Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Áslaug Björgvinsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi dómari viðHéraðsdóm Reykjavíkur, ætlar að fagna fimmtugsafmælinumeð fjölskyldum og vinum í garðveislu heima hjá sér. „Mér
finnst skemmtilegt að verða 50 ára. Er svo þakklát fyrir fjölskyldu og
vini og það sem lífið hefur fært mér.“
Áslaug hefur stærsta hluta starfsferilsins verið við héraðsdómstól-
ana, dómarafulltrúi, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs og dómari árin
2010-2015 og hefur einnig sinnt fræðimennsku og háskólakennslu.
Eiginmaður Áslaugar er Ragnar Árnason hdl., forstöðumaður vinnu-
markaðssviðs Samtaka atvinnulífsins. Börn þeirra eru Elín Ragnhild-
ur 13 ára, Björgvin Hugi 11 ára og Þuríður Helga 9 ára.
Áslaug sagði dómaraembætti sínu lausu á síðasta ári af prinsipp-
ástæðum og hefur síðan beitt sér fyrir umbótum á lagarammanum um
dómskerfið. „Í mínum huga snýst það um að lifa og starfa í samræmi
við gildin sín. Það er auðvitað langskemmtilegast þótt það sé ekki allt-
af létt. Ég er hugsjónamanneskja með mikinn faglegan metnað og
áhuga á samfélagsmálum auk þess sem mér finnst lögfræði mjög
skemmtileg. Traust til réttarvörslukerfis er jafn mikilvægt og sterk
heilbrigðis- og skólakerfi. Réttarríkið snýst um að skapa traust, ör-
yggi og vellíðan. Þegar fólk fær ekki réttláta málsmeðferð hjá stjórn-
völdum eða dómstólum skapast vantraust, óöryggi og vanlíðan ekki
bara hjá viðkomandi einstaklingi heldur hópum og samfélaginu í
heild. Ef fólk skynjar ekki að það njóti réttlætis og mál þess séu með-
höndluð með sanngjörnum og réttlætum hætti þurfum við að hlusta á
það. Mig langar að breyta stjórnkerfinu og dómsvaldinu svo við
stöndum í fararbroddi réttarríkja.“
Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir
Fjölskyldan Við fermingu Elínar Ragnhildar síðastliðið vor.
Fyrrverandi dóm-
ari á tímamótum
Áslaug Björgvinsdóttir er fimmtug í dag
H
ilda Friðfinnsdóttir
fæddist 12. ágúst 1976
á Akureyri. Hún ólst
þar upp til 12 ára ald-
urs þegar fjölskyldan
fluttist á Seltjarnarnes. „Ég bjó í Ed-
inborg í Skotlandi 1978-1981 meðan
faðir minn var þar við nám.“
Hilda gekk í Lundarskóla á Akur-
eyri og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi
en þaðan lá leiðin í Kvennaskólann í
Reykjavík þaðan sem hún útskrif-
aðist sem stúdent árið 1996. Hún lauk
B.Sc-prófi í hjúkrunarfræði frá Há-
skóla Íslands árið 2001, embættis-
prófi í ljósmóðurfræði árið 2012 og
MS-gráðu í mannauðsstjórnun árið
2015. „Frá því ég var stelpa dreymdi
mig um að verða ljósmóðir og stefndi
alltaf að því þó að ég hafi ekki farið
beinustu leiðina.“
Hilda starfaði sem hjúkrunar-
fræðingur á hinum ýmsu deildum
Landspítalans á árunum 2001-2005
Hilda Friðfinnsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur – 40 ára
Í Stokkhólmi Hilda og Jóhannes ásamt yngri dótturinni, Örnu Maren, í Gröna Lund tívolíi.
Ljósmóðurstarfið var
alltaf draumurinn
Á Hvalasafninu Hilda ásamt Örnu Maren og Þórnýju Athenu.
Hvolsvöllur Ágúst Birgir
Sigurðsson fæddist á Jóns-
messu, 24. júní 2015 í Reykjavík,
kl. 16.58. Hann var 3.724 g og 53
cm að lengd. Foreldrar hans eru
Ólöf Sæmundsdóttir og Sig-
urður Ágúst Guðjónsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
NÝ SENDING
ICON MOTTA
kr. 52.650
170X240
WOODLAND LAMPI
kr. 24.300
BLACKWOOD STÓLL kr. 32.700
DIMOND PÚĐAR
kr. 7.980