Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
✝ HólmfríðurOddsdóttir
fæddist 27. nóv-
ember 1926. Hún
lést 5. ágúst 2016.
Foreldrar henn-
ar voru: Brynhild-
ur Ingimundardótt-
ir ættuð úr
Meðallandi og
Vestmannaeyjum,
f. 20. maí 1898, d.
27. september
1973, og Oddur Jónsson frá
Króki á Kjalarnesi, f. 5. október
1889, d. 28. ágúst 1981.
Hólmfríður ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum að
Melum í Kjalarneshreppi, Laug-
ardal í Reykjavík og frá 1935 að
Fagradal í Sogamýri, þar sem
faðir hennar stundaði jöfnum
höndum búskap og
verkamannavinnu.
Systkini hennar voru: Sig-
urður Þórarinn, f. 1920, d. 2013,
Halldóra Petra, f. 1930, d. 2009,
Jón, f. 1935, d. 1994, og fóst-
urbróðirinn Baldur Einarsson,
d. 1922, d. 1988.
Hólmfríður var rúmliggjandi
sjúklingur í heilt ár en eftir
nám í Laugarnesskóla, við
Kvennaskólann og Húsmæðra-
Gústavsdóttir verslunarmaður
og áttu þau soninn Gústav
Smára, m. 2 (sk.) Sigrún Krist-
mannsdóttir lögmaður og áttu
þau tvö börn saman: Berg
Hrannar og Ósk. 5. Brynjar f.
1959, prentari, m. Sigríður
Björnsdóttir bókari, og eiga
þau saman dótturina Birtu Ísey,
en auk þess átti Sigríður syni
tvo; Hlyn Gauta og Björn. 6.
Atli f. 1963, d. 1997, versl-
unarmaður og tónlistarmaður.
7. Brynhildur f. 1968, þroska-
þjálfi, m. (sk.) Jón Ágústsson
þroskaþjálfi og eiga þau tvo
syni, Þengil Fannar og Þorgils
Mána.
Hólmfríður átti heima með
fjölskyldu sinni í Fagradal, síð-
ar byggðu þau Guðmundur hús
við Hlíðargerði 8 í Reykjavík,
en fluttu til Patreksfjarðar 1963
og þaðan til Akraness 1969, þar
sem Guðmundur lést 41 árs að
aldri. Þá flutti Hólmfríður með
yngri börnin sín til Reykjavík-
ur, gerðist starfsstúlka á
Kleppsspítalanum og bjó í
Breiðholti næstu tvo áratugi.
Hún var Sóknarkona og háði á
köflum harða lífsbaráttu. Að
loknum starfsdegi flutti hún í
íbúð aldraðra á Lindargötu við
Vitatorg þar sem hún bjó uns
henni brast heilsa fyrir um ára-
tug. Eftir það var hún á hjúkr-
unarheimilum, Eir og Skjóli.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. ágúst
2016, og hefst athöfnin kl. 15.
skólann í Reykjavík
fór hún á Reykja-
skóla í Hrútafirði
veturinn 1943-44,
þar sem hún kynnt-
ist 15 ára dreng,
Guðmundi Kr. Ósk-
arssyni og tókust
með þeim ástir sem
entust út lífið. Þau
byrjuðu strax að
búa og eignuðust
sjö börn: 1. Lovísa
f. 1946, fv. starfsleiðbeinandi.
M. (sk.) Kristinn Jóhannes Guð-
jónsson, 2006, og eignuðust þau
þrjú börn, Thelmu, Hólmfríði
og Guðjón. 2. Oddur f. 1949, fv.
verslunarmaður og
merkjagerðarmaður í Svíþjóð,
m. (sk.) Hallveig Ingimarsdóttir
og eignuðust þau fimm börn,
Ingimar, Guðmund Kristin,
Hólmfríði, Hallgrím og Auðnu
en auk þess á Oddur eina dótt-
ur, Evu Dögg, 3. Óskar Þorgils
f. 1950, rithöfundur, m. Kristín
Á. Ólafsdóttir aðjunkt og eiga
þau eina dóttur saman, Mel-
korku, en auk þess átti Kristín
fyrir einn son, Hrannar Björn,
og Óskar eina dóttur, Agnesi B.
Bergsdóttur. 4. Guðmundur
Hólmar, f. 1955, m. 1 (sk.) Inga
Nú kveðjum við móður mína
Hólmfríði Oddsdóttur. Hún var
heitin í höfuð ömmu sinnar, sem
varð ekkja ung að árum og barðist
við kerfi, sem vildi setja hana á
sveit í öðrum landshluta. Ömmu
sem beit á jaxlinn og barðist við líf-
ið. Náði að kaupa ættarjörð sína og
ala upp sex börn.
Lítil stúlka stendur við bæjar-
lækinn og horfir á eldri bróður sinn
veiða silung með höndunum einum.
Hún er á sauðskinnsskóm og elsk-
ar soðinn silung. Nýmetið ferskt.
Mamman er veik og pabbinn ber
hana í strigapoka, meðan hann
gengur til verka. Hún er viðkvæm
og hrædd við allar rollurnar.
Litla stúlkan vex úr grasi,
eignasst „danska skó“ og síðar 14
pör af nýtísku. Hún þróar við-
kvæmnina til listar og leikur við
listagyðjuna. Hefur mikinn áhuga
á leiklist og framsögn. Verður góð-
ur upplesari, elskar ljóð.
Hún sækir menntun í Héraðs-
skólann að Reykjum í Hrútafirði
og kynnist þar lífsförunaut sínum.
Ung að árum hefja þau búskap og
eignast börn – mörg börn. Fyrst
setja þau upp heimili í skjóli for-
eldra hennar, kjallaranum í Fagra-
dal, síðan smáhýsi við bæinn. Þau
setja upp verslun. Þetta voru góðir
tímar. Þá leggja þau í að byggja
einbýlishús í Hlíðagerði. Þaðan
voru fá skref heim í Fagradal.
Fagrar listir voru hluti af upp-
eldi okkar. Farið var oft í leikhús,
allar stórmyndir í bíó og bókaskáp-
urinn fullur af fegurð heimsbók-
menntanna. Útvarpið stóð í stof-
unni og kringum það var safnast og
hlustað á uppbyggilegt efni. En
ekki eru allir tímar góðir. Vel-
gengni hefur margar hliðar.
Eftir að hafa „fært sér í fang of
mikið“ missa þau eigur sínar og
hefja nýtt líf á Patreksfirði. Þar
verður nýr uppgangur. Á náttborði
hennar eru Svartar fjaðrir Davíðs
Stefánssonar og lestur hennar
smitar frá sér. Ég læri flest ljóðin
utanbókar. Hún fær lítið kver með
ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirs-
sonar að gjöf. Heillast af ljóðinu um
ekkjuna sem „á sér tíu anga – fimm
agnir, fimm snáða“. Finnur sam-
hljóm við sitt eigið líf. Því börnin fá
sinn eigin persónuleika og lífið
verður ekki bara logn á jörðu.
Eftir sex ár á Patreksfirði flutti
fjölskyldan á Akranes. Þar lést
maki hennar. Sjö barna móðir,
ekkja með fimm börn heima. Aftur
frá auði til örbirgðar. Nú þarf hún,
líkt og amma hennar og alnafna, að
bíta á jaxlinn, setja höfuðið upp í
vindinn og berjast áfram. Það var
ekki létt.
Hún fer út á vinnumarkaðinn,
verður starfsstúlka á Kleppsspítal-
anum, fer á námskeið til að hækka í
launaflokkum. Nokkrum árum síð-
ar á hún íbúð í Breiðholti. Börnin
fara að heiman, eitt eftir annað og
hún endar í þjónustuíbúð á Lind-
argötu.
Lífið verður aldrei eins og við
vonuðumst eftir, það veða bæði
skin og skúrir. Nú kveð ég móður
mína með þökkum fyrir allt, sem
hún gaf mér. Stríðin gleymd, bara
þakklæti eftir.
Oddur Guðmundsson.
Hefðbundinn sunnudagsmatur,
hryggur með öllu tilheyrandi. Hið
sérstaka var framreiðslan, kjötið
listilega skreytt með grænmeti og
öllu fallega komið fyrir á borðinu.
Maturinn bragðmikill og góður.
Þessi mynd tilheyrir fyrstu kynn-
um okkar Fríðu þegar við Óskar
sonur hennar vorum boðin í mat í
Breiðholtið þar sem hún bjó ásamt
tveimur yngstu börnum sínum,
Brynhildi og Atla.
Á þeim tæpu 40 árum sem síðan
eru liðin kynntist ég nánar listfengi
tengdamóður minnar. Hún var
listamaður í frásögn, kryddaði vel
til að draga fram kímni og drama.
