Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 3490,- alla fimmtudaga „Ég tók einn fallegan stein. Hef gert það í öllum þeim jarðgöngum sem ég hef komið nálægt sem þingmaður eða ráðherra og raða þeim upp í blómabeðinu við inn- ganginn hjá mér í Kópavoginum,“ segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann var viðstaddur loka- sprengingu í göngunum um Húsavíkurhöfða í fyrradag og tók þá stein til að bæta í safnið. Kristján á nú steina úr báðum Héðinsfjarðargöng- unum, Bolungarvíkurgöngum, Norðfjarðargöngum, Vaðlaheiðargöngum og Húsavíkurhöfðagöngum. „Þeir sóma sér vel við innganginn. Ég sé þá í hvert skipti sem ég geng þar um og þeir minna mig þvílíkar byltingar hafa orðið og munu verða með þessum göngum, bættar samgöngur og öruggari og styrkari innviðir. Ég get tekið heimabæ minn sem dæmi, Siglufjörð, ég tel að Héðinsfjarðargöngin hafi skipt sköpum fyrir hann,“ segir Kristján. Hann segir að allir steinarnir séu fal- legir enda valdir af kostgæfni. Ekki hafa þó allir enst vel. „Þegar ég tók stein úr fyrstu sprengingu Norðfjarð- arganga fannst mér við hæfi að hann væri rauðleitur eins og Neskaupstaður. Ég stillti honum upp í blóma- beðinu, lengst til vinstri og fremst. Um veturinn moln- aði hann hins vegar og varð að lítilli þúfu. Mér skilst nú að hann sé úr bergi sem ekki hefur næga hörku. Ég valdi því nýjan stein þegar síðasta haftið var sprengt. Ég var með Stefáni Þorleifssyni, sem varð 100 ára á dögunum, og við völdum nýjan stein úr miðjum göng- unum. Hann er grjótharður, eins og Stefán og Norð- firðingar allir. En hann er ekki rauður. Það er kannski tímanna tákn í stjórnmálasögu heimsins,“ segir Krist- ján. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rauði steinninn úr Norð- fjarðargöngum molnaði í duft Kristján Möller safnar steinum úr öllum jarðgöngum sem hann hefur komið að Lögreglan var við hraðamælingar á Neshaga í nágrenni Melaskóla í gær og þar ók rúmlega fimmtungur ökumanna of hratt eða yfir leyfðum hámarkshraða. Ástandið í Rofabæ við Árbæjarskóla í gærmorgun var enn verra, en þar ók tæplega þriðj- ungur ökumanna of hratt. Sama brotahlutfall var í ná- grenni Ölduselsskóla á þriðjudag og í fyrradag ók hátt í fimmtungur ökumanna of hratt framhjá Klé- bergsskóla á Kjalarnesi. Loks er að nefna að helmingur ökumanna, eða 50%, ók of hratt þegar lögreglan var við hraðamælingar í námunda við Hólabrekkuskóla og Fellaskóla á mánudag. Ekki er ástæða til að ætla að ástandið sé eitthvað skárra við aðra grunnskóla í umdæminu, en lögreglu hafa borist kvartanir vegna þessa, m.a. frá áhyggju- fullum foreldrum í Grafarholti Hraðamælingar það sem af er vikunni sýna að brothlutfallið í og við grunnskólana er hátt og full ástæða til að minna ökumenn á að aka hægar og sýna meiri tillitssemi, segir í frétt frá lögreglunni. Lög- reglan minnir ökumenn, enn og aft- ur, á að aka varlega, ekki síst í ná- munda við skóla enda margir þar á ferli, m.a. nýir vegfarendur sem eru að hefja skólagöngu. Undan- farna daga hafa hátt í 200 ökumenn verið staðnir að hraðakstri í og við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og eiga hinir sömu sekt yfir höfði sér. Hraðakstur algengur í grennd við grunnskóla Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er gríðarlegur skellur. Það er alveg sama hvort þú ert verka- maður eða forritari, þú myndir ekki þola vel yfir 10% lækkun á launum þínum,“ segir Sæþór Gunnsteins- son, sauðfjárbóndi í Presthvammi í Aðaldal, um ákvarðanir Norðlenska og fleiri sláturleyfishafa að lækka verð til bænda í haust. Greitt er 10% lægra verð fyrir dilka en í fyrra og 38% lægra verð fyrir fullorðið fé. Ákvörðun sláturleyfishafa hefur kallað fram sterk