Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Njóttu hálendisins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Árið 2015 var gerð 921 fóstureyðing
á Íslandi en það eru nokkuð færri
aðgerðir en árin á undan. Þetta kem-
ur fram í talnabrunni Embættis
landlæknis. Á árunum 2008-2014
voru framkvæmdar á bilinu 955-981
fóstureyðing hér á landi en þær voru
hins vegar í kringum 900 talsins á
árunum 2004-2007.
Munur er á tíðni fóstureyðinga
þegar þær eru greindar eftir lög-
heimili kvenna. Flestar fóstureyð-
ingar voru hjá konum búsettum á
höfuðborgarsvæðinu og á Suð-
urnesjum, 13 á hverjar 1.000 konur á
frjósemisaldri. Fæstar fóstureyð-
ingar voru hins vegar hjá konum á
Norðurlandi eða 7,1 á 1.000 konur
15-49 ára, og á Austurlandi voru þær
8,2 á 1.000 konur 15-49 ára.
Til samanburðar voru fæðingar á
1.000 konur á frjósemisaldri flestar
hjá konum búsettum á Austurlandi,
65,2, og á Suðurnesjum 55,7 en fæst-
ar á Suðurlandi, 49,4.
Flestar fóstureyðingar voru gerð-
ar hjá konum í aldurshópnum 25-29
ára, eða 19,8 af hverjum 1.000 kon-
um. Lengst af hafa flestar fóstureyð-
ingar verið meðal kvenna á aldrinum
20-24 ára en árið 2015 varð breyting
þar á. Þá voru gerðar 18,6 fóstureyð-
ingar á hverjar 1.000 konur á þeim
aldri.
Færri fóstureyðingar voru gerðar
hjá yngsta aldurshópnum, 15-19 ára,
eða 12,5 stúlkur af hverjum 1.000.
Fóstureyðingum í þessum yngsta
aldurshópi hefur fækkað nokkuð
undanfarin tuttugu ár.
Færri ófrjósemisaðgerðir
625 ófrjósemisaðgerðir voru fram-
kvæmdar árið 2015. Það eru heldur
færri ófrjósemisaðgerðir en tvö ár
þar á undan. Þar af voru 495 aðgerð-
ir gerðar á körlum, 7,2 á hverja 1.000
karlmenn á aldrinum 25-54 ára en
130 á konum eða 1,9 á hverjar 1.000
konur á sama aldri. Undanfarna ára-
tugi hefur mikil breyting orðið á
hlutfalli karla og kvenna sem und-
irgangast ófrjósemisaðgerðir hér á
landi. Ófrjósemisaðgerðum á körlum
hefur fjölgað jafnt og þétt en á sama
tíma hefur dregið verulega úr slík-
um aðgerðum meðal kvenna á Ís-
landi. thorunn@mbl.is
Færri fóstureyð-
ingar árið 2015
Fækkar enn hjá yngstu stúlkunum
Eldvarnareftirlit Brunavarna Árnes-
sýslu hefur oftar en einu sinni gert at-
hugasemdir við brunastiga þar sem
þrítug kona féll 6,3 metra niður um op
á mánudagskvöld. Síðasta athuga-
semd var gerð í lok árs 2015. Að sögn
Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra
Brunavarna Árnessýslu, uppfylla
ýmsir þættir við stigann ekki þær ör-
yggiskröfur sem stofnunin gerir.
„Þetta er mál sem er í ferli. Það
hafa verið samskipti um úrlausnir
sem húsráðendur eru að vinna í,“ seg-
ir Pétur.
Vinnueftirlitið er einnig með slysið
til skoðunar, auk þess sem lögreglan á
Suðurlandi rannsakar tildrög þess.
Konan liggur alvarlega slösuð á
Landspítalanum en hún höfuðkúpu-
brotnaði, kinnbeinsbrotnaði og
hryggbrotnaði við fallið. Samkvæmt
upplýsingum frá fjölskyldu hennar er
hún talin lömuð frá brjósti. Slysið átti
sér stað á þriðju og efstu hæð á Aust-
urvegi 6 á Selfossi þar sem Sunn-
lenska fréttablaðið er með aðsetur.
Hæðin er í eigu Sjálfstæðisflokksins á
Selfossi.
Búið var að hengja upp blað á rúðu
inni í húsinu, skammt frá brunastig-
anum, þar sem stóð að bannað væri að
fara út á stigann. freyr@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Athugasemdir
áður verið gerðar
Brunastigi stenst ekki öryggiskröfur
Austurvegur 38 Konan féll rúmlega sex metra niður um op við brunastiga.
Gerðar hafa verið athugasemdir við brunastigann af Brunavarnareftirlitinu.
Minningarstund var haldin í
Hvammstangakirkju í gærkvöldi
vegna manns á sextugsaldri sem
lést eftir að bíll hans fór sjóinn
við höfnina á Hvammstanga í
fyrradag. Maðurinn hét Vilém
Cahel og var af tékknesku bergi
brotinn. Hann lætur eftir sig
sambýliskonu á Hvammstanga.
