Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 19

Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Gengið í Gróttu Fátt er eins hressandi og göngurferð úti í náttúrunni. Borgarbúar þurfa ekki að fara út fyrir borgarmörkin til að komast út í fallega náttúru heldur nægir að rölta út í Gróttu. Eggert Það eru alkunn sannindi að veröldin er samsæri vanget- unnar gegn snilldar- andanum. Þannig hafa vanmáttugir menn barist við ofurefli náttúrunnar öldum saman. Stundum hafa mennirnir betur og beisla náttúruna. Það fer verr þegar barátt- an snýst um náttúrulögmál. Þá verður hugur snillinga eins og hugur villts manns á þokuslungnu fjalli. Í þingsölum Því er þessi formáli hafður á að nú um stundir er háð barátta í þingsölum við margföldunartöfl- una. Sá hluti margföldunartöflunn- ar, sem snýst um hlutfallareikn- ing, öðru nafni prósentureikning, hefur leitt margan snillinginn á þokuslungið fjall. Þegar við bætist að reikna í tveimur víddum og að taka tímaþátt inn í útreikningana missa snillingarnir allar áttir. Þá er gott að hafa þá gáfu sem fáum er gefin, en hún er sú að sjá heim- inn í gráthlægilegu ljósi. Það er dapur sannleikur að allir þurfa þak yfir höfuðið. Það er ein af grunnþörfum mannsins. Aðrar þarfir eru fæði og klæði, félags- þörf, sköpunarþörf og þörfin fyrir álit og viðurkenningu. Kostnaður við að fullnægja þessum þörfum er mældur og breyting á þessum kostnaði er notaður til að leggja mat á verðbólgu í samfélögum. Sumum er ein- staklega illa við áfengi, og telja því að verðbreytingar á áfengi eigi ekki að vera notaðar til að mæla verðbólgu. Slíkt er ósiðlegt! Nýlega er farið að jafna húsnæði við áfengi og að verð- breytingar við að færa þá fórn að eiga hús- næði eigi ekki að vera mælikvarði á verð- bólgu að hluta. Hita- stig sjúklings er jafn eðlilegt eða sjúklegt hvort heldur mælt er á celsíus-kvarða ellegar á kvarða Kelvins eða Fahrenheit. Samningsfrelsi Það eru grundvallarmannrétt- indi að tveir aðilar geti gert samn- inga sín á milli. Grundvöllur samn- inga er að þeir sem semja uppfylli hvor sinn hluta samningsins eins og ákvæði hans hljóða. Í íslensku lagasafni eru samningalög. Í samn- ingalögum segir meðal annars að: „Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða and- stætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig …“ Þannig er reynt að vernda veika aðilann í samn- ingssambandi. Það skýtur því nokkuð skökku við þegar banka er óheimilt að taka við láni í formi innláns frá litlum viðskiptavini þar sem breytilegir vextir eru ákvarð- aðir með hlutlægri mælingu, ef binditími innláns er skemmri en fimm ár. Bankinn má þvert á móti taka við innláni frá veikburða við- skiptavini með skítavöxtum ef binditíminn er skemmri en fimm ár. Þannig sér löggjafinn sérstaka ástæða til að vernda vesalings litla bankann fyrir viðskiptavinum sín- um! Frumvörp Nú liggja fyrir Alþingi tvö frum- vörp. Annað fjallar um aðgerðir til að styðja við kaup á fyrstu íbúð. Þær aðgerðir byggjast á að skatt- þegn verði heimilað að nota and- virði séreignasparnaðar um tak- markaðan tíma til að leggja fram sem höfuðstól við íbúðakaup ell- egar að greiða niður höfuðstól lána. Nú bregður svo við að lög- gjafinn ætlar sér að meta fyrir skattþegninn hvers eðlis lán hann má greiða ef hann hyggst nýta sér heimildir samkvæmt frumvarpinu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skattþegninum sé einungis heimilt að greiða lán sem kölluð eru „óverðtryggð lán“ án þess þó að slík lán séu skilgreind sér- staklega í frumvarpinu. Leiða má líkur að því að átt er við lán með breytilegum vöxtum þar sem breytileiki vegna verðbólgu er ákveðinn með ógagnsærri ágiskun fram í tímann. Nafnið „óverð- tryggt lán“ er því í eðli sínu rangt. Slík lán virðast eiga vera andstæða við „verðtryggð lán“ þar sem breytileiki vaxta er áætlaður með hlutlægri mælingu á vísitölu neysluverðs. Hvað varðar löggjaf- ann um vaxtakjör? Er ekki aðal- atriði málsins að lánið sé veitt til fasteignakaupa? Í frumvarpi um breyting á lög- um um vexti og verðtryggingu er lagt bann við því að þeir sem eru eldri en 35 ára megi taka lán með „verðtryggðum“ kjörum til 40 ára. Þeir sem eru 40-44 ára mega að- eins taka „verðtryggð“ lán til 30 ára. 10 ára stytting lánstíma hefur í för með sér þyngri greiðslubyrði sem nemur 15% miðað við 3,5% vexti. Er það til þæginda fyrir lán- takann? Eða er verið að vernda vesalings bankann fyrir viðskipta- vininum? Er ekki lánstími eðlileg- ur þáttur í samningi lántaka og lánveitanda? Ekki eru gefnar upp málefnanlegar ástæður fyrir af- námi samningsfrelsis þeirra sem komnir eru um miðan aldur. Hvert er löggjafinn kominn ef frum- varpið verður þannig samþykkt? Reynsluvísindi Það er eðlilegt að löggjafar- valdið spyrji: Hvering hafa kjör svokallaðra „óverðtryggðra“ lána verið í samanburði við svokölluð „verðtryggð“ lán á liðnum árum? Fulltrúi forsætisráðuneytisins upp- lýsir að „óverðtryggð“ lán hafi ver- ið með hálfu til einu prósentustigi hærri ávöxtun en „verðtryggð“ lán á síðustu 25 árum. Athugun þess er þetta ritar bendir til að þessi mismunur sé meiri á síðustu fimm árum. Löggjafinn ætlar því að beina lántakendum til að taka lán með kjörum sem eru þeim óhag- stæðari en þörf er á. Vissulega er bjánaskapur góður fyrir þann sem hefur gagn af honum. Sá sem hef- ur gagn af bjánaskapnum er bank- ar. Enn leggst löggjafinn í að vernda vesalings bankana fyrir viðskiptavinum sínum. Hver er þá vandinn? Vissulega er vandi á húsnæð- ismarkaði. Það er vandi að hús- næðisverð hefur hækkað að raun- verði um 60% frá aldamótum. Í þeim frumvörpum sem fjallað er um hér að framan er ekki að finna orð um skort á framboði á íbúðar- húsnæði. Það er hægt að eiga við þætti sem hafa áhrif á eftirspurn til þess eins að hækka verðið ef ekki er átt við framboð á fast- eignamarkaði. Um síðustu aldamót vantaði um 1.500 íbúðir á fast- eignamarkað á höfuðborgarsvæð- inu. Úr þeim skorti hefur ekki ver- ið bætt og vísbendingar eru um að skorturinn hafi aukist fremur en minnkað. Ekki er tekist á við þennan vanda í margnefndum frumvörpum. Það er með öllu óþarft að skak- ast við margföldunartöflu eins og gert er í frumvarpi um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. Markmiði frumvarps um stuðning við kaup á fyrstu íbúð má ná fram með smávægilegum breytingum. En eins og góða konan sagði: Allir sem bera sig vel verða að manni. Þegar á allt er litið þá er meira undir því komið hvernig maður ber sig en hvað maður er í raun og veru. Framsóknarmenn bera sig alltaf vel. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Vissulega er bjána- skapur góður fyrir þann sem hefur gagn af honum. Sá sem hefur gagn af bjánaskapnum er bankar. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Barátta við margföldunartöflu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.