Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 17

Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Læknar á yfirráðasvæðum upp- reisnarmanna í borginni Aleppo í Sýrlandi hafa skorað á Barack Obama Bandaríkjaforseta að gera þegar í stað ráðstafanir til að bjarga hundruðum þúsunda íbúa borgar- innar sem eru í mikilli hættu vegna grimmilegra árása. Einn læknanna, Abu al-Baraa, segir að í mörgum tilvikum geti þeir ekki hjálpað sjúklingum vegna skorts á lyfjum og lækningatækjum. „Börn og sært fólk deyja í örmum okkar,“ hefur fréttaveitan AFP eftir honum. „Börn eru með skelfilegustu sárin sem við höfum séð… Við höfum neyðst til að horfa upp á börn deyja án þess að geta gert neitt til að hjálpa þeim vegna ástandsins.“ „Þurfum ekki tár“ Fimmtán af 35 læknum, sem starfa í Aleppo, sendu Obama bréf þar sem þeir skora á hann að gera þegar í stað ráðstafanir til að binda enda á neyðarástandið í Aleppo. Þeir segja að stjórn Obama hafi ekkert gert til að hjálpa íbúunum eða knýja fylkingarnar í stríðinu til að hlífa saklausu fólki. „Við þurfum ekki tár eða samúð eða jafnvel bænir, við þurfum aðgerðir. Sannaðu að þú sért vinur Sýrlendinga.“ Um 250.000 manns búa á yfirráða- svæði uppreisnarmanna í austur- hluta Aleppo og um 1,2 milljónir í vesturhlutanum sem er á valdi ein- ræðisstjórnarinnar í Sýrlandi. Stjórnarhernum tókst að einangra austurhlutann algerlega 17. júlí þeg- ar hann náði mikilvægum þjóðvegi á sitt vald. Uppreisnarmenn rufu um- sátrið á laugardaginn var og hafa sent vopn og liðsauka til borgarinnar síðustu daga til að undirbúa mikla orrustu sem gæti reynst sú mikil- vægasta í stríðinu til þessa. Talið er að baráttan um borgina verði löng og mannskæð. Tólf hreyfingar hafa barist saman í Sýrlandi, þeirra á meðal Fateh al- Sham, sem hefur tengst al-Qaeda, og íslamistahreyfingin Ahrar al-Sham. Talið er að þetta bandalag sé með alls 30.000 til 40.000 menn undir vopnum, þar af 10.000 í Aleppo-hér- aði. Á meðal liðsmanna bandalagsins eru þúsundir íslamista sem eru frá öðrum löndum. AFP hefur eftir Charles Lister, sérfræðingi í málefnum Sýrlands, að uppreisnarmennirnir í Aleppo beiti nú í fyrsta skipti bandarískum vopn- um sem til þessa hafi aðeins verið ætluð uppreisnarmönnum sem njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar í bar- áttunni við Ríki íslams, samtök ísl- amista. Skortur á nauðsynjum Stjórnarher Sýrlands hefur notið stuðnings rússneska hersins sem hefur gert loftárásir í landinu. Óstaðfestar fregnir herma að Rúss- ar hafi einnig sent unga málaliða á laun til Sýrlands, að sögn fréttasjón- varps Sky. Hermenn og sjálfboðalið- ar frá Íran, Írak og Hizbollah, sam- tökum sjíta í Líbanon, hafa einnig barist með stjórnarhernum í Sýr- landi. Varnarmálaráðuneytið í Rúss- landi sagði í fyrradag að gert yrði hlé á loftárásum á Aleppo í þrjár klukkustundir á dag, frá klukkan 10.00 til 13.00 að staðartíma, til að greiða fyrir neyðaraðstoð við íbúana. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að þetta væri alltof skammur tími til að koma nægum hjálpargögnum til borgarinnar, til þess þyrfti vopnahlé í að minnsta kosti tvo sólarhringa. Ástandið í Aleppo er skelfilegt. Ekkert rennandi vatn hefur verið þar síðustu daga og umsátrið olli miklum skorti á matvælum og öðrum nauðsynjum. Vestrænir stjórnarer- indrekar telja að stjórnarherinn í Sýrlandi og bandamenn hans hafi ákveðið að gera árásir á sjúkrahús á yfirráðasvæði uppreisnarmannanna í því skyni að hræða íbúana, knýja þá til að gefast upp eða flýja borgina, að sögn breska blaðsins The Guardian. Horfa upp á börn deyja  Læknar í Aleppo geta ekki hjálpað særðu fólki vegna skorts á lyfjum og tækjum  Umsátur olli mikilli neyð  Stefnir í langa og mannskæða baráttu um yfirráð Fylkingarnar í stríðinu hafa lagt mikla áherslu á að ná borginni á sitt vald Samtökin Ríki íslams Sveitir sýrlenskra stjórnarandstæðinga Uppreisnarmenn og íslamistar réðust inn í suðurhluta Aleppo 6. ágúst til að rjúfa umsátrið Stjórnarherinn hóf umsátur um austur- og norðurhluta Aleppo 17. júlí eftir að hafa náð mikilvægum þjóðvegi á sitt vald Stjórnarher Sýrlands Herlið Kúrda Barist um Aleppo Heimild: ISW/CarnegieMiddleEast/ConflictNews Alþjóða- flugvöllur Aleppo Yfirráðasvæði skv. síðustu fréttum Íbúar borgarinnar eru um 1,5 milljónir Aleppo Thomas de Mai- zière, innanríkis- ráðherra Þýska- lands, kynnti í gær nýjar til- lögur um aðgerð- ir í baráttunni gegn hryðju- verkastarfsemi og kvaðst m.a. vilja að Þjóð- verjar, sem væru með ríkisfang í tveimur löndum, yrðu sviptir ríkisborgararétti í Þýskalandi ef þeir gengju til liðs við hryðjuverkasamtök í öðrum löndum. Þýskir fjölmiðlar segja að mikil andstaða sé við þessa tillögu í Sósíal- demókrataflokknum sem er í stjórn með Kristilegum demókrötum. Francois Hollande, forseti Frakk- lands, hafði lagt til að Frakkar, sem dæmdir yrðu sekir um aðild að hryðjuverkum, yrðu sviptir þegn- rétti en hann féll frá þeirri tillögu vegna mikillar andstöðu við hana. Hafnar búrkubanni Um 820 manns hafa farið frá Þýskalandi til að berjast með sam- tökum íslamista í Sýrlandi og Írak. Um þriðjungur þeirra hefur snúið aftur til Þýskalands. Þýskir fjölmiðlar höfðu skýrt frá því að Maizière vildi að sett yrði bann við búrkum, hefðbundnum klæðnaði múslímakvenna, sem hylur allan líkamann nema augun, en innanríkisráðherrann kvaðst í gær hafa hafnað slíku banni. Verði sviptir þegnrétti Thomas de Maizière Ecco búðin, Kringlunni · Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind · Skóbúðin, Húsavík · Golfbúðin, Hafnarfirði · Golfskálinn, Reykjavík Skóbúðin, Keflavík · Nína, Akranesi - Skóbúð, Selfossi · Axel Ó. Vestmannaeyjum · Skór.is, netverslun · Örninn, Reykjavík ÚTSÖLUSTAÐIR 15152459394 Biom Hybrid Verð: 25.995 kr. 13250457828 Golf Cage Verð: 28.995 kr. 11107359581 Biom Hybrid Verð: 25.995 kr. 10151354510 Biom G2 Verð: 30.995 kr. 14161459389 Tour Hybrid Verð: 25.995 kr. 12023301001 Biom Hybrid Verð: 29.995 kr. Annað árið í röð leika Íslandsmeistararnir í golfi í ecco skóm. Við óskum þeim Birgi Leifi og Ólafíu innilega til hamingju með titilinn. Meistararnir velja ecco Herra Dömu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.