Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 29
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Flytjum gámana
út um allt land
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Halldór Ármannsson tilkynnti á
fundi stjórnar Landssambands smá-
bátaeigenda í síðustu viku að hann
myndi ekki gefa kost á sér til endur-
kjörs sem formaður sambandsins.
Fram kemur á vef LS að Þórður
Birgisson, eigandi og útgerðarmað-
ur Mána ÞH 98
og Ingu ÞH 198,
hefur ákveðið að
bjóða sig fram til
formennsku.
Þórður er 44 ára
Húsvíkingur og
gerir þaðan út en
er búsettur á Ak-
ureyri. Þórður er
félagsmaður í
Kletti - félagi
smábátaeigenda
Ólafsfjörður - Tjörnes.
Halldór ætlar að hverfa aