Morgunblaðið - 26.08.2016, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Ben-Hur
Eftir að hefðarmaðurinn Judah Ben
Húr er ranglega sakaður um glæp af
æskuvini sínum Messala og í kjölfar-
ið hnepptur í þrældóm sver hann
þess dýran eið að hefna sín. Á sama
tíma kynnist hann Jesú og verður
djúpt snortinn af boðskap hans.
Myndin er bygg á skáldsögunni Ben-
Hur: A Tale of the Christ eftir Lee
Wallace sem út kom 1880. Nokkrar
myndir hafa verið gerðar eftir bók-
inni, þeirra frægust myndin frá 1959
með Charlton Heston í titilhlutverk-
inu. Leikstjóri myndarinnar er Tim-
ur Bekmambetov, en í helstu hlut-
verkum eru Jack Huston, Morgan
Freeman, Toby Kebbell og Pilou As-
bæk.
Rotten Tomatoes: 30%
Metacritic: 37/100
Pelé: Birth of a Legend
Í myndinni Pelé: Birth of a Legend
er farið yfir lífshlaup knattspyrnu-
mannsins Pelé með sérstaka áherslu
á bakgrunn hans og æsku sem ein-
kenndist af fátækt. Leikstjórar eru
Jeff og Michael Zimbalist. Kevin de
Paula leikur Pelé fullorðinn en Leon-
ardo Lima Carvalho leikur hann
ungan. Pelé sjálfum bregður fyrir í
örlitlu hlutverki sem hótelgestur.
Rotten Tomatoes: 19%
Metacritic: 39/100
A Clockwork Orange
Bíó Paradís býður í kvöld kl. 20
upp á staka sýningu á klassísku
myndinni A Clockwork Orange frá
1971. Sagan gerist í Bretlandi í dy-
stópískri framtíð þar sem tóm-
hyggja og ofbeldishneigð einkennir
ungar kynslóðir sem alast upp í
sjúku samfélagi sem er allt í senn
spegilmynd fortíðar, nútíðar og
framtíðar. Myndin byggist á sam-
nefndri skáldsögu Anthony Burg-
ess. Leikstjóri er Stanley Kubrick
og í aðalhlutverki er Malcolm
McDowell.
Rotten Tomatoes: 90%
Metacritic: 78/100
Bíófrumsýningar
Hefnd, fótbolta-
goðsögn og klassík
Ofbeldismaður Malcolm McDowell
í hlutverki sínu sem Alex.
Tónlistarstarf
Fella- og Hóla-
kirkju hefur
verið einkar líf-
legt í sumar en í
kvöld mun
franski orgel-
leikarinn Aure-
lion Fillion efna
til hljómleika í
aðalsal kirkj-
unnar klukkan
20. Fillion kemur til með að leika
klassísk barokkverk auk nokk-
urra nútímaverka. Ætlun org-
elleikarans með þeirri blöndu
sinni er að sýna fram á tengslin
þar á milli.
Franskir tónar
í Efra-Breiðholti
Aurelion
Fillion
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Viðfangsefni sýningarinnar er í
raun tvíþætt. Annars vegar að
horfa á fjölbreyttar birtingar-
myndir leirs og hins vegar að sjá
hvernig ólíkir einstaklingar nálgast
viðfangsefnin á ólíkan hátt,“ segir
Hildur Steinþórsdóttir en hún fer
með sýningarstjórnun sýning-
arinnar Tilraun – leir og fleira
ásamt Rúnu Thors. Sýningin verður
opnuð í aðalsal Hafnarborgar í
kvöld klukkan 20 en þar mun tutt-
ugu og einn listamaður sýna verk
sín.
Leirinn er nær alls staðar
Sýningin er samtal sjónlista við
leir þar sem vísað er í ólíka heima
iðnaðar, lista, nytjalista og hönn-
unar. Þátttakendur sýningarinnar
koma úr ólíkum starfsstéttum sjón-
lista. Þeir nota allir leir í verkum
sínum en voru gefin mismunandi
orð til að vinna þau út frá. Sýning-
arstjórn er í höndum hönnunar-
tvíeykisins TOS sem er eins og áður
segir skipað arkitektinum Hildi og
vöruhönnuðinum Rúnu en hug-
mynd þeirra að sýningunni var val-
in úr innsendum tillögum síðastliðið
haust þegar kallað var eftir til-
lögum að haustsýningu í safninu
fyrir árið 2016 en safnið kallar ár-
lega eftir tillögum að haustsýningu
hvers árs.
