Morgunblaðið - 10.08.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi
mun opna bjórheilsulind á fyrstu
mánuðum næsta árs, en jarðvegs-
skipti og vinna við grunn nýs húss
undir starfsemina eru þegar hafin og
mun það rísa í október.
„Síðan munum við vinna í húsinu í
um það bil þrjá mánuði og ætlum
okkur að opna heilsulindina í kjölfar-
ið,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Kalda.
Í bjórheilsulindinni verða sjö bjór-
kör þar sem gestirnir baða sig og
einnig veitingastaður og slök-
unarherbergi. „Einstaklingar geta
farið ofan í eða pör saman. Síðan ligg-
ur fólk í þessu í 25 mínútur og fer síð-
an í slökun í 25 mínútur. Svo verðum
við líka með útipotta,“ segir Agnes,
en þeir munu rúma fleiri en tvo.
„Þetta er ótrúlega gott fyrir húð og
hár. Við notum mjög ungan bjór sem
búið er að brugga, með það í huga að
það sé nóg ger í honum. Gerið er mik-
ið töfralyf í þessu. Síðan er notað ger
aukalega,“ segir hún.
Aðspurð hvort mikill kostnaður
fylgi því að fylla körin af bjór, segir
hún að bjórinn í körin sé ódýrari en
sá sem fari í flöskurnar. „Við borgum
ekki áfengisgjöld af bjórnum sem fer
í kerin. Áfengisgjöldin falla bara á
þann bjór sem er drukkinn, þannig
þetta verður mun ódýrari bjór,“ segir
Agnes.
Heimsóknum erlendra ferðamanna
í verksmiðju Kalda hefur fjölgað
nokkuð síðustu misseri. Að sögn
Agnesar er mikill áhugi á því að
heimsækja íslenskar verksmiðjur.
Bjórheilsulind að ári
Bjórkör Alls verða sett upp 7
tveggja manna kör og pottar úti við.
Bruggsmiðja
færir út kvíarnar
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Um 295.000 ökutæki fóru um Hval-
fjarðargöng í júlímánuði síðastliðn-
um eða 9% fleiri en í júlí 2015. Þetta
er mesta umferð í einum mánuði frá
því göngin voru opnuð fyrir umferð
sumarið 1998, að því er fram kemur
á heimasíðu Spalar. Gamla metið var
einmitt frá júlí í fyrra eða tæplega
270 þúsund ökutæki.
Umferð hefur aukist í öllum mán-
uðum það sem af er ári og í sumum
tilvikum mjög mikið. Í heildina tekið
er umferð í göngunum 15,4% meiri
frá janúar til júlí en fyrstu sjö mán-
uði ársins 2015.
182 þúsund fleiri ökutæki
Fyrstu sjö mánuði þessa árs fóru
1.361.473 ökutæki um Hvalfjarðar-
göng en 1.179.555 ökutæki sömu
mánuði í fyrra. Er aukningin um 182
þúsund ökutæki.
Umferðaraukningin í Hvalfjarðar-
göngum er í takt við aukna umferð á
hringveginum á þessu ári. Umferðin
í nýliðnum júlí var sú mesta sem
mælst hefur, í nokkrum mánuði, frá
upphafi. Alls fóru tæplega 101 þús-
und ökutæki á dag um 16 lykilsnið
Vegagerðarinnar á hringvegi, segir í
frétt á vef stofnunarinnar.
Umferðin jókst um tæp 10% í ný-
liðnum mánuði borið saman við
sama mánuð á síðasta ári. Frá ára-
mótum hefur umferðin aukist um
tæp 13% og sýna spár að umferðin
geti aukist um tæp 10% á þessu ári
miðað við síðasta ár, sem yrði þá
nýtt met í hlutfallslegum vexti yfir
heilt ár.
Umferðin á hringveginum jókst
um 9,5% milli júlímánaða, sem er
hlutfallslega mesta aukning í þess-
um mánuðum frá því að Vegagerðin
fót að taka saman umferðartölur ár-
ið 2005. Umferðin jókst á öllum
landssvæðum en mest jókst umferð-
in um mælisnið á Austurlandi eða
rúmlega 20%. Umferðin hefur aukist
um 12,7% frá áramótum miðað við
sama tímabil á síðasta ári. Aldrei
hefur umferðin bæði aukist jafn
mikið og mælst jafn mikil, miðað við
árstíma.
Umferðin hefur aukist alla viku-
daga en mest á sunnudögum eða
15,6%. Það sem af er ári eru flest
ökutæki á ferðinni á föstudögum en
fæst á þriðjudögum.
Met gæti fallið í árslok
„Þegar tekið er mið af hegðun um-
ferðar á hringvegi eftir mánuðum
eru miklar líkur á að heildarumferð-
in fyrir árið 2016 geti aukist um 9-
10% miðað við síðasta ár. Hlutfalls-
lega mesta aukning, sem mælst hef-
ur fyrir mælisniðin 16 fram til þess á
milli ára, er 6,8%. Sú aukning átti
sér stað á milli áranna 2006 og 2007.
Staðan er því þannig nú að talsverð-
ar líkur eru á því að enn eitt metið
muni falla í árslok,“ segir á vef
Vegagerðarinnar.
Þessa auknu umferð má að hluta
skýra með fjölgun erlendra ferða-
manna. Nú eru skráðir hér á landi
21.500 bílaleigubílar en þeir voru
17.500 í upphafi árs 2015.
