Morgunblaðið - 25.08.2016, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016FÓLK
Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðs-
dómslögmaður hefur verið ráðin í
starf framkvæmdastjóra Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.
Heiðrún lauk meistaraprófi í lög-
fræði árið 2007 og hefur starfað hjá
LEX lögmannsstofu frá þeim tíma
sem fulltrúi og síðar einn eigenda.
Hún hefur einnig lokið prófi í verð-
bréfaviðskiptum.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
eru hagsmunasamtök íslenskra fyrir-
tækja í sjávarútvegi. Tilgangur
þeirra er meðal annars að stuðla að
hagkvæmni íslensks sjávarútvegs og
íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og
styðja við nýsköpun og menntun
tengda sjávarútvegi.
Intellecta hafði umsjón með ráðn-
ingarferlinu en um þrjátíu umsóknir
bárust um starfið.
Heiðrún Lind hefur störf á næstu
vikum samkvæmt tilkynningu frá
SFS.
Heiðrún Lind verður
framkvæmdastjóri SFS
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Í gær var hald-
inn morgun-
verðarfundur í Hörpu
um samstarfsverkefni
opinberra aðila og
einkaaðila (e. Public
Private Partnership,
eða PPP) um fram-
kvæmdir og uppbygg-
ingu innviða samfélags-
ins. Fyrir fundinum
stóð Deloitte í sam-
starfi við Samtök iðn-
aðarins. Yfirskrift
fundarins var PPP
verkefni – ábati og
áhættur.
Samstarf
um opinberar
framkvæmdir
Njal Olsen frá Danish Building
and Property Agency tók til máls.
Gunnar Sigurðsson og
Valdimar Svavarsson
frá Virðingu.
Sigurður Páll Hauksson, forstjóri
Deloitte, og Almar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, sem hélt erindi á fundinum.
Ólöf Nordal innan-
ríkisráðherra flutti
opnunarávarp.
Morgunblaðið/Ófeigur
Fjölmenni var í
Kaldalónssalnum í
Hörpu.
MORGUNVERÐARFUNDUR
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
SAECO PHEDRA
Frábær kaffivél fyrir
meðalstór fyrirtæki
5.400,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum