Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 13
skólanum. Fyrir mér er myndlista-
kennsla jafn nauðsynleg og að læra
að lesa, reikna og skrifa. Ég sé að
börn sem eiga í námsörðugleikum
blómstra mörg í myndlistinni. Þess
vegna er hún nauðsynleg. Ég hef
líka kennt unglingum í myndlistar-
vali og mér finnst gaman að sjá að
nokkur þeirra hafa haldið áfram og
eru komin í myndlistarnám. Mér
finnst ég eiga svolítið í þeim.“
Fær óþol og samviskubit
Kalli hefur undanfarin ár snúið
sér aftur að teikningu og tók að sér
að myndskreyta bækur fyrir aðra.
Hann hefur líka sent frá sér tvær
barnabækur, bókina um Smákon og
bókina um Sófus og svínið. Um jólin
munu koma út tvær barnabækur eft-
ir hann í viðbót, framhald af Smá-
koni og bók um íslensku jólasvein-
ana. „Ég teikna líka skopmyndir
eftir pöntunum, en núna langar mig
að snúa mér að málverkinu aftur,“
segir Kalli sem málar eða teiknar á
hverjum einasta degi, annars fyllist
hann óþoli. „Þetta er einhverskonar
samviskusemi, ég fæ samviskubit ef
ég sinni þessu ekki. En fyrst og
fremst er það ánægjan, mér finnst
þetta óendanlega skemmtilegt. Þeg-
ar ég var í Myndlista- og handíða-
skólanum var mikil umræða um mál-
verkið, hvort það væri dautt. Ég var
litaður af þessu og mér fannst ann-
ars flokks að sinna málverkinu,
þannig var andinn. Og að mála raun-
sætt verk þótti hallærislegt, liðin tíð.
Ég stóð því sem hlýðinn strákur við
trönurnar í nokkur ár og málaði ab-
strakt. Ég hafði gott af því, en það er
ekki ég. Það var tabú að mála fólk og
þess vegna fór ég í mótþróa í lok
myndlistarnáms míns og ég málaði
portrett af fólki sem mitt lokaverk-
efni í skólanum. Í portrettunum ligg-
ur það sem ég vil gera. Það koma
tískubylgjur í myndlist eins og öðru,
og þetta verður stundum eins og
trúarbrögð, en hver og einn verður
að fylgja sínu hjarta, annars er það
einskis virði. Maður getur aldrei
gert öllum til hæfis. Þetta snýst um
hvað maður vill gera sjálfur, annars
verður það falskt.“
Mávur Fuglar heilla Kalla líka.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi • Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Xpert 40 beygjuvélin frá Bystronic er auðveld í notkun
og hagkvæm í rekstri. Hún hentar vel þar sem vinnurými
er takmarkað og auðvelt er að færa hana til eftir því sem
aðstæður krefjast.
Auðvelt er að skipta út verkfærum og pressugeta vélarinnar
er allt að 40 tonnum. Vinnslustýrður drifbúnaður dregur úr
orkuþörf um allt 30% og minnkar slit og skemmdir á vél og
verkfærum.
Þriggja fasa rafmagn
Straumur: 16 amp.
Auðveld í flutningum,
hvort sem er með lyftara
eða á hjólum.
Beygjulengd: 1.030 mm
Átaksþyngd: 40 tonn
Lengdarfærsla: 200 mm
Bystronic beygjuvél
Notendavæn og þægileg í meðförum
Við kynnum
þessa frábæru vél
á fimmtudag og
föstudag kl. 13-17
í húsakynnum
Landvéla.
Í Kramhúsinu, dans- og listasmiðju við
Skólavörðustíg í Reykjavík, verður núna
um helgina boðið upp á námskeið í maga-
dansi, sem Linnea Færch hefur umsjón
með, en hún er margfaldur Danmerk-
urmeistari í magadansi og var ein af þeim
sem oft komu og kenndu í Kramhúsinu
þegar magadansinn var að byrja sitt sjálf-
stæða líf hér á Íslandi. Þetta kemur fram á
viðburðasíðu Kramhússins sem og að Linnea kenni magadans hvern daga
heima í Danmörku. Í kvöld hefst námskeiðið kl. 18 og verður þar meðal annars
kynning fyrir byrjendur í magadansi. Vert er að taka fram að hægt er að kaupa
stakan tíma, ekki er nauðsynlegt að vera með alla þrjá dagana.
Endilega…
…skellið ykkur á
helgarnámskeið
í magadansi
Markaðsstemning
Það er alltaf mikið líf og
fjör á útimarkaðinum.
Hljómsveitin Hundur í óskilum hefur
getið sér gott orð fyrir frumlega og
skemmtilega framsetningu á tónlist.
Grípa þeir Svarfdælingar sem skipa
sveitina, Hjörleifur Hjartarson og Ei-
ríkur G. Stephensen, gjarnan til afar
óvæntra hljóðfæra, jafnvel heims-
míðaðra og eiga þeir einnig til að
snúa upp á hina ýmsu texta og
stinga á kýlum samfélagsins. Þeir
verða með tónleika í Edinborgarhús-
inu Ísafirði í kvöld kl. 21. Á efnisskrá
eru lög eftir mörg af ástsælustu
tónskáldum samtímans miðað við
höfðatölu.
Tónleikar Hunds í óskilum
Hundarnir
skemmtilegu
Morgunblaðið/Ómar
Hundarnir Hjörleifur og Eiríkur.