Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 11FRÉTTIR
Af síðum
Markaðsgreiningar eru gegnsósa af
vökvatengdum myndlíkingum. En það
væri misráðið að ætla að gera víðtækar
spár um markaðinn byggðar á því hvert
peningarnir munu „streyma“. Markaðir
eru ekki háðir lögmálum vökvafræðinnar,
þannig að þeir bólgni út þegar peningum
er dælt inn og falli saman þegar pening-
arnir eru sogaðir út, líkt og þegar vatni er
hleypt úr baðkarinu. Það er vissulega til-
komumikið að hugsa um magnbundna
íhlutun eins og peningafljót, eða sjá fyrir
sér órólega fjárfesta „taka stefnuna á bakkann“ með veskin full af pen-
ingum. En svona myndmál villir sýn frekar en að gera hlutina skýrari.
Sérhver viðskipti fela í sér að eign er skipt fyrir reiðufé, svo að peningar
fara í rauninni aldrei inn eða út af markaðinum í einhverjum öðrum við-
skiptum sem á eftir fylgja. Hversu mikið er til af „peningum við bakk-
ann“ hefur nákvæmlega ekkert upplýsingagildi um hvert markaður
stefnir í framtíðinni.
Það gæti hjálpað að nota sögulegt dæmi: Þegar komið var fram í
marsmánuð 2009 höfðu fyrirtæki í S&P 500 vísitölunni tapað hálfu virði
sínu (um 5.000 milljörðum bandaríkjadala) á innan við ári. Vökvaþenkj-
andi kenningasmiður hefði þá haldið að 5.000 milljarðar hefðu „streymt
út“ úr þeim markaði. En peningarnir höfðu ekki verið teknir burt, eins
og hver önnur 5.000 milljarða arðgreiðsla. Nei, S&P 500 tapaði einfald-
lega verðgildi. Fjárfestarnir reyndu hver fyrir sig að ná peningum út úr
hlutabréfunum; en sem heild þá reyndist þeim það ómögulegt. Og þó svo
að S&P 500 hafi tekið við sér á sama tíma og magnbundin íhlutun kom til
sögunnar, þá er ekki hægt að fullyrða um straumfræðileg orsakatengsl-
in með vissu. Þegar Japan gerði sams konar tilraun árið 2001 þá lækk-
uðu japönsk verðbréf.
Hugsanavillan felst í því að reyna að sjá fyrir sér peninga sem eitt-
hvað sem má varðveita í eigninni sem peningarnir kaupa, frekar sem
eitthvað sem má nota aftur og aftur. Peningar sitja ekki fastir í eignum,
eins og loft í blöðru, heldur eru þeir í stöðugri hringrás: þeir eru notaðir
til fjárfestinga, til arðgreiðslna, lagðir inn á banka, og svo framvegis.
Fyrir þá sem eru að reyna að útskýra markaðina er þetta erfitt: okkur
er jú, sem tegund, tamt að leita að líkingum við áþreifanlega hluti til að
ráða fram úr heiminum í kringum okkur. En að skilja hvernig markaður
virkar er ekki síður verkefni fyrir félagsvísindamann en verkfræðing,
með allri þeirri óvissu sem í því felst. Hvort sem um er að ræða mörg
þúsund milljarða dala vísitölu eða viðskipti Hollendinga með túl-
ípanalauka á knæpu, þá þarf ekki meira til að verðið breytist en
handsal tveggja einstaklinga.
LEX
AFP
Markaðir: Ekki fljóta
með straumnum
Fjórir af stærstu bönkum heims hafa
tekið höndum saman um að þróa
nýja tegund af stafrænum pening-
um. Þeir vænta þess að nýi gjaldmið-
illinn muni verða nýr staðall til að
gera upp færslur og greiða fyrir fjár-
málaviðskipti í gegnum „block-
chain“-tæknina, þá sömu og bitcoin
rafmyntin hvílir á.
Svissneski bankinn UBS reið á
vaðið með „uppgjörsnotamyntinni“
(e. utility settlement coin) og hafa
Deustche Bank, Santander og BNY
Mellon slegist í hópinn – auk verð-
bréfamiðlunarfyrirtækisins ICAP –
en saman munu þau kynna hug-
myndina fyrir seðlabönkum. Er
stefnt að því að byrjað verði að nota
myntina í viðskiptum snemma á
árinu 2018.
Markmiðið að auka skilvirkni
Þetta útspil, sem var kynnt í gær
miðvikudag, er eitt af skýrustu dæm-
unum um hvernig bankar vinna sam-
an við gerð tiltekinnar „blockchain“-
tækni til að beisla krafta dreifðra
tölvukerfa og auka skilvirknina í
pípulögnum fjármálamarkaða.
