsen vill frekar spyrja mig í þaula um líf og heilsu okkar fjölskyldunn- ar. Ég sæki enn í bókahornið á þöglum stundum, eins og nú, þegar ég skrifa þetta og hugsa um svo margt, svo óskaplega margt. Á bak við mig, í efstu hillu, þar sem dýrmætustu bæk- urnar eru til sýnis, standa nokkrar sem ég las í ömmu- húsum er ég var barn – og les enn, því bækur mótuðu mig og þessar stóðu öllum framar. Þetta eru þjóðsögur Jóns Árna- sonar, innbundnar. Þær eru um aðra heima, um líf og veröld sem teygir anga sína langt út fyrir okkur sjálf eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þær standa þarna, alltaf, tilbún- ar að gefa af sér orð og birtu og gleði hvenær sem ég bið. Amma gaf mér þær. Hjalti Daníelsson og fjölskylda. Guðrún Lilja Friðjónsdóttir Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUÐMUNDSSON, Asparfelli 6, Reykjavík, sem lést 1. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. ágúst klukkan 13. . Guðrún Þórunn Gísladóttir, Ingiberg Magnússon, Vésteinn, Ólafur og Magnús Gísli Ingibergssynir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og barnabarnabörn. Okkar kæri BJARNI VILMUNDARSON, Mófellsstöðum, Skorradal, sem lést 1. ágúst, verður jarðsunginn í Reykholtskirkju föstudaginn 12. ágúst klukkan 14. . Karólína Sif Ísleifsdóttir, Kristján Ottó Hreiðarsson og aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, systur og móður okkar, ÁSTRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR, Mörkinni, Suðurlandsbraut 60, Reykjavík. . Helgi Ó. Björnsson, Esther A. Jóhannsdóttir, Björn Helgason, Sigrún Helgadóttir, Anna Helgadóttir, Jóhann Helgason. Elsku hjartans mamma okkar, tengda- mamma, amma og langamma, ARNDÍS ODDFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, (Addý), hárgreiðslumeistari, Eyjabakka 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. ágúst klukkan 15. . Ingunn Björgvinsdóttir, Guðrún V. Björgvinsdóttir, Jökull H. Úlfsson, Björgvin Arnar Björgvinsson, Guðrún Sverrisdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, GARÐAR STEFÁNSSON fyrrum flugumferðarstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, mánudaginn 25. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Erna Kristín Elíasdóttir, Erna Gréta Garðarsdóttir, Erna Kristín Ernudóttir, Björn Bragi Bragason, Garðar Axel Torfason og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.