Það var sveifla í tjáningunni, rödd
og líkamsmál kveiktu líf og gáfu
viðhorf Fríðu til söguefnisins til
kynna. Mörg óborganleg tilsvör
hennar lifa á vörum fjölskyldunn-
ar. Ljóðelsk var hún og flutti af-
burðavel bæði bundið og óbundið
mál. Þess naut fólkið sem dvaldist
með henni í íbúðum aldraðra við
Vitatorg. Þar fékk fagurkerinn
Fríða einnig notið hæfileika sinna
með form og liti. Hvort sem var
mótun í leir eða gler, postulínsmál-
un eða þrykk á tau lýsti listfengi af
handverki hennar. Og svo var það
sönglistin. Fríða naut þess að
syngja, var lagviss með góða rödd.
Það átti einnig við um afkomendur
hennar, börn og barnabörn. Marg-
radda söngur ómaði í Suðurhólun-
um þegar stórfjölskyldan var þar
saman komin forðum daga hjá ætt-
móðurinni. Síðustu misserin henn-
ar, eftir að heilabilun hafði tekið
sinn toll, var söngurinn besta sam-
gönguleiðin. Lög og textar sátu eft-
ir í minninu og gamla glaða Fríða
birtist í tjáningunni.
Tengdamamma vildi hafa fallegt
í kringum sig og hún kunni að
skapa skemmtilegar stundir. Glað-
værðin í Suðurhólum, brandarar
og stríðnisskot lifa sterkast í minn-
ingunni um fjölskyldusamveruna
þar. Lífið hafði þó ekki alltaf farið
um hana blíðum höndum. 43 ára,
sjö barna móðir, varð hún ekkja.
Eiginmaðurinn Guðmundur, stóra
ástin hennar og fyrirvinna heimilis-
ins, fór skyndilega úr hjartaáfalli.
Yngsta barnið tæplega tveggja ára
og aðeins tvö þau elstu komin yfir
tvítugt. Fríða fluttist frá Akranesi
til Reykjavíkur og gerðist sóknar-
kona, starfaði lengst af við umönn-
un á Kleppsspítala. Fjárráðin voru
þröng og ekki hægt að mylja undir
börnin. Áhyggjuefnin voru yfir-
drifin. Samt sem áður fann ég aldr-
ei fyrir biturð hjá tengdamömmu
og hún var ekki kvartgjörn. Djúpt
undir skynjaði maður þó sorgina.
Fríða gat verið meinhæðin og sent í
orðum eitraðar pillur. En húmor-
inn og nautnin af því fagra var flot-
holtið hennar yfir erfiðleikana.
Með þökk í hjarta kveð ég
Hólmfríði Oddsdóttur. Gengin er
skemmtileg kona sem kunni að
gera hvunndaginn spennandi og
litríkan.
Kristín Á. Ólafsdóttir.
Þá er komið að leiðarlokum hjá
góðri vinkonu og tengdamóður. Ég
hélt reyndar í vor að hún myndi lifa
90 ára afmælið því ekki leiddist
henni veisluhöld og allra síst ef þau
voru henni sjálfri til heiðurs. En
það fór á annan veg, í sumar fór
henni snöggt aftur, lífsgleðin hvarf
og það var þreytt kona sem kvaddi
þessa jarðvist umvafin fjölskyldu
sinni.
Fríða var skemmtileg, fé-
lagslynd og flott. Hún lagði mikið
upp úr að vera smekkleg og vel til
höfð og fram á síðustu viku var far-
ið í lagningu enda hún með einstak-
lega fallegt hár. Hún gat verið hár-
beitt í tilsvörum, skemmtilega
orðheppin og mörg tilsvörin og lýs-
ingar hennar lifa í fjölskyldunni.
Hún fylgdist alltaf vel með málefn-
um líðandi stundar og hafði sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Ófáir kaffibollarnir enduðu á hvolfi
yfir ofni svo hægt væri að spá örlít-
ið í framtíðina og draumar ræddir
og ráðnir.
Þegar ég kynntist henni bjó hún
í Suðurhólunum en flutti fljótlega á
Lindargötu 61 þar sem líf hennar
tók stakkaskiptum. Þar komst hún
í samfélag með öðrum heldri borg-
urum, eignaðist nýja vini, stundaði
bingó, söng með kórnum og lærði
glerskurð, keramik, postulínsmál-
un og fleiri handverk. Þar skapaði
hún mikil listaverk, falleg og vel
gerð. Hún var afar stolt af verkum
sínum og fékk fyrir þau mikið hrós.
Eftir 23 ára samfylgd á ég henni
margt að þakka. Takk fyrir að taka
vel á móti okkur Hlyni og Bjössa
við kynni okkar Brynjars, takk fyr-
ir að vera amma Birtu Íseyjar,
takk fyrir allar skemmtilegar sam-
verustundirnar, söng og sögur.
Hvíl í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigríður Björnsdóttir.
Elsku amma Fríða. Svo mjúk og
hlý, eins og ömmur eiga að vera, en
svo skrýtin og skemmtileg líka. Þú
kenndir okkur barnabörnunum að
sjúga kaffi í gegnum sykurmola,
allt frá þriggja ára aldri. Þér fannst
svo gaman að hafa fólk í kaffi – allir
sitjandi í kringum eldhúsborðið
þitt í Suðurhólunum, skrafandi og
syngjandi, og svo gastu lesið í kaffi-
bollann á eftir – galdrakerling! Og
þar fannstu einhvern veginn alltaf
ástina. Hana var líka að finna í
bókahillunum þínum; Rauðu ástar-
seríurnar eins og þær lögðu sig og
Ísfólkið, sem mér tókst að stelast í
allt of ungri. Kaffi og kryddaðar
bókmenntir, þetta kenndi amma
mér að meta. Og sögurnar maður!
Aldrei að láta sannleikann spilla
góðri sögu, sagði hún, og hún var
stórkostleg sögukona. Ég get svar-
ið að hún hafi sagt mér að hún og
Elísabet Englandsdrottning væru
laumusystur, og ég trúi því hálf-
partinn enn, þær eru svo líkar.
Ömmur eru samt aldrei neitt
annað en ömmur þegar maður er
lítill svo það var ekki fyrr en á full-
orðinsaldri sem ég skildi fyrst hvað
hún hafði gengið í gegnum margt á
lífsleið sinni. Það var hvert höggið
á fætur öðru. En samt man ég hana
fyrst og fremst skríkjandi og
skrallandi, alltaf eitthvað að stríða
manni og auðvitað gefa manni eitt-
hvað í gogginn. Hún var endalaus
rómantíker og meira að segja þessi
síðustu ár þegar hún var smátt og
smátt að hverfa okkur sá maður
ljósið kvikna þegar talað var um
Guðmund hennar sem dó fyrir
tæpum 50 árum. Nú fáið þið loksins
að hittast aftur.
Takk fyrir kaffið, elsku amma,
og allt hitt.
Melkorka.
Í dag kveð ég yndislega vinkonu
mína, hana Fríðu. Ég var 27 ára
þegar við kynntumst, vorum að
vinna við hjúkrunarstörf á Klepps-
spítalanum, í Hátúni 10. Ég ný-
byrjuð, heyri þennan yndislega
söng að morgni, alveg eins og að
Guðrún Á. Símonar væri að syngja!
Þá var þetta Fríða að sinna sínum
daglegu störfum; búa um rúmin,
hjálpa fólki á fætur o.fl. Svona voru
dagarnir í vinnunni hjá henni. Hún
var elskuð og dáð af sjúklingunum,
skapaði bros, gleði og skemmtileg-
heit alla daga. Hún hafði einstakt
lag á að eiga við þá sem voru erf-
iðir.
Ég dáðist að þessum eiginleik-
um. Hún sem var nýlega orðin
ekkja og átti sjö börn og þar af
fjögur, sem enn voru mjög ung.
Hvernig fer hún að þessu? Hvernig
er hægt að vera svona jákvæður og
dreifa svona mikilli gleði í kringum
sig?
Við urðum strax góðar vinkon-
ur. Það var eins og enginn aldurs-
munur væri. Hún hafði einstaka
hæfileika til að gleðjast yfir litlu,
t.d. að fylgjast með fuglshreiðri í
þakinu á næsta húsi. Ég var vön að
setja sumarblóm í útiker hjá henni
á vorin. Hún hafði mikla ánægju af
blómum, eins og við báðar. Helst
átti að vera allt litrófið í kerinu.
Eitt sumarið datt okkur í hug að
setja nokkrar kartöflur í plastbox á
svalirnar og hún fékk þessar fínu
kartöflur. Hún sagði að krakkarnir
hennar segðu: „Að hún Begga skuli
láta þetta eftir þér.“
Þó að leiðir skildu í vinnu, þá
héldum við alltaf sambandi og
brölluðum ótal margt skemmtilegt
saman. Börnin mín tvö hafa alltaf
kallað hana „Fríðu ömmu“ og
þrætt fyrir annað, „jú víst er hún
amma mín,“ sögðu þau.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og fjölskyldu
minni til barna hennar og fjöl-
skyldna þeirra.
Hvíl í friði, mín kæra vinkona.
Þín vinkona,
Bergþóra (Begga).
Hólmfríður
Oddsdóttir
✝ HaraldurHannesson
fæddist í Víðigerði í
Eyjafirði 11. ágúst
1926. Hann lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri 24. júlí
2016.
Foreldrar hans
voru Hannes Krist-
jánsson, f. 28. apríl
1887 í Víðigerði, d.
7. ágúst 1970, og Laufey Jóhann-
esdóttir, f. 8. apríl 1893 í Æsu-
staðagerði í Eyjafirði, d. 26.
ágúst 1985.
Systkini Haraldar voru: Hólm-
fríður, f. 12. apríl 1918, d. 4. des-
ember 1994, Kristín, f. 20. júní
1921, d. 30. september 1995,
Kristján, f. 16. apríl 1928, d. 20.
nóvember 2013.
Haraldur kvæntist 11. júní
1955 Sólveigu Bennýju Jóhanns-
dóttur, f. 25. desember 1932 að
Vatnsleysu í Glæsibæjarhreppi,
d. 30. nóvember 2001. Börn Har-
aldar og Bennýjar eru: 1) Hjört-
ur, f. 1956, maki Helga Björg
Haraldsdóttir, 2) Hildur, f. 1957,
maki Davíð Jónsson, 3) Hannes,
f. 1958, maki Guðlaug Jóhanns-
dóttir, 4) Kristín, f. 1960, maki
Sigurður Óli Þórisson, 5) Dreng-
ur, f. 1965, d. sama dag, 6) Lauf-
ey, f. 1966, maki Bjarni Mar-
onsson, 7) Guðrún, f. 1966, maki
Harri Englund, 8) Sólveig, f.
1970, maki Unnsteinn Tryggva-
son, 9) Snjólaug, f. 1972. Barna-
börnin eru fimmtán og barna-
barnabörn ellefu.
Haraldur ólst upp í Víðigerði
og bjó þar alla tíð, utan síðustu
níu mánuði ævinnar er hann
dvaldi á Hlíð.
Hann hlaut fyrstu kennslu í
æsku af foreldrum sínum og
eldri systrum. Þegar Haraldur
var átta ára var tekinn heim-
iliskennari í Víðigerði í tvo vetur.
Eftir það tók við nám í Farskóla
Hrafnagilshrepps að Grund í
Eyjafirði. Hann varð gagnfræð-
ingur frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar 1945, og nam við Fergu-
son Training School
í Coventry í Eng-
landi veturinn 1950-
1951. Í kjölfarið
vann hann um tíma
hjá Dráttarvélum
hf. í Reykjavík, sem
þá voru umboðs-
aðilar Ferguson-
véla.
Með námi og eftir
nám vann Haraldur
að búi foreldra
sinna í Víðigerði. Hann tók,
ásamt foreldrum sínum og systk-
inum, þátt í mikilli uppbyggingu
á býlinu, þar sem byggð voru
steinhús í stað torfhúsa, ræktun
var mikil og tún margfölduðust.
Þegar foreldrar hans brugðu búi
1955 stofnaði hann félagsbú í
Víðigerði með bróður sínum,
Kristjáni.
Haraldur tók alfarið við jörð-
inni og búskapnum, ásamt eig-
inkonu sinni, 1956. Þau ráku bú
þar allt til ársins 1991, síðustu
árin í félagi við Hjört, son sinn,
og Helgu, konu hans. Á þessum
36 árum í búskap Haraldar og
Bennýjar var stöðugt haldið
áfram að byggja og rækta, þróa
verklag og búskaparhætti áfram
til nýrri tíma. Þau reistu sér hús í
Víðigerði 1992, þar sem Har-
aldur bjó uns hann flutt á Hlíð
síðla árs 2015.
Haraldur tók virkan þátt í fé-
lagslífi sinnar sveitar. Innan við
þrítugt settist hann í hrepps-
nefnd og sat þar í 32 ár, þar af
níu ár sem oddviti. Hann sat í
sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu,
bygginganefnd Eyjafjarðarsýslu,
sóknarnefnd Grundarsóknar,
skólanefnd Hrafnagilsskóla,
stjórn Búnaðarfélags Hrafnagils-
hrepps, stjórn Minjasafnsins á
Akureyri og stjórn Flags aldr-
aðra í Eyjafjarðarsveit. Þá var
Haraldur formaður sameining-
arnefndar hreppanna í fram-
anverðum Eyjafirði 1990, þar
sem nú heitir Eyjafjarðarsveit.
Haraldur verður jarðsunginn
frá Grundarkirkju í dag, 12.
ágúst 2016, klukkan 13.30.
Starfið er margt. Því kynntist
Haraldur bóndi í Víðigerði. Hann
ólst upp fyrir tíma véltækni í land-
búnaði og lærði bústörf þess tíma,
sem flest voru unnin með hestum
og handverkfærum. Þótt Harald-
ur væri ekki mikill að vallarsýn
bjó hann yfir þeirri snerpu og
verkhyggni sem gerði hann að af-
kastamiklum og fjölhæfum verk-
manni, sem hlífði sér hvergi og
miklaði ekki fyrir sér þau verkefni
sem fyrir lágu hverju sinni. Þessir
eiginleikar fylgdu Haraldi alla ævi
og hafa löngum einkennt góða ís-
lenska bændur. Haraldur vann
ungur að vélaviðgerðum og vöru-
bílaakstri en búskapur í Víðigerði
varð ævistarf hans, ásamt marg-
háttuðum félagsstörfum, sem
sveitungar hans kusu hann til.
Hann taldi ekki eftir sér stundir
og spor í þágu þess samfélags sem
hann lifði og starfaði í og vildi í
engu á því níðast sem honum var
trúað fyrir. Oft urðu frátafir frá
bústörfum vegna félagsstarfa og
kom þá til kasta konu og barna að
annast búið. Það létti störfin að
allt var skipulagt og í föstum
skorðum hjá bóndanum og snyrti-
mennsku þeirra hjóna utanhúss
og innan var við brugðið.
Árið 1955 tók Haraldur form-
lega við búi í Víðigerði af foreldr-
um sínum, þá kvæntur mikilhæfri
konu, Sólveigu Bennýju Jóhanns-
dóttur. Þau tóku við góðu búi en í
hönd fóru ár mikilla umsvifa,
bygginga, ræktunar og vélvæð-
ingar. Víðigerði þótti ekki merki-
leg jörð fyrir tíma vélvæðingar í
landbúnaði en hefur um áratuga-
skeið talist til eyfirskra góðbýla.
Þar er þáttur þeirra Haralds og
Bennýjar ærið stór. Þeim fæddust
börnin eitt af öðru og urðu átta
sem upp komust en dreng misstu
þau í fæðingu. Börnin urðu Víði-
gerðishjónum í senn auðlegð
þeirra og ábyrgð. Oft sagðist Har-
aldur hafa verið þreyttur á þess-
um árum mikillar uppbyggingar
og félagsmála.
Haraldur var geðbrigðamaður
nokkur og gat orðið hvass í bragði
ef honum mislíkaði en ríkur þáttur
í fari hans var engu að síður glað-
værð og notaleg hlýja, sem hann
var óspar á. Hann var með öllu
laus við sjálfhælni og aldrei heyrði
ég hann miklast af verkum sínum.
Aftur á móti var ekki laust við að
hann liti þá hornauga sem honum
þótti miklir á lofti og sneiddi hjá
samskiptum við þá. Hann var
fróðleiksmaður mikill, flugnæmur
á allt sem hann las og heyrði. Ætt-
fræði, þjóðlegur fróðleikur og
heimsmálin voru honum hugleik-
in. Hann naut þess að miðla af
þekkingu sinni og lífsreynslu og
gaf mikið af sér í viðræðum. Ætíð
kom undirritaður fróðari af fundi
Haralds. Á ævikvöldi sínu leit
Haraldur í Víðigerði sáttur yfir
farinn veg. Hann átti barnaláni að
fagna og börnin sýndu honum
mikla ræktarsemi og því frekar
sem þörf hans fyrir aðstoð jókst.
Sonur hans og tengdadóttir tóku
við jörð og búi í Víðigerði og sitja
jörðina af myndarskap og mjög að
skapi gamla bóndans. Helsta ósk
hans hefur ræst, sú að börn þeirra
Bennýjar væru traust manndóms-
fólk, sem ræktu vel ættartengslin.
Þrátt fyrir að ellin gengi á krafta
Haralds hin síðari ár bjó hann á
eigin heimili þar til á síðasta ári að
hann fluttist á Dvalarheimilið
Hlíð. Haralds minnist ég með
virðingu og þökk.
Bjarni Pétur Maronsson.
Haraldur
Hannesson