Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016FRÉTTIR Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) OSSRu 0,00% 430 EIK +5,93% 9,65 S&P 500 NASDAQ +0,29% 5253,817 -0,02% 2183,53 -0,34% 6835,78 +0,31% 16597,3 FTSE 100 NIKKEI 225 23. 02. ‘16 24. 02. ‘1623. 08. ‘16 24. 08. ‘16 251.300 551.800 49,06 34,41 1.548 1.669 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. UPPLÝSINGATÆKNI Hagnaður Nýherja eftir skatta var 73 milljónir króna á öðrum ársfjórð- ungi. Í samanburði var hagnaður eft- ir skatta 69 milljónir á sama tímabili í fyrra. Samtals er því hagnaður á fyrri helmingi ársins 111 milljónir króna og er það nær sami hagnaður og var fyrstu sex mánuðina í fyrra. Framlegð félagsins jókst úr 830 milljónum króna á öðrum fjórðungi í fyrra í 931 milljón á þessu ári. Rekstarkostnaður vex hins vegar úr 685 milljónum í 800 milljónir á þessu ári. Veldur það því að rekstrar- hagnaður annars fjórðungs lækkar frá sama tíma í fyrra. Nemur hann 131 milljón í ár, en var 145 milljónir í fyrra. Hrein fjármagnsgjöld námu 38 milljónum á öðrum ársfjórðungi og er það nokkur lækkun milli ára, því á sama tímabili í fyrra námu þau 80 milljónum. Heildareignir Nýherja námu 6,6 milljörðum króna í lok tímabils, en til samanburðar voru heildareignir 6,9 milljarðar um áramót. Heildarskuldir námu 4,6 milljörðum í lok tímabils og er það lækkun frá áramótum þegar þær stóðu í tæpum 5 milljörðum. „Yfir það heila erum við nokkuð sátt við niðurstöðuna eftir ögrandi fyrsta fjórðung ársins,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, í tilkynn- ingu til Kauphallar. Hann segir verk- efnastöðu góða og horfur í rekstri samstæðunnar ágætar. jonth@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Nýherji hagnaðist um 111 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Svipuð af- koma hjá Nýherja Peningastefnunefnd Seðlabankanskom markaðsaðilum á óvart í gær þegar tilkynnt var um að meginvextir bankans yrðu lækkaðir úr 5,75% í 5,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar kveður sömuleiðis við annan tón en á undanförnum misserum. Í stað skýrra bendinga í þá átt að auka þurfi aðhald peningastefnunnar á komandi misserum vegna „vaxandi innlends verðbólguþrýstings“, eins og það var orðað í tengslum við ákvörðun nefnd- arinnar um óbreytta stýrivexti í maí síðastliðnum, er tónninn nú hlutlaus- ari. Þannig endar nefndin yfirlýsingu sína að þessu sinni á þeim orðum um þróun stýrivaxta að „hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næstunni ráðast af efnahagsþróun og því hvernig tekst til við losun fjár- magnshafta“. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði á kynningarfundi í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar að verðbólgu- horfur hefðu batnað og að útlit væri fyrir að verðbólga héldist undir markmiði fram á næsta ár. „Hún hefur haldið áfram að lækka og verið minni en í síðustu spá frá því í maí sem byggðist eins og í undan- förnum spám á þeirri tæknilegu for- sendu að gengi krónunnar héldist óbreytt. Það hefur hins vegar hækk- að um 6,5% síðan þá. Í öðru lagi hafa verðbólguvæntingar á undanförnum misserum hnigið í átt að verðbólgu- markmiði og frekari lækkun síðustu mánuði hefur leitt til þess að þær eru á flesta mælikvarða við eða mjög ná- lægt markmiði. Þetta á bæði við um til skamms og langs tíma,“ sagði Már. Lægri vextir kunna að duga Þá benti hann á að þróunin að und- anförnu benti til að hægt væri að halda í verðbólgumarkmiðin með lægri vöxtum en hingað til. „Þetta er líka mjög mikill árangur og einnig til marks um að trúverðug- leiki peningastefnunnar hefur aukist. Hún getur því verið sveigjanlegri fyr- ir bragðið.“ Þá benti Már á að það væri misjafnt til hvers fólk væri að vísa þegar það talaði um trúverðug- leika peningastefnunnar en í huga Seðlabankans væri þar aðeins um eitt að ræða: „Það er að allir trúi því að til lengdar þá munum við gera það sem þarf og vaða eld og brennistein og ekki hlusta á neinn til að verðbólgan haldist við markmið. En við munum aldrei gera meira en það. Þessi trú virðist vera að festast í sessi.“ Vextir ekki of háir Már vill ekki meina að sú stað- reynd að verðbólga mælist nú undir markmiðum feli í sér að bankinn hafi haldið vöxtum of háum. „Þegar metið er hvort, eða í hve ríkum mæli, verðbólga undir mark- miði bendi til að peningastefnan hafi verið of aðhaldssöm, þarf að hafa tvennt í huga og þá einkum varðandi nýliðna tíð. Í fyrsta lagi eru vísbend- ingar um að peningastefnuna hafi þar til alveg nýlega skort trúverðugleika, þar sem langtímavæntingar um verð- bólgu hafa verið yfir markmiði, og í öðru lagi hefði verið óvarlegt að ganga fyrirfram að því sem vísu að hin hagstæða þróun að undanförnu, sem birtist í miklum viðskiptakjara- bata, gjaldeyrisinnstreymi og hækk- un krónunnar, myndi eiga sér stað.“ Hóflegri verðbólguvæntingar Seðlabankinn bendir á í nýjustu Peningamálum að verðbólguvænt- ingar hafi haldið áfram að lækka að undanförnu. Þannig sýni ný könnun frá því fyrr í þessum mánuði að markaðsaðilar séu bjartsýnni um horfurnar en þeir áður voru. Vænta þeir þess samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að verðbólga verði 2,3% að ári liðnu og 3% eftir tvö ár. Þá gera þeir einnig ráð fyrir því að verðbólga verði 3% að meðaltali næstu 10 ár. Seðlabankinn kom markaðnum að óvörum með vaxtalækkun Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabankinn hefur lækk- að stýrivexti um 50 punkta en raunstýrivextir eru þó enn hærri en í upphafi árs að sögn seðlabankastjóra. Morgunblaðið/RAX Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að vísbendingar séu um að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist. TRYGGINGAMARKAÐUR Hagnaður Tryggingamiðstöðvar- innar, TM, á öðrum ársfjórðungi nam 1.163 milljónum króna. Er það umtals- vert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra, en þá varð hagnaðurinn 481 milljón króna. Mest munar um hækk- un fjármunatekna en þær aukast úr 616 milljónum á öðrum ársfjórðungi í fyrra, í 1.054 milljónir króna á þessu ári, eða um 71%. Jafnframt aukast ið- gjöld, að frádregnum iðgjöldum sem greidd eru til endurtryggjenda, úr 3.113 milljónum í fyrra, í 3.512 millj- ónir króna á þessu ári, sem er tæplega 13% hækkun. Rekstarkostnaður á tímabilinu jókst um 10% frá sama tíma í fyrra og var 882 milljónir króna. Hið svonefnda samsetta hlutfall, það er hlutfall eigin tjóna að viðbættu kostn- aðarhlutfalli, var 97% á fyrri árshelm- ingi og lækkaði úr 111,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður TM á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.174 milljónum króna en hann var 554 millj- ónir yfir sama tímabil í fyrra. Eigið fé TM var í lok tímabils rúmlega 11 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfallið 32,9%. Sigurður Viðarsson forstjóri segir í tilkynningu til Kauphallar að bætt af- koma TM skýrist af hækkun eigin ið- gjalda og fjárfestingatekna, á sama tíma og tjónskostnaður lækkar. jonth@mbl.is Stórbætt afkoma TM á öðrum ársfjórðungi Morgunblaðið/Kristinn Sigurður segir tjónakostnað minni. FASTEIGNAREKSTUR Hagnaður Regins eftir skatta nam 1.252 milljónum króna á öðrum fjórðungi ársins. Er þetta nær tvö- földun frá sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 640 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins voru 1,7 milljarðar króna á tímabilinu og jukust úr 1,4 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Matsbreyting fjárfestingareigna nam hins vegar 1.352 milljónum króna til hækkunar og er það all- nokkru hærra en á sama tíma í fyrra, þegar liðurinn nam 714 millj- ónum. Í skýringum með árshluta- uppgjörinu kemur fram að eignir félagsins séu metnar á gangvirði á reikningsskiladegi og það sé í sam- ræmi við alþjóðlegan reiknings- skilastaðal. Við matið er stuðst við núvirt framtíðarsjóðsflæði einstakra eigna. Hagnaður Regins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2 milljörðum króna og jókst um 65% á milli ára. Heildareignir Regins nema 80,5 milljörðum króna í lok tímabilsins og hafa vaxið úr 66,6 milljörðum á sama tíma í fyrra. Eigið fé félagsins er 27,1 milljarður króna í lok tíma- bils og eiginfjárhlutfall 34%. jonth@mbl.is Matsbreyting eykur hagnað Regins Morgunblaðið/RAX Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.