Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Á hugaverðir hlutir eru að gerast í heimi siglinga- og fiskleitartækja og er það japanska fyrirtækið Furuno sem leiðir þró- unina. Richard Már Jónsson er raf- magnsverkfræðingur hjá Brimrún sem hefur verið umboðsaðili Furuno á Íslandi allt frá stofnun áríð 1992. „Furuno hefur lengi verið fremst í flokki á alþjóðavísu, bæði í siglinga- og fiskleitartækjum. Framleiðir fyr- irtæki radara, sónara, dýptarmæla og ýmsan búnað þeim tengdan, og eru tækin í notkun bæði á kaup- skipum og fiskiskipum,“ segir Rich- ard en Furuno var stofnað árið 1948 strax upp úr seinni heimsstyrjöld. „Það gefur þeim líka sérstöðu að ekki eru mörg fyrirtæki eftir í dag sem framleiða fiskleitartæki í þess- um gæðaflokki.“ Skýrari mynd en áður Ein merkilegasta framförin í dýpt- armælum byggist á svokallaðri CHIRP-tækni sem er skammstöfun fyrir „Compressed High Intensity Radar Pulse“. „Eins og nafnið gefur til kynna er þessi tækni upprunnin úr radartækninni og hefur nýlega verið tekin upp í dýptarmælum og sónörum. Helsta breytingin felst í því að í stað þess að senda út bylgju á einni tíðni t.d. 50kHz, þá er sendur úr bandbreiður púls frá t.d. 30 til 70 kHz,“ útskýrir Richard. „Þetta gerir það að verkum að hægt er að marg- falda greiningargetu dýptarmæl- anna. Með gömlu tækninni var hægt að greina á milli tveggja fiska með einar millisekúndu púls ef 75 cm voru á milli þeirra en nú má að- greina tvo fiska í hafinu þó aðeins 2 cm skilji þá að.“ Með þetta tæki við höndina getur skipstjórinn t.d. gert betur grein- armun á stórum fiskum og fiskitorf- um, og jafnvel greint hvaða tegund hann sér á skjánum. „Dæmi um hvernig tæknin nýtist er skipið Saga sem veiðir hestamakríl við strendur Afríku. Hestamakríllinn sækir í átu Gefa skýrari mynd af fiskinum CHIRP-tæknin þýðir að sjómenn geta gert sér betri grein fyrir hvaða tegundir sjást á dýpt- armælinum Morgunblaðið/Þórður Notagildi „Það ætti t.d. að vera hægt að greina með töluverðum líkum muninn á loðnutorfu annars vegar og síldartorfu hins vegar,“ segir Richard Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.