„Við Rúna höfum í gegnum tíðina
unnið mest að fjölbreyttum hönn-
unarverkefnum tengdum steypu.
Við höfum auk þess verið að kenna
saman í Listaháskólanum og í
Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Aðdragandinn að sýningunni var sá
að fyrrverandi nemandi Rúnu, sem
er í stjórn Leirlistafélags Íslands,
hafði samband við hana og skoraði á
okkur tvær að hanna sýningu og
senda í keppnina. Sýningin er ekki
á vegum Leirlistafélagsins en félag-
ið er hins vegar þrjátíu og fimm ára
í ár og var umhugað um að leirinn
yrði sýnilegur í ár. Okkur fannst
hugmyndin skemmtileg og
ákváðum að taka hana lengra. Við
lögðumst því í hugmyndavinnu og
niðurstaðan varð þessi sýning, Til-
raun – leir og fleira,“ segir Hildur.
„Við gáfum listamönnunum mis-
munandi orð sem þeir unnu síðan
verkin út frá. Leir er einstaklega
áhugavert efni og hægt að vinna
ýmislegt úr honum. Hér áður fyrr
voru heilu byggingarnar unnar úr
leir og í dag handleikum við leir
daglega, til að mynda er postulín í
kaffibollum og flestöllum baðher-
bergjum. Oddurinn á flugvélum er
auk þess búinn til úr keramíki þar
sem efnið er einkar sterkt. Leir er
einnig notaður í tannviðgerðir auk
þess sem smáhlutir í tölvuiðn-
aðinum eru margir hverjir úr ker-
amíki. Með orðunum sem við gáfum
listamönnunum settum við því leir í
mismunandi samhengi sem sýnir
ólíkar birtingarmyndir hans. Lista-
mönnunum fannst það spennandi
áskorun að fá þennan útgangspunkt
til þess að vinna út frá og útkoman
er mjög áhugaverð og skemmtileg,“
segir hún.
Sýningarstjóraspjall á morgun
„Þessi hópur er búinn að vinna að
sýningunni frá því í febrúar og
uppskeruhátíðin verður í kvöld.
Verkin eru mjög fjölbreytt og sýn-
endur nálgast leirinn frá ólíkum
sjónarhornum og viðhorfum. Þau
eru ekki öll úr leir en efnið kemur
mjög sterkt við sögu í öllum verk-
unum. Þarna má finna myndbands-
verk, skúlptúra auk ýmiss annars.
Sum verkin eru fullmótuð en önnur
sýna rannsókn eða vinnuferli. Okk-
ur fannst það einmitt mjög áhuga-
vert að sjá mismunandi verk á mis-
munandi stigum,“ segir Hildur.
„Þátttakendurnir sem eru að
sýna hérna þekktust ekki innbyrðis
áður og koma úr mjög ólíkum geir-
um. Við erum búin að vera að kynna
þá hvern fyrir öðrum á meðan þeir
eru búnir að vera að setja upp verk-
in. Þetta er algjör draumahópur og
það er búið að vera ótrúlega gaman
að vinna með honum. Maður trúir
því varla að þetta sé tuttugu og einn
listamaður, það er allt búið að
ganga svo vel. Okkur finnst frábært
að Hafnarborg hafi valið þessa sýn-
ingu til uppsetningar en hún mun
standa til 23. október. Þá verður
einnig málþing og vinnustofa með-
an á sýningunni stendur,“ segir
Hildur að lokum en þess má geta að
sýningarstjórarnir verða með sýn-
ingarstjóraspjall fyrir gesti Hafn-
arborgar á morgun klukkan 14.
Þá má þess einnig geta að sýning
sænska hönnuðarins Jenny Nord-
berg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, hand-
gerð framleiðsla, verður einnig opn-
uð í Sverrissal Hafnarborgar á
sama tíma en Nordberg mun flytja
gjörning á opnuninni.
Margt býr í leirnum
Sýningin Tilraun – leir og fleira verður opnuð í aðalsal Hafnarborgar í kvöld
Tuttugu og einn listamaður sýnir þar listaverk sem öll eru tengd leir
Morgunblaðið/Ófeigur
Leir Hildur Steinþórsdóttir og Rúna Thors eru sýningarstjórar sýningarinnar.
Listaverk Verkin á sýningunni eru öll tengd leir á einn eða annan hátt.
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík
BEN-HUR 8, 10:35
NÍU LÍF 4, 6
HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10
SAUSAGE PARTY 10:30
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4
JASON BOURNE 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 4
TILBOÐ KL 4