Júlí metmánuður í umferðinni
Mikil aukning umferðar bæði á hringvegi og í Hvalfjarðargöngum Júlí er stærsti mánuður í 18 ára
sögu ganganna 295.000 ökutæki fóru um göngin Aukningin á Austurlandi var rúmlega 20%
Met á met ofan
» Umferðin á hringveginum
jókst um 9,5% milli júlímánaða.
» Umferð ökutækja um Hval-
fjarðargöng jókst um 9% milli
sömu mánaða.
» Stefnir í metumferð á þessu
ári, bæði á hringvegi og í göng-
unum.
Morgunblaðið/Eggert
Bíll við bíl Algeng sjón á vegum landsins í sumar. Langar raðir hafa myndast, aðallega í þungri helgarumferð.
Í athugasemdunum Bandalags há-
skólamanna við frumvarp til laga um
námslán og námsstyrki er m.a. bent á
að ef hætt verður að tekjutengja endur-
greiðslu námslána, eins og lagt er til í
frumvarpinu, hafi það í för með sér
grundvallarbreytingu á eðli námslána-
kerfisins. BHM hvetur til þess að unnið
sé til að tryggja að greiðslubyrði náms-
lána verði áfram sanngjörn líkt og í nú-
verandi kerfi, en bandalagið hefur sent
menntamálaráðuneytinu athugasemdir
við frumvarpið.
Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmað-
ur mennta- og menningarmálaráð-
herra, svaraði umsögn BHM í viðtali
við mbl.is í gær. Hann segir að mik-
ilvægt sé að halda því til haga í sam-
hengi við umsögnina að það er verið að
taka upp svipað endurgreiðslufyrir-
komulag og þekkist á hinum norður-
löndunum. „Það skiptir líka miklu máli
að greiðslubyrði 85% þeirra sem taka
lán hjá sjóðnum kemur til með að hald-
ast óbreytt eða lækka,“ segir Jóhannes.
Í tilkynningu lýsir BHM einnig
þungum áhyggjum af greiðslubyrði
lántakenda í yngsta aldurshópnum,
sem og þeirra sem tilheyra láglauna-
stéttum háskólamenntaðra og hópum
sem standa félagslega veikt að vígi. Þá
er áréttuð gagnrýni sem BHM hefur
áður sett fram á það fyrirkomulag að
lánsfjárhæðir fari eftir félagslegri
stöðu fólks. Bent er á að vegna þessa
skuldi fjölskyldufólk og einstæðir for-
eldrar almennt meiri námslán að
loknu námi en þeir sem einir eru.
Verði hætt að tengja afborganir við
tekjur, líkt og boðað er í frumvarpinu,
verði greiðslubyrði barnafólks þyngri
en barnlausra. BHM gerir alvarlegar
athugasemdir við þetta.
Í svari sínu segir Jóhannes að ætl-
unin með frumvarpinu sé fyrst og
fremst að tryggja öllum fulla fram-
færslu sem er ekki í núverandi kerfi,
að gera námsstyrkina gagnsæja og
sýnilega og að tryggja jafna dreifingu
á styrkjum til námsmanna.
„Í núverandi kerfi er mjög ójafnt
gefið. Það eru litlir hópar námsmanna
sem hafa þegið hundruð milljóna í rík-
isstyrki á meðan stærstur hluti náms-
manna hefur þurft að borga megnið af
lánunum sínum til baka að fullu. Þar
að auki þekkist það að lántakendur séu
enn að borga af námslánunum eftir að
þeir hætta að vinna, sem er auðvitað
ekki æskilegt,“ segir Jóhannes.
Samkvæmt frumvarpinu munu
námsmenn, sem uppfylla tilteknar
kröfur um námsframvindu, eiga rétt á
námsstyrkjum óháð félagslegri stöðu.
Útvistun óbreytt
Enn fremur gerir BHM athuga-
semd við þau áform, sem felast í frum-
varpinu, að heimila stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna (LÍN) að út-
vista daglegum rekstri sjóðsins. Að
mati bandalagsins verður ekki séð að
þörf sé á því að færa afgreiðslu náms-
lána til einkafyrirtækja. Jóhannes seg-
ir að ákvæðið sé svo til óbreytt frá
árinu 1961. Ekki sé um neina raun-
verulega breytingu að ræða í þessum
efnum.
Ósammála um sanngirni
greiðslubyrðar námslána
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein
fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki
í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í
kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz
því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara
strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og
finna fyrir þessari sandtilfinningu.
Erla Óskarsdóttir
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari
SÆLKERA
SÚRDEIGSBRAUÐ
bökuð eftir aldagömlum hefðum
SÍÐDEGISBAKSTUR
Um kl. 15 alla virka daga
tökum við nýbökuð
súrdeigsbrauð úr
ofninum, fást einungis
í Iðnbúð 2
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari
.is
Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins,
tilkynnti í gær-
kvöldi að hún
sæktist eftir 2.
sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðurkjördæmi í
komandi próf-
kjöri. Í tilkynn-
ingu segist hún hafa notið þess
heiðurs undanfarin sjö ár að vera
fulltrúi Suðurkjördæmis á Alþingi
„og sækist eftir að fá umboð frá
flokkssystkinum mínum til þess að
halda áfram því starfi sem ég hef
sinnt og óska eftir endurnýjuðu
kjöri í 2. sæti á lista flokksins fyrir
komandi kosningar. Ég hef gefið
alla mína krafta í starf mitt sem al-
þingismaður og vonast til þess að fá
tækifæri til þess að vinna áfram að
þeim mikilvægu málefnum sem
brenna á íbúum svæðisins“.
Sækist eftir 2. sæti
Unnur Brá
Konráðsdóttir