Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
N
ýbýlavegur8.-200
Kópavogur-S:527
1717
-
dom
usnova@
dom
usnova.is
-w
w
w
.dom
usnova.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf.
Sólin hefur skinið glatt í höfuðborg-
inni undanfarna daga og sólarlagið
verið einstaklega fallegt eins og
þessi mynd ber með sér. Myndin er
tekin í Grafarvoginum í átt að Snæ-
fellsnesinu.
En engin sólarmet hafa fallið í
mánuðinum, að því er Trausti Jóns-
son veðurfræðingur upplýsir blaðið.
Sólskinsstundirnar í Reykjavík
fyrstu átta daga mánaðarins eru nú
orðnar 84,1. Þær hafa fimm sinnum
verið fleiri sömu daga (frá 1923),
flestar 1929 – þá voru þær orðnar
113,0. „Dagarnir átta nú eru hins
vegar þeir næstköldustu bræðra
sinna á þessari öld, 11,1 stig,
nokkru kaldara var 2013, 10,3 stig,
hlýjast aftur á móti 2003, 13,7 stig.
Sé litið á lengri tíma – aftur til 1872
finnum við hins vegar 72 kaldari
sömu daga í Reykjavík – ágúst hef-
ur verið sérlega hlýr á þessari öld,“
segir Trausti.
Lítil sól er í veðurkortunum
næstu daga. Spáð er austlægum
áttum með súld og rigningu á köfl-
um. En veðrið verður milt.
sisi@mbl.is
Engin sól-
armet hafa
fallið í ágúst
Ljósmynd/Ársæll Guðmundsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík-
urborgar, segist telja mikilvægast
hvað varðar varð-
veislu grásleppu-
skúranna við
Grímsstaðavör,
að halda þeim við
og koma í veg fyr-
ir að þeir hrynji
eða fjúki út í veð-
ur og vind, og
fyrirbyggja að
mönnum stafi
hætta af þeim.
Hjálmar segir
að fyrir nokkrum árum hafi verið
ráðist í átak á vegum borgarinnar,
þar sem svæðið umhverfis skúrana
var hreinsað og þeir styrktir. Vel
megi vera að nú sé kominn tími á
slíkt viðhald að nýju.
„Í fyrra, þegar mikið óveður
gerði, fóru starfsmenn Borgarsögu-
safns og björgunarsveitir á vett-
vang, lokuðu gluggum sem höfðu
brotnað og styrktu skúrana, en síð-
an hefur ekkert verið gert,“ sagði
Hjálmar í samtali við Morgunblaðið
í gær.
„Það komu tillögur um hvernig
ætti að viðhalda og endurgera svæð-
ið frá ágætum arkitekt fyrir nokkr-
um árum, en okkur sem vorum þá í
umhverfis- og skipulagsráði, fannst
þær of umfangsmiklar og of mikið
inngrip í þessa mjög svo sérstöku
byggð. Þannig að þessar tillögur,
eins ágætar og þær voru, fengu ekki
brautargengi,“ sagði Hjálmar.
Frumstæð mannvirki
Hann segir að þegar um svona
frumstæð mannvirki sé að ræða, eins
og grásleppuskúrana, þá sé áhuga-
vert að velta fyrir sér hvernig við-
hald á mannvirkjunum eigi að vera.
„Þetta er í rauninni ekki annað en
trégrindur, sem bárujárnsplötur
voru negldar utan á. Þetta snýst um
að halda skúrunum þannig, svo þeir
séu í sem upprunalegastri mynd
sinni, eins og í rauninni hefur verið
gert, með því að styrkja bita, og
skipta út bárujárnsplötum, þegar
þær gefa sig. Það voru settar nýjar
hurðir einhvern tíma og þessari
stefnu hefur bara verið fylgt.“
Hjálmar segir að það sé ekki alveg
einfalt að ákveða hvaða stefnu eigi að
taka hvað varðar varðveislu svona
menningarminja. „Aðalatriðið er að
þessir skúrar eru þarna enn þá og
þeim er haldið við,“ sagði Hjálmar.
Vill að skúrun-
um sé haldið við
Telur upprunalega mynd mikilvæga
Morgunblaðið/Júlíus
Ægisíða Grásleppuskúrarnir við
Grímsstaðavör eru hálfgerð ræskni.Hjálmar
Sveinsson
„Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra hefur fallist á að ger-
ast verndari herferðar Women in
Parliaments Global Forum – WIP
Leadership Campaign, en hug-
myndina að herferðinni má rekja til
HeForShe herferðar UN Women
þar sem forsætisráðherra er í hópi
10 þjóðarleiðtoga sem eru í farar-
broddi þess átaks,“ segir í tilkynn-
ingu frá forsætisráðuneytinu í gær.
Þar kemur fram að ríkisstjórnin
hafi samþykkt að veita fjórar millj-
ónir króna af ráðstöfunarfé sínu til
herferðar WIP.
Haft er eftir Sigurði Inga að
ánægjulegt sé að leitað hafi verið til
forsætisráðherra Íslands um að ger-
ast verndari herferðar WIP, en það
hafi komið til aðallega vegna forystu
Íslands á sviði jafnréttismála á
heimsvísu.
Herferð WIP felst einkum í því að
hvetja karlleiðtoga heims til þess að
beita sér fyrir aukinni þátttöku
kvenna í stjórnmálum og sem leið-
togar í stjórnmálum. Öllum karlkyns
forsetum og forsætisráðherrum hef-
ur verið sent bréf þar sem vakin er
athygli á málefninu.
Verður verndari herferðar WIP
Ríkisstjórnin veitir 4 milljónir til herferðarinnar
—með morgunkaffinu