„Í dag eru viðskipti á milli banka
og stofnana erfið, tímafrek og dýr,
sem skýrir hvers vegna við erum öll
með stórar bakvinnsludeildir,“ segir
Julio Faura, yfirmaður rannsókna og
þróunar hjá Santander. „Þetta snýst
um að straumlínulaga kerfið og gera
það skilvirkara.“
Dregur úr verulegum kostnaði
„Blockchain“-tæknin byggist á
flóknu mengi algríma sem gera það
mögulegt að nota í viðskiptum svo-
kallaðar rafmyntir – bitcoin þar á
meðal – sem sannreyna má á rafræn-
an hátt yfir kerfi af mörgum tölvum,
með engri miðlægri höfuðbók.
Eftir að hafa haft efasemdir í
fyrstu um tæknina og áhyggjur af
mögulegum svikum, eru bankarnir
nú farnir að skoða hvernig þeir geta
tekið hana í sína þjónustu til að flýta
fyrir uppgjörskerfunum í bakvinnsl-
unni og losa um milljarða virði af
fjármagni, sem í dag er bundið í að
bera uppi viðskipti á alþjóðlegum
mörkuðum.
Heildarkostnaður fjármálageirans
af greiðslum og uppgjörum á milli
banka er metinn á 65 til 80 milljarða
bandaríkjadala árlega, samkvæmt
skýrslu sem Oliver Wyman tók sam-
an í fyrra.
Fleiri að feta sig í sömu átt
Í dag er verið að þróa nokkur staf-
ræn peningakerfi. Setl í London,
sem vogunarsjóðir og stjórnendur
verðbréfafyrirtækja stofnuðu í fyrra,
stefnir líka að því að gera upp
greiðslur á fjármálamörkuðum með
stafrænum peningum sem verða
tengdir beint við seðlabankana.
Citigroup er að þróa eigin „Citi-
coin“-lausn á meðan Goldman Sachs
hefur lagt inn umsókn um einkalefi á
„SETLcoin“ sem á að gera mögulegt
að ljúka viðskiptum nær samstundis.
JPMorgan er líka að vinna að svip-
uðu verkefni.
Engin bið eftir tilfærslum
Uppgjörsnotamyntinni fyrr-
nefndu, sem byggist á lausn sem
þróuð var af Clearmatics Tech-
nologies, er ætlað að gera
fjármálafyrirtækjum kleift að borga
fyrir verðbréf, svo sem skuldabréf
eða hlutabréf, án þess að þurfa að
bíða eftir því að gengið sé frá hefð-
bundnum tilfærslum á peningum. Í
staðinn yrði notast við stafræna pen-
inga sem eru tengdir beint við inn-
leysanlegt reiðufé hjá seðlabönk-
unum, og þannig dregið bæði úr
tímanum og kostnaðinum við upp-
gjörið sem fer fram eftir sjálf við-
skiptin.
Þessar myntir, sem öllum má
skipta í ólíka gjaldmiðla, myndu vera
geymdar á „blockchain“, eða annars
konar dreifðu höfuðbókarkerfi, svo
að það mætti skipta þeim í hvelli
fyrir verðbréfin sem á að kaupa eða
selja.
„Það þarf að hafa einhverja teg-
und af stafrænu reiðufé á þessum
dreifðu höfuðbókum til að geta haft
hámarksávinning af þessari tækni,“
segir Hyder Jaffrey, sem stýrir fjár-
málatækniþróun hjá UBS. „Það ger-
ir okkur kleift að taka út þann tíma
sem ferlarnir taka, eins og að bíða
eftir að greiðslan berist. Þetta losar
um fjármagn sem situr fast í ferl-
inu.“
Hann segir að teymið sem vinnur
að verkefninu muni verja næsta
árinu í að tryggja sér bæði leyfi og
samstarf stjórnvalda og seðlabanka.
Stefnt er að því setja kerfið af stað á
„takmarkaðan og áhættulítinn“
máta snema á árinu 2018. Meðlimir
hópsins halda því fram að kerfið auki
á gegnsæið hvað stjórnvöld varðar.
Seðlabanki Bandaríkjanna, Eng-
landsbanki og Kanadabanki eru í
hópi þeirra seðlabanka sem eru að
skoða mögulega kosti stafrænna
gjaldmiðla. Meðal þeirra atriða sem
valda áhyggjum er öryggismálin og
hver áhrifin gætu orðið á stöðugleika
bankakerfisins.
David Treat, sem fer fyrir blockha-
in-teymi Accenture, segir tæknina
enn vera á því stigi að það vanti „þrjú
til fimm ár áður en við sjáum hana
innleidda á stórum skala og allmörg
ár til viðbótar þar til hún verð-
ur í almennri notkun.“
Stóru bankarnir þróa
nýjan gjaldmiðil
Eftir Martin Arnold
Þótt framtíð bitcoin sé enn
óráðin er mikill áhugi á
meðal banka á því að nýta
tæknina á bak við myntina
til þess að greiða fyrir
uppgjörum í fjármála-
viðskiptum.
AFP
Eftir að hafa haft efasemdir um tæknina á bak við bitcoin eru risabankar nú
orðnir mjög áhugasamir um að taka hana í þjónustu sína í greiðsluuppgjörum.