viðbrögð í sveitum landsins. „Við höfum okkar tekjur af innlegginu og þetta er því bein tekjuskerðing,“ segir Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Hún leggur afurðir sínar inn á Vopnafirði og hefur sláturhúsið þar tilkynnt 12% verðlækkun í bréfi til framleiðenda. „Verðlækkun kemur ekki sérstak- lega á óvart, hún var yfirvofandi, en ég átti ekki von á að hún yrði svona mikil,“ segir Guðrún. Verslunin með stærri hlut Sæþór segir að boðuð verðlækk- un skerði tekjur hans bús um 600 þúsund krónur á sama tíma og kostnaður sé að aukast. Á síðustu árum hafi orðið 15-20% raunlækkun á verði til bænda. „Engin önnur stétt myndi þola það,“ segir hann. „Maður bara grætur þegar maður sér innleggsseðilinn í haust,“ segir Guðrún Ragna. Guðrún og Sæþór óttast að verðþróunin hafi slæm áhrif á at- vinnugreinina. „Sauðfjárræktin er ekkert öðruvísi en aðrar greinar. Ef ekki er hægt að borga viðunandi verð til framleiðenda geta menn ekki staðið í þessu. Bændur fá um 30% af smásöluverði lambakjöts. Það er alveg fáránlegt því ýmsir aðrir í þjóðfélaginu hafa gott út úr því að höndla með kjötið, ekki endi- lega sláturleyfishafar, þeir hafa það ekki of gott, en verslunin virðist vera með þjóðina í skrúfstykki. Ég vil skipta kökunni á réttlátari hátt. Ekki getur verið eðlilegt að versl- unin fái hærra hlutfall af kjötverð- inu en bóndinn sem er að framleiða kjötið en verslunin er að sýsla með það í nokkra daga,“ segir Sæþór. Hann segir að ef enginn ætlar að gefa eftir af sínum hlut í kjötverð- inu verði kjötið einfaldlega að hækka út úr búð svo allir fái sitt. „Vandinn liggur hvorki hjá bænd- um né sláturleyfishöfum, hann ligg- ur hjá einokunarversluninni sem er hér.“ Líka hringlað með samninga Guðrún segir að sú tekjuskerðing sem við blasi sé ekki eina áhyggju- efni bænda. „Það er líka verið að hringla með búvörusamninga sem bændur eru búnir að samþykkja í atkvæðagreiðslu og áttu að gilda í tíu ár. Allt hefur þetta neikvæð áhrif og líklegt að fólk hugsi sinn gang ef það verður viðvarandi tekjuskerðing,“ segir Guðrún og bætir því við að allavega verði ekki sú endurnýjun í stéttinni sem kallað hefur verið eftir. „Ég sé ekki að ungt fólk flykkist í þetta.“ „Hér er ekkert atvinnuleysi og alls staðar vantar fólk,“ segir Sæ- þór um framtíðina. „Það hugsa sjálfsagt margir sér til hreyfings.“ Sjálfur segist hann bundinn niður á þúfuna sína, eins og fleiri, og háður þessum lífsstíl. „En það er slæmt að geta ekki haft aðeins kaup af því.“ Vilja réttlátari skiptingu kjötverðs  Verðlækkun á sauðfjárinnleggi mælist illa fyrir í sveitum landsins  Engin önnur stétt myndi þola slíka tekjuskerðingu, segir sauðfjárbóndi  Talið líklegt að fólk hugsi sér til hreyfings Morgunblaðið/Eggert Réttir Smalamennskur og réttir eru framundan og bændur eiga engan kost annan en að senda lömb sín í sláturhús, sama hvaða verð er í boði. Stjórn Sauðfjárbændafélags Suður-Þingeyjarsýslu sendi frá sér ályktun í gær þar sem skorað er á Norðlenska að endurskoða verðskrá sína. Verði það ekki gert eru bændur hvattir til að endur- skoða þá ákvörðun að greiða í stofnsjóð Búsældar sem er móðurfélag Norð- lenska. Norðlenska er því í eigu bænda, eins og flest slátur- félögin. Samtök bænda ráða þó engu um reksturinn því stjórnirnar eru kjörnar til að gæta hagsmuna fyrirtækj- anna, eins og Sæþór Gunn- steinsson bendir á. Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi og stjórnarmaður í Bændasam- tökum Íslands, hefur skorað á stjórn Búsældar að láta endurskoða verð Norð- lenska. Þá segist hann ekki sjá sér fært að leggja hlutafé inn í félagið í haust. Leggja ekki inn hlutafé Í EIGU BÆNDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.