Að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi hafði hann búið alllengi hér á
landi.
Tilkynnt var að bíllinn hefði
farið í höfnina á fimmta tímanum
í fyrradag. Kafari frá Brunavörn-
um Húnaþings vestra fann bif-
reiðina skömmu fyrir klukkan 17
á hafsbotni um 30 metra frá
bryggjunni.
Ennfremur voru fengnir til að-
stoðar kafarar frá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins og voru
þeir fluttir á vettvang með þyrlu
Landhelgisgæslu Íslands.
Minningarstund
á Hvammstanga
Forseti Íslands, forsætisráðherra
og utanríkisráðherra hafa sent
ítölsku þjóðinni samúðarkveðjur
eftir hina mannskæðu jarðskjálfta
sem riðu yfir mitt landið í vikunni.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, segir í sinni kveðju að
þessar hörmungar minni okkur öll
á ofurkraft náttúruafla en jafn-
framt á þau gildi sem birtist í
framgöngu sjálfboðaliða og björg-
unarsveita sem komi nú fórnar-
lömbum til hjálpar. Myndin af hin-
um fagra bæ Amatrice, sem nú
markist af sorg og rústum, muni
lifa í minningu Íslendinga.
Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra sendi forsætisráð-
herra Ítalíu samúðarkveðjur frá
ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni.
Í kveðjunni segir að Íslendingar
þekki hvað öfl náttúrunnar séu
miskunnarlaus og að stjórnvöld séu
reiðubúin að veita aðstoð. Lilja Al-
freðsdóttir utanríkisráðherra sendi
samúðarkveðjur til utanríkis-
ráðherra Ítalíu og ítölsku þjóð-
arinnar. Sagði hún einnig að ís-
lensk stjórnvöld væru reiðubúin að
veita aðstoð.
Samúðar-
kveðjur
til Ítala
Íslensk stjórnvöld
reiðubúin að aðstoða
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
Kjördæmisráð Framsóknarflokks-
ins í Suðvesturkjördæmi sam-
þykkti í gærkvöld tillögu um að
flokksþing yrði haldið í haust, áður
en gengið verður til þingkosninga
29. október, með um 2/3 atkvæða.
Tillagan hefur verið samþykkt
af þremur kjördæmisþingum, en
Suður- og Norðvesturkjördæmi
samþykktu einnig tillöguna með
meirihluta atkvæða á fundum sín-
um. Tillagan var felld á þingi
Norðausturkjördæmis, kjördæmis
Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar, formanns flokksins. Kjördæm-
isþing í Reykjavík fer fram á
morgun.
Skylt að boða til flokksþings
Samkvæmt lögum Framsóknar-
flokksins er skylt að boða til
flokksþings ef meirihluti kjördæm-
isþinga fer fram á það. Þrjú kjör-
dæmisþing af fimm hafa samþykkt
að flýta flokksþingi og því er ljóst
að flokksþing verður haldið í haust
þar sem kosið verður meðal ann-
ars um forystu Framsóknarflokks-
ins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins og
fyrrverandi forsætisráðherra,
flutti ræðu á þinginu í gær. „Sig-
mundur flutti mjög góða ræðu og
það var gerður góður rómur að
henni,“ segir Willum Þór Þórsson,
þingmaður Framsóknarflokksins í
Suðvesturkjördæmi. Spurður
hvort hann byggist við því að Sig-
mundur Davíð byði sig fram sem
formann flokksins, svaraði Willum
játandi. „Og ég á ekki von á því að
það komi mótframboð.“
Dagsetning flokksþingsins ligg-
ur hins vegar ekki fyrir. Að mati
Willums Þórs væri best ef dag-
setning væri tilkynnt sem fyrst
en hann telur þó ólíklegt að það
komi í ljós á kjördæmisþingi
Reykjavíkur. „Það verður tvöfalt
kjördæmisþing í Reykjavík þar
sem kosið verður á lista.“
Stilla upp á lista
Kjördæmisráð Suðvesturkjör-
dæmis samþykkti einnig í gær-
kvöldi að viðhafa uppstillingu til
að velja á lista kjördæmisins fyrir
þingkosningar í lok október. Bæði
Eygló Harðardóttir, félags- og
húsnæðismálaráðherra, og Will-
um Þór tilkynntu framboð sitt.
Þriðji þingmaður flokksins í
kjördæminu, Þorsteinn Sæ-
mundsson, var ekki á fundinum
en hann hyggst bjóða sig fram í
fyrsta sæti í Reykjavíkur-
kjördæmi norður fyrir næstu
þingkosningar.
Samþykktu að flokksþingi yrði flýtt
Tillagan samþykkt með um 2/3 atkvæða Dagsetning flokksþings er enn óákveðin Eygló Harðar-
dóttir og Willum Þór tilkynntu framboð Ólíklegt að Sigmundur fái mótframboð, segir Willum
Morgunblaðið/Golli
Mættur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætir á kjördæmisþingið í gærkvöld.