Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tyrkir ákváðuá miðviku-daginn að blanda sér í sýr- lenska borgara- stríðið með meira afgerandi hætti en áður. Tíu skriðdrekar og aðrar bryn- varðar sveitir þustu yfir landa- mærin og hjálpuðu sýrlensk- um uppreisnarmönnum að endurheimta bæinn Jarablus úr höndum Ríkis íslams. Talið er líklegt að Tyrkir muni bæta nokkuð í lið sitt á næstunni og sauma enn frekar að hryðju- verkasamtökunum. Hér er um ákveðna stefnubreytingu að ræða hjá Tyrkjum, en þeir hafa hingað til verið tregir til þess að ljá vesturveldunum lið í Sýrlandi. Á yfirborðinu eru aðgerðir Tyrkja viðbragð við fjölda sjálfsvígsárása á síðustu miss- erum sem Ríki íslams hefur staðið fyrir innan landamæra Tyrklands, nú síðast þegar rúmlega fimmtíu manns, þar af þrjátíu börn, féllu í grimmi- legri árás á brúðkaup í landa- mærabænum Gaziantep. Tyrk- ir hafa því ærna ástæðu til þess að tryggja það að Ríki íslams ráði ekki yfir neinum svæðum þar sem hæglega megi komast yfir landamærin. Þá hafa Tyrkir náð að torvelda mjög birgðaflutninga hryðju- verkasamtakanna með inn- gripum sínum. Það er þó ekki einungis Ríki íslams sem Tyrkir vilja vængstýfa með aðgerðum sín- um. Sýrlenskir Kúrdar hafa reynst helstu bandamenn Bandaríkjanna og vesturveldanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökun- um. Tyrkir óttast að vegsemd Kúrda í Sýrlandi muni aukast fram úr hófi í þeirri baráttu, og þannig gefa baráttu kúrdískra aðskilnaðarsinna norðan landamæranna byr undir báða vængi. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Tyrkir hafa hugsað sér að standa í þessum aðgerðum, en fyrri reynsla bendir til þess að tyrk- nesku hersveitirnar gætu ver- ið margar vikur að ná mark- miðum sínum, þrátt fyrir að bandaríski flugherinn styðji vel við bakið á þeim með loft- árásum. Að einhverju leyti gæti það oltið á viðbrögðum Kúrda, en Tyrkir hafa sett þeim þá afarkosti að draga all- ar vígasveitir sínar austur fyr- ir bakka Efrat á innan við viku. Ákveði Kúrdar að verða ekki við því gæti staðan í Sýrlandi orðið enn flóknari en hún er nú þegar. Það myndi ekki síst setja pressu á Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ef Tyrkir og Kúrdar bærust á banaspjót á sama tíma og enn á eftir að ganga endanlega frá Ríki íslams. Tyrkir hafa marg- vísleg markmið í Sýrlandi} Flækjan eykst enn Fagnaðarlætibrutust út í Kólumbíu í gær þegar fregnir bár- ust af því að búið væri að semja frið á milli ríkisstjórn- ar landsins og uppreisnar- manna í marxísku skæruliða- samtökunum FARC. Segja má að tilefni fagnaðarlátanna hafi verið ærið, þar sem 52 ár eru liðin frá því að FARC hóf ógn- aröld sína í landinu. En þó að samkomulagið sé í höfn er alls ekki á vísan að róa með framhaldið. Hálfrar aldar ófriður markar að sjálfsögðu djúp spor í samfélagið, og þau sár verður erfitt að græða. Þá er engan veginn öruggt að íbú- ar Kólumbíu muni samþykkja samkomulagið, en kosið verður um það í almennri atkvæða- greiðslu hinn 2. október næst- komandi. Það er til dæmis óvíst að al- mennum Kólumbíumönnum þyki nóg að gert þegar kemur að því að refsa þeim FARC- liðum sem höfðu sig hvað mest í frammi, en liðsmenn samtak- anna hafa mörg voðaverk á samviskunni. Talið er að allt að 280.000 manns hafi látist í baráttu þeirra, auk þess sem líf fjölmargra annarra var eyði- lagt með mannránum, grip- deildum, og nauðgunum, allt í nafni marxismans. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að réttað verði yfir FARC-liðum fyrir alvarleg- ustu glæpina, en jafnframt að refsing þeirra verði milduð, gangist þeir við brotum sínum. Munu skæruliðarnir jafnvel losna við að afplána dóma sína í fangelsi ef þeir játa, gegn því að þeir sinni ýmiss konar þegnskylduvinnu. Það situr illa í mörgum Kól- umbíumönnum sem urðu fyrir barðinu á samtökunum, að hugsanlega muni kvalarar þeirra losna við sanngjarna refsingu. Það gæti því orðið grunnt á því góða í Kólumbíu um langa hríð. Engu að síður verður að vonast til þess að samkomulag- ið haldi og að ofbeldið sé að baki. Útlit er fyrir að marxískir skæru- liðar FARC láti af ofbeldi sínu} Horfur á friði í Kólumbíu F yrir rúmu ári ritaði ég pistil í Morg- unblaðið þar sem ég lýsti þeirri sannfæringu minni að þegar allt kæmi til alls væri einstaklings- hyggjan bezta jafnréttisstefnan. Hvers vegna? Jú, einfaldlega vegna þess að hún fer ekki í manngreinaálit eftir því af hvaða kyni fólk er. Samkvæmt henni er fólk einfaldlega ein- staklingar óháð því sem og af hvaða þjóðernis- uppruna það er eða hverra manna fólk er yfir höfuð. Fólk er einfaldlega metið á eigin verðleikum og getu til að mynda til þess að sinna ákveðnum störfum. Hvaða hópum það kann að tilheyra veit- ir fólki þannig hvorki forskot á aðra né stendur því fyrir þrifum. Því miður hefur umræðan um jafnréttismál farið nær alfarið fram á forsend- um vinstrimanna þar sem allt snýst um það af hvaða kyni fólk er rétt eins og raunin var í gamla daga. Bara með öfugum formerkjum ef svo má að orði komast. Sumir sem gefa sig út fyrir að aðhyllast hægrisinnaðar hugsjónir hafa stundum viljað stökkva á þann vagn. Hliðstæðu er fyrir að fara þegar kemur að náttúruvernd. Dæmin sanna að farsælasta leiðin til þess að varðveita verðmæti er eignarrétturinn. Þegar ekki fer á milli mála hver ber ábyrgð á varðveizlunni og hefur beinan hag af því að verðmætunum sé viðhaldið. Eignarrétturinn er enn- fremur forsenda verðmætasköpunar. Geti fólk ekki treyst því að eignarréttur þess sé tryggður er enginn hvati til þess að skapa verðmæti. Dæmin sanna sömuleiðis að einstaklings- framtakið er drifkraftur framfara og verð- mætasköpunar. Helztu framfaraskref sög- unnar hafa verið tekin í krafti þess. Þar sem einstaklingarnir hafa haft svigrúm til þess að skapa og síðan að njóta afraksturs sköpunar sinnar. Sköpunar sem aðrir hafa síðan iðulega notið góðs af í framhaldinu. Fleira má nefna í þessum efnum. Vinstri- menn hafa löngum verið miklir áhugamenn um að hækka skatta á launafólk. En skatta- hækkun er einfaldlega ávísun á launalækkun. Launafólk hefur eftirleiðis minna á milli hand- anna. Að sama skapi felur skattalækkun, líkt og hægrimenn leggja gjarnan áherzlu á en koma síðan lítt í verk, í sér launahækkun. Meira verður eftir í vösum launþega eftir skatta. Þessi umræða hefur hins vegar rétt eins og bæði jafnréttismálin og náttúruverndarmálin nær alfarið verið á forsendum vinstrimanna í stað þess að fara fram á breiðari grundvelli. Stjórnmál eiga að snúast um grundvallarhugsjónir. Stundum getur þurft að gera málamiðlanir en ef engar eru grunnhugsjónirnar er einfaldlega allt til sölu. Ein helzta hugsjón hægrimanna er einstaklingshyggjan og eignarrétturinn. Þar með talið rétturinn til þess að ráð- stafa eigin tekjum. Hægrimenn eiga ekki að gefa afslátt í þeim efnum heldur halda grunnhugsjónum sínum hátt á lofti og sannfæra aðra um að þeir bjóði einfaldlega upp á beztu stefnuna. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Bezta stefnan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ópíóíðalyfjanotkun hefuraukist mikið í þjóðfélaginusíðustu ár, ekki bara hjáfíklum heldur líka hjá fólki almennt sem er t.d. með sjúkdóma. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson yf- irlæknir á Vogi. Undir flokk ópíóíða- lyfja falla m.a. contalgin, oxycodone og fentanýl sem eru vinsæl til vímu- efnaneyslu. Hægt er að rekja nítján dauðsföll á Íslandi á árinu 2015 til neyslu á ópíóíða-lyfjum eins og fent- anýls en lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakar nú hvort andlát ungs manns um síðustu helgi megi tengja neyslu lyfsins. Læknalyf virðast vera það sem fíklar sækja í umfram ólögleg fíkni- efni en rannsóknir hafa sýnt að fíklar velja lyf eins og rítalín uno fram yfir önnur efni. Eftirsóttasta lyfið meðal fíkla á Íslandi í dag er contalgin, ox- ycodone er einnig mikið notað og þá fentanýl. Öll hafa þau sömu verkun. Götumarkaðsvirðið er hátt á þessum lyfjum, sterkasta pakkningin af ox- ycodone er 80 mg, í pakkningunni eru 98 stykki og er götuverðið núna 5.000 til 8.000 kr. fyrir eitt stykki. Því væri hægt að auðgast um hálfa millj- ón til átta hundruð þúsund á því að selja oxycodone í stykkjatali á göt- unni ef ein pakkning fæst ávísuð frá lækni. Þórarinn segir að verðbreyt- ingar á lyfjum séu mjög hraðar, verð- ið sé mismunandi eftir vikudögum og tíma sólarhringsins. „Contalgin og oxycodone ganga mikið kaupum og sölum en ekki fentanýl. Það kemur stundum inn og er þá kannski bundið við einstakling sem er í sérstökum tengslum,“ segir Þórarinn. Í samstarf við lögregluna Ólafur B. Einarsson, verkefnis- stjóri lyfjamála hjá Embætti land- læknis, segir að þar hafi verið fylgst með neyslu á lyfseðilsskyldum lyfj- um eins og fentanýli í nokkurn tíma. Embættið hyggur bráðlega á fund með lögreglunni til að ræða þau mál. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í lyfjaávísunum til þessara ein- staklinga. Í mörgum tilvikum sjáum við það ekki, þeir sem eru í þessu ástandi fá lyfin oftast með öðrum hætti heldur en ávísuð beint sjálfir,“ segir Ólafur. Erfitt er að koma í veg fyrir að lyf gangi kaupum á sölum á almennum markaði en vonir standa til, að sögn Ólafs, að ávinningur gæti náðst ef samstarf Embættis land- læknis við lögregluna verður að veru- leika. Gera sér upp veikindi Allir ávísaðir lyfseðlar, hvort sem þeir eru handskrifaðir eða raf- rænir, eiga að fara inn í lyfjagagna- grunn embættisins en um 900 læknar hafa aðgang að honum. Læknar mættu þó vera virkari í notkun gagnagrunnsins að sögn Ólafs en þar inni geta þeir m.a. séð hvort tilteknir einstaklingar eru að ganga á milli lækna eða að fá óeðlilega mikið magn af verkjalyfjum ávísað á sig. „Þessi grunnur er að sanna sig varðandi ýmis lyf en það eru vandræði þegar fólk er að gera sér upp veikindi til að fá lyf til þess að selja,“ segir Ólafur. Þórarinn segir að á Vogi hafi þau orðið vör við notkun fentanýls í mörg herrans ár. „Áður fyrr voru þessi sterku verkjalyf aðeins notuð innan sjúkrahúsa, en það hef- ur gjörbreyst á kannski tveimur áratugum, nú fær fólk lyfin heim og þann- ig komast þau í um- ferð.“ Ópíóíðalyf eftirsótt til vímuefnaneyslu Eftirsótt Lyfseðilsskyld lyf eins og fentanýl eru eftirsótt til vímuefnaneyslu. Hættan af notkun ópíóíðalyfja er ekki minni en af ólöglegum fíkniefnum. Fentanýl kemur í plástraformi en til vímuefna- neyslu er plásturinn oftast leystur upp og fíkillinn sprautar efninu í sig. Mjög erfitt er að átta sig á því hversu hár styrk- urinn er á efninu við slíka notk- un, en styrkurinn í plástrunum getur verið gríðarlega hár og því auðvelt að taka of stóran skammt. Efnin valda önd- unarlömun. „Erfitt er að reikna út hvert þolið fyrir lyfjunum er nema það sé notað á hverjum degi. Þannig að nýr neytandi er í mikilli hættu á að deyja ef hann fer að nota lyfin því hann misreiknar þolið. Þá er fentanýl sérstaklega hættulegt hvað það varðar að erfitt er að vita hversu stór skammturinn er, erfitt er að átta sig á hvaða magn er fengið með því að leysa upp plásturinn,“ segir Þórarinn. Auðvelt að taka of mikið FENTANÝL Þórarinn Tyrfingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.