Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 8

Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íbætiefni ÖskjurTunnur Saltfiskkassar Pækilblanda Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Saltsekkir Karfapokar Fínt salt Fötur Plastpokar Coex pokar Í slendingar virðast enn eiga eftir að komast almennilega upp á lagið með að borða krækling. Samt selur Nesskel alla sína framleiðslu á innanlandsmark- að. „Markaðurinn hefur stækkað um 100% á milli ára, og er það fyrst og fremst út af fjölgun ferðamanna. Við erum með góðan sölumann sem þjónustar veitingahúsin í miðborg Reykjavíkur fyrir okkur og er eft- irspurnin mikil,“ segir Bergsveinn Reynisson, stjórnandi og eigandi Nesskeljar. Bergsveinn á einnig hlut í vinnslu- fyrirtækinu Ice- landic Mussel Company en þar er bróðir hans aðaleig- andi og stýrir daglegum rekstri. Segja má að saga Nes- skeljar hefjist þegar Berg- sveinn er 12 ára gutti að vinna við þangskurð á Breiðafirði. Stundum kom kræklingur með þanginu og gæddi Bergsveinn sér á honum með bestu lyst. Hann fékk líka að alast upp á bóndabýli og í sláturhúsi og segir Bergsveinn það hafa verið góðan undirbúning fyrir kræklingaræktunina. „Eftir á að hyggja þá er það, ef eitthvað er, betri undirbúningur fyrir þetta starf en að hafa unnið við fiskveiðar. Í kræk- lingaræktinni er maður með lifandi dýr í höndunum og þarf að gæta sem best að hagsmunum þess.“ Þúsundir stunda í sjálfboðavinnu Til að byrja kræklingarækt þarf bát, kaðal og leyfi frá Matvælastofnun. Síðan þarf ómælda þolinmæði og vinnu, að sögn Bergsveins en Nes- skel hóf starfsemi árið 2007. „Konan mín er fjármálastjórinn og segir hún mér að síðustu áramót hafi ég loks- ins verið kominn á launaskrá en mér reiknast til að um 16.000 stundir hafi ég verið að vinna sjálfboða- vinnu.“ Saga kræklingarækt- unar á Íslandi er stutt og telst Bergsveini til að fyrstu til- raunir með rækt- un hafi verið gerðar árið 1988. Í Kanada, Skot- landi og Noregi er greinin búin að skjóta rótum og ræktunin með lengri sögu. „En Frakkarnir eru komnir lengst enda voru þeir byrjaðir að rækta krækling þegar við vorum að skrifa Íslendingasögurnar.“ Aðstæður til ræktunarinnar eru ágætar á nokkrum stöðum umhverf- is landið en haga verður ræktuninni eins og best hentar á hverjum stað. Fyrst af öllu er löngum kaðli kom- ið fyrir í sjónum, með botnfestar í báða enda. Þarf mikla þyngd til að halda köðlunum á sínum stað enda geta hafstraumar togað af miklum krafti, og hvað þá þegar um 10 tonn af skelfiski hafa fest sig við kaðalinn. „Við suðvesturland þar sem er betra fæðuframboð og hlýrri sjór er búið að ná uppskeruhæfri skel á 12 mán- uðum, en fyrir norðan fer hrygn- ingin af stað seinna á sumrinu og sjórinn er kaldari, og getur tekið tvö eða jafnvel þrjú ár að ná réttri stærð,“ útskýrir Bergsveinn. Vex í grisjupokum Trixið er að ná kræklingnum áður en hann losnar af kaðlinum, og setja í svokallaðar pulsur –eins konar grisjupoka þar sem hægt er að láta bláskelina vaxa meira. „Margir hafa gefist upp eftir að hafa verið að bas- last í þessu í 2-3 ár og svo tekið upp kaðlana til þess eins að uppgötva að kræklingurinn er farinn.“ Kræklingurinn á sér nokkra óvini, eins og t.d. krossfiskinn, en skæð- astur er æðarfuglinn. „Kræklingur er um 40% af fæðu æðarfugls og þarf að gæta þess að ræktunin sé nógu langt undir yfiborðinu. Annars er æðarfuglinn fljótur að komast upp á lagið með það að hreinsa af reip- unum og viðist fuglinn geta kafað tugi metra undir sjávaryfirborðið ef hann veit að fæðan er þar til staðar.“ Annað vandamál er að tryggja að fiskveiðar raski ekki ræktuninni. „Kræklingarækt nýtur ekki sömu verndar að þessu leyti og fiskeldi og geta bátar veitt nánast ofan í lín- unum okkar. Úti fyrir Stykkishólmi virðist það hafa gerst að síldin áttaði sig fljótt á því að hún var óhult ef hún hélt sig nálægt kræklingarækt- uninni og virðist hafa orðið til þess að skipstjórar hafi ákveðið sem svo að svaraði kostnaði að skemma kræklingaræktunina til að ná síld- inni í nótina.