Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 6

Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 majubud.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Framkvæmdir eru komnar nokkuð á veg við fyrirhugað Hafnartorg, en svo munu byggingarnar nefnast sem reisa á við hlið Tollhússins í Reykja- vík. Tæplega tuttugu manns eru nú við vinnu á reitnum og verður fjöld- inn þannig áfram í fyrstu skrefum uppsteypunnar. „Þegar mest verður býst ég við að fjöldinn fari vel yfir hundrað manns, þegar allt verður komið í fullan gang jafnt innan húss sem utan,“ segir Örn Tryggvi John- sen, verkefna- og rekstrarstjóri ÞG- Verks, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta verður gríðarlega stór vinnustaður og við erum þegar byrj- uð að búa okkur undir það.“ „Gríðarlegt byggingarmagn“ ÞG-Verk fer með framkvæmdir á svæðinu eftir að fyrirtækið keypti hluta Reykjavík Development ehf. í verkefninu í maí síðastliðnum. Segist Örn búast við því að örla fari á byggingum á reitnum þegar líða fer á veturinn. „Það eru fjórir til fimm mánuðir þangað til eitthvað fer að stingast upp úr holunni. Það tekur oft svolít- inn tíma að fara upp á fyrstu plötu en svo gengur þetta yfirleitt með miklum hraða eftir það.“ Samkvæmt upplýsingum frá ÞG- Verki verður á Hafnartorgi versl- unar- og skrifstofuhúsnæði, auk íbúða á efri hæðum fimm húsa af þeim sjö sem byggð verða. Heildarflatarmál bygginganna of- an jarðar mun nema 23.350 fermetr- um en Reginn hefur þegar fest kaup á átta þúsund þeirra, sem hýsa munu verslanir af ýmsum toga. Rúmlega 250 herbergja hótel Milli Tryggvagötu og Hafn- arstrætis er unnið af fullum krafti við byggingu nýs hótels og þá eru framkvæmdir einnig í fullum gangi á lóð Marriott Edition-hótelsins sem rísa á við hlið Hörpunnar, ásamt íbúðar- og verslunarhúsnæði. Í heild verða rúmlega 250 herbergi í hót- elinu auk 90 íbúða og verslana í þeim fimm byggingum sem verða reistar næst því. Undir bæði Hafnartorgi og hótelbyggingunum verður mikill bílastæðakjallari, að mestu leyti á einni hæð, sem samtengdur verður kjallaranum undir Hörpu. Aðspurður segir Örn að verklok á Hafnartorgi séu áætluð á nokkru tímabili á komandi árum. „Þetta er auðvitað gríðarlegt byggingarmagn og verkið mun því klárast á ein- hverju tímabili frá árslokum 2017 og líklega fram á 2019,“ segir Örn. Morgunblaðið/Ófeigur Framkvæmdir Mikil uppbygging er beggja vegna Tryggvagötu. Bygging nýs lúxushótels við Hafnarstræti 17-19 er í fullum gangi og þrengt að umferð. Grunnur lagður að glerhöllum  Örla fer á nýbyggingum við Hafnartorg um áramót  Verklok áætluð frá árslokum 2017 til 2019  Vel yfir hundrað manns munu starfa við byggingu sjö húsa á torginu  Grafið fyrir risahóteli Við Austurbakka Unnið er í djúpum grunni fyrirhugaðs lúxushótels.Hafnartorg Sjö hús munu brátt rísa upp úr grunninum við hlið Tollhússins. Undanfarin misseri hefur vinnuhóp- ur á vegum Lögmannafélags Íslands unnið að tillögum að heildarendur- skoðun lögmannalaga nr. 77/1998 og er sú vinna komin vel á veg, sam- kvæmt því sem fram kemur í bréfi stjórnar Lögmannafélagsins til fé- lagsmanna. Samkvæmt bréfinu er nauðsyn- legt að endurskoða lögin vegna breytinga sem gerðar hafa verið á dómstólalögum, þar sem millidóm- stigi er komið á laggirnar. Ljóst sé að gera þurfi breytingar á lög- mannalögum varðandi öflun réttinda fyrir hinu nýja dómstigi og eftir at- vikum skilyrðum réttindaöflunar fyrir Hæstarétti. „Í ljósi þess að innanríkisráðherra hyggst leggja fram breytingar á fjöl- mörgum lögum, þ.m.t. lögmannalög- um, nú á sumarþingi, hefur áhersla vinnuhópsins að undanförnu ein- skorðast við ákvæði er lúta að um- ræddri réttindaöflun,“ segir orðrétt í bréfinu. Fram kemur að tillögurnar feli í sér breytingar sem telja megi æski- legar í tengslum við stofnun Lands- réttar. Tillögurnar fela í sér breyt- ingar sem telja má æskilegar í tengslum við stofnun Landsréttar. Landsréttur tekur til starfa 1. jan- úar 2018. Með tillögunum sé leitast við að tryggja að gæði málflutnings aukist eftir því sem ofar dregur í réttar- kerfinu. Einnig felist í tillögunum að lög- mönnum sem stunda málflutning sé gert auðveldara fyrir að afla sér rétt- inda til málflutnings á æðri dómstig- um frá því sem verið hefur. Lög- mönnum sem stunda málflutning í nokkrum mæli hafi í núgildandi kerfi reynst erfitt að fá réttindi í Hæsta- rétti vegna lítils framboðs af próf- málum þar. Lagðar séu til breyting- ar sem leiði af sér að engin krafa verði um prófmál í Hæstarétti. Slík- ar kröfur verði aðeins gerðar í Landsrétti. Þar geti hins vegar öll mál, meira segja þau einföldustu, tal- ist prófmál. agnes@mbl.is Landsréttur kallar á breyt- ingar á lögmannalögum  Lögmannafélag Íslands kynnir tillögur að breytingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.