Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur einbeitt þér um of að and- legri líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn. Hafðu það í huga að góður göngutúr er líkamsrækt. 20. apríl - 20. maí  Naut Hikaðu ekki við að segja hug þinn, hver sem í hlut á. Vertu opin/n fyrir þeim tækifær- um sem þér bjóðast því það eru miklar líkur á að þú dettir í lukkupottinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að leita í félagsskap þér eldri í dag. Ekki láta slá þig út af laginu þó þú fáir leiðinlegar athugsemdir hvað varðar mat- aræði þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú mátt ekki vanmeta vinsældir þínar en mátt heldur ekki misnota þér velvild ann- arra. Líkur eru á að þú farir óvænt í frí fljót- lega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur hefnt sín síðar að reyna að leyna hluta málavaxta, þeim sem óþægilegir eru. Ekki ofgera þér á félagslega sviðinu. Hvíld er góð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Taktu höndum saman með vinum og félögum og hjálpaðu öðrum að ná mark- miðum sínum. Þér fellur allur ketill í eld í upp- eldinu, en ekki gefa eftir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hælir fólki og finnur eitthvað jákvætt við alla sem þú hittir og uppskerð velvilja í staðinn. Skilningur þinn á líðan annarra er eitthvað sem á eftir að fleyta þér langt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver atburður sem gerist í nágrenni þínu snertir þig dýpra en flesta aðra. Reyndu að komast að því hvers maki þinn þarfnast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hugsanlegt er að þú hellir þér í nám á komandi vetri. Passaðu samt að hafa dagskrána ekki of þétta. Þér hættir nefnilega til að kaffæra þig í verkefnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vekur athygli annarra og finnst notalegt að láta hana leika um þig. Snúðu þig út úr erfiðum aðstæðum á meðan kostur er. Finndu tíma fyrir ræktina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú verður ekki lengur undan því vikist að sinna því fólki sem þú hefur vanrækt að undanförnu. Vertu þakklát/ur þeim sem hjálpuðu þér og leiðbeindu í æsku. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú eru síðustu forvöð að ganga frá þeim málum, sem þú hefur tekið að þér. Ekki eyða tíma þínum í nöldur, það breytir engu nema að aðrir verða pirraðir. Jóhanna Guðríður Linnet skrifaðimér tölvupóst og þakkaði mér fyrir Vísnahornið í gær um Höllu á Laugabóli, en benti mér jafnframt á, að þar hefði slæðst inn sú villa, að Halla hefði aðeins átt eina systur, sem upp komst, Sigrúnu. Systurnar voru tvær. Eldri var Jórunn ljós- móðir í Reykjavík (1857-1931), langamma Jóhönnu Guðríðar. Hún var tekin í fóstur í Garpsdal en Eyj- ólfur, faðir þeirra systra, var sonur prestshjónanna þar. Skýringin á þessari ónákvæmni er sú, að í ævi- ágripi Höllu í síðari ljóðabók henn- ar, Kvæðum, er Jórunnar ekki get- ið. Hreinn Guðvarðarson segir „nú- tíma ástarsögu“ á Boðnarmiði: Svo skotin sem hún var í honum en hann var jú stundum með konum. Svo stungu þau af og stundin þeim gaf svipmynd af villtustu vonum. Guðmundur Halldórsson yrkir hér um túrhesta, en víkur nokkuð frá venjubundinni hrynjandi limr- unnar. Rímnahættir eru fjölmargir þó ferskeytlan sé e.t.v. frumhátt- urinn. Ég