“ Lærði veiðarnar af Hollendingi Nú er svo komið að Nesskel reiðir sig að mestu á að veiða kræklinginn frekar en að stóla á það sem finna má á köðlunum. Til þess er notaður sér- stakur kræklingaplógur frá Hollandi og segir Bergsveinn að kúnstin sé að láta plóginn ekki fara svo djúpt að hann dragi upp eintóman sand af botninum. Er kræklingurinn því næst settur í pulsur, pulsunum svo komið aftur ofan í sjóinn og sóttar þegar skelfiskurinn hefur fengið tækifæri til að stækka meira. „Í dag eru nánast 90% af okkar framleiðslu komin til með þessum hætti.“ Segir Bergsveinn að það hafi orðið honum til happs að ungur hollenskur kræklingabóndi gaf sig fram við hann skömmu eftir hrun. „Hann hafði verið í faginu frá 18 ára aldri og fékk áhuga á Íslandi þegar sparifé fjölskyldunnar festist inni á reikn- ingi hjá Icesave. Hafði Hollending- urinn mikla reynslu af að veiða krækling með plóg og varð úr að hann heimsótti okkur og fínkembd- um við saman Breiðafjörðinn. Veið- arnar gengu vel en þó ekki svo vel að Hollendingnum þætti svara fyrir- höfn, fyrir sína parta, að halda áfram að skoða möguleikana hér við land.“ Með rispur eftir hrúðurkarla Þegar kræklingurinn hefur náð réttri stærð kemur hann úr pulsunni nánast eins og vínberjaklasi þar sem skeljarnar hafa fest sig rækilega hver við aðra. Þá hefst hreinsunar- ferlið og er best að nota vélar til þess. Má líka hreinsa kræklinginn í höndunum en er seinlegt og erfitt verk. „Ég er einmitt búinn að vera að bisast við það undanfarna daga og er með svona 50 hrúðurkarlarispur á höndunum í augnablikinu,“ segir Bergsveinn. Notaðar eru nokkurs konar burstavélar við hreinsunina og bæði losa þær kræklingana frá hver öðrum og hreinsa burt sand, tóm- ar skeljar og önnur óhreinindi sem slæðast með, auk þess að stærðar- flokka skelina. Skelin fer síðan yfirleitt í 2,5 kílóa pakkningar með ís og endingartím- inn á bilinu 5-7 dagar á sumrin en allt að tvær vikur á veturna. Er hægt að framleiða krækling allt áríð um kring, nema þegar þörungavöxtur truflar. „Þá er skelin viðkvæm næst hrygningu, erfiðara að halda henni á lífi auk þess að hún hefur ekki eins gott bragð. Hins veg- ar virðist íslenskur kræklingur vera mun fljótari að jafna sig eftir hrygn- ingu en kræklingurinn annars stað- ar.“ ai@mbl.is Selur allan kræklinginn innanlands Fara þarf gætilega við kræklingaveiðarnar og með- höndla bláskelina rétt svo að varan verði góð Kræfur Bergsveinn segir æðarfuglinn geta komist í kræklingaræktina. Eftirsótt Það eru einkum ferðamennirnir á veitingastöðunum í miðbænum sem borða kræklinginn. Fylli Eins og myndin sýnir vantar ekki kræklinginn, ef rétt er staðið að ræktuninni. Flestum hefur verið kennt að fara mjög varlega við að leggja sér krækling til munns. Þörungar geta orðið til þess að eitruð efni safnast upp í kræklingnum og á vissum tímum árs er ráðlegt að sneiða alfarið hjá þessum annars ljúf- fenga mat. „Þumalputtareglan er sú að borða krækling aðeins í mánuðum sem inni- halda stafinn „r“, það er að segja frá september fram í apríl. En þumalputta- reglur eru þó einmitt bara það og eru gerðar mjög ítarlegar mælingar áður en kræklingurinn er veiddur og sendur á markað,“ segir Bergsveinn. „Fyrst er tekið sýni úr sjó til að athuga hvort þar eru til staðar þörungar sem geta vald- ið eitrun, og ef þörungarnir finnast er tekið sýni úr skelinni til að greina hvort eitur finnst í holdinu. Enginn kræklingur er seldur á Íslandi án þess að ströng- ustu kröfum hafi verið fullnægt.“ Að elda krækling er ekki flókið. Bergsveini finnst best að setja hann í pott með engu öðru. „Þegar skelin byrjar að opna sig er hún tilbúin til átu,“ segir hann. „Sumum líkar ekki salta sjávarbragðið sem fæst með þessari eldun. Er þá hægt að setja um hálfa dós af litlum bjór út í pottinn á móti hverju hálfu kílói af kræklingi, um það leyti þegar skelin er að byrja að opna sig. Þannig fæst mildara bragð.“ Mælt og vaktað áður en sent er á markað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.