Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Á
hugaverðir hlutir eru að
gerast í heimi siglinga- og
fiskleitartækja og er það
japanska fyrirtækið
Furuno sem leiðir þró-
unina. Richard Már Jónsson er raf-
magnsverkfræðingur hjá Brimrún
sem hefur verið umboðsaðili Furuno
á Íslandi allt frá stofnun áríð 1992.
„Furuno hefur lengi verið fremst í
flokki á alþjóðavísu, bæði í siglinga-
og fiskleitartækjum. Framleiðir fyr-
irtæki radara, sónara, dýptarmæla
og ýmsan búnað þeim tengdan, og
eru tækin í notkun bæði á kaup-
skipum og fiskiskipum,“ segir Rich-
ard en Furuno var stofnað árið 1948
strax upp úr seinni heimsstyrjöld.
„Það gefur þeim líka sérstöðu að
ekki eru mörg fyrirtæki eftir í dag
sem framleiða fiskleitartæki í þess-
um gæðaflokki.“
Skýrari mynd en áður
Ein merkilegasta framförin í dýpt-
armælum byggist á svokallaðri
CHIRP-tækni sem er skammstöfun
fyrir „Compressed High Intensity
Radar Pulse“. „Eins og nafnið gefur
til kynna er þessi tækni upprunnin
úr radartækninni og hefur nýlega
verið tekin upp í dýptarmælum og
sónörum. Helsta breytingin felst í
því að í stað þess að senda út bylgju
á einni tíðni t.d. 50kHz, þá er sendur
úr bandbreiður púls frá t.d. 30 til 70
kHz,“ útskýrir Richard. „Þetta gerir
það að verkum að hægt er að marg-
falda greiningargetu dýptarmæl-
anna. Með gömlu tækninni var hægt
að greina á milli tveggja fiska með
einar millisekúndu púls ef 75 cm
voru á milli þeirra en nú má að-
greina tvo fiska í hafinu þó aðeins 2
cm skilji þá að.“
Með þetta tæki við höndina getur
skipstjórinn t.d. gert betur grein-
armun á stórum fiskum og fiskitorf-
um, og jafnvel greint hvaða tegund
hann sér á skjánum. „Dæmi um
hvernig tæknin nýtist er skipið Saga
sem veiðir hestamakríl við strendur
Afríku. Hestamakríllinn sækir í átu
Gefa skýrari mynd af fiskinum
CHIRP-tæknin þýðir að
sjómenn geta gert sér
betri grein fyrir hvaða
tegundir sjást á dýpt-
armælinum
Morgunblaðið/Þórður
Notagildi „Það ætti t.d. að vera hægt að greina með töluverðum líkum muninn á loðnutorfu annars vegar og síldartorfu hins vegar,“ segir Richard Már.