spái því að eins fari um limruna. Háttum undir „limrulagi“ fjölgi og verði að sérstakri íþrótt, – e.t.v. með mismunandi dýrleika í rími! Trítlar víða túristanna her um tinda, dali, móa og eyðisker. Margt er hér að sjá mest þó allir þrá brekkuna þar sem Bieber velti sér. Limrur kallast á, – líka milli Boðnarmjaðar og Leirsins, þar sem Pétur Stefánsson yrkir: Hún Guðbjörg er frá á fæti og full af galsa og kæti. Tvo tíma langa það tók hana að ganga upp brekkuna í Bankastræti. Og ofan úr Mývatnssveit barst þessi limra á Leirinn frá Friðriki Steingrímssyni: Þær báðar hann Örnólfur elti og upp í loft síðan þeim velti. Og gerði þeim skil það gekk þannig til, að þykkna þær brátt undir belti. Það má kannski segja að þessi ferskeytla Höllu sé undir limru- lagi! Ástin mín er engin synd – ekki má því gleyma – hún er öll fyrir ofan þind, – á þar líka heima. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nútíma ástarsaga og limrur kallast á Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir … eitthvað sem ekki er hægt að bæta. ÖMM… HVAÐ!? ÞETTA VIRKAR EKKI SVONA. HEY! ER ÉG KÖNGULÓ, EÐA ÞÚ!? HÁR ÞITT ER EINS OG SILKI, AUGUN GLITRA SEM DEMANTAR, VARIR ÞÍNAR ERU EINS OG RÓSIR. EKKI HÆTTA. EEE… ÖMM ÉG VERÐ AÐ HEYRA HVAR ÞETTA ENDAR. FYRIR ALLA MUNI! KL II NG G HEFURÐU HEYRT? ÞEGAR ORÐRÓMUR KEMST Á KREIK ER ERFITT AÐ STÖÐVA HANN, SÖKUM HJARÐHEGÐUNAR. ÞETTA ER NÝR LEIKUR. HANN HEITIR TITILBARDAGI. Nánast hvar sem Víkverji hefurverið og farið undanfarna mán- uði hefur fólk verið með ónot í hálsi og hóstandi, verið með nefrennsli, snýtandi sér í tíma og ótíma og talað um berkjubólgu og pensilín. x x x Þessi kvilli hefur líka hrjáð Vík-verja í sumar. Hann hefur geng- ið óvenjulangt til þess að losna við kverkaskítinn, jafnvel flogið til suð- rænnar sólar án þess að losna við óþægindin nema tímabundið. x x x Fyrstu viðbrögð voru að rifja uppráð Óla fyrrverandi landlæknis, fara snemma að sofa og tryggja góð- an og langan svefn, fara fyrr á morg- ana en áður út með hundinn, ganga meira og oftar og anda að sér súrefni í miklu magni eins og verið væri að dæla í loftbelg. x x x Þegar þetta breytti engu varnæsta stig að fá sér hunangste fyrir svefninn. Í kjölfarið lá beinast við að fá sér prestate, minnugur þess að það hefur að margra mati verið allra meina bót í aldir. Meira prestate og enn meira prestate. Hálsbrjóstsykur var soginn og bruddur, mixtúrur frá Óla apótekara reyndar, treflar hertir að hálsi og farið í síðum á völlinn með rennt upp í háls. x x x Besta lausnin reyndist nær ennokkurn grunaði, þó fljúga þyrfti yfir hafið til Austur-Evrópu til þess að fá leiðsögn, sem bar árang- ur. Víkverji hóstaði svo eftir var tek- ið hjá Óla og þá tók húsbóndinn til sinna ráða, færði honum bolla með tvöföldum vodka, gegnumvætti bómullarhnoðra í vökvanum og sagði Víkverja að anda vel að sér úr hnoðranum í gegnum nefið. x x x Áhrifin létu ekki á sér standa, Vík-verji var sem annars heims í nokkrar sekúndur og síðan birti til og allar leiðslur hreinsuðust á auga- bragði. Bragðið virkaði meðan á dvölinni ytra stóð en eftir heimkom- una í vikunni fór allt í fyrra horf. víkverji@mbl.is Víkverji En réttlátir gleðjast, fagna fyrir augliti Guðs og fyllast gleði. (Sálm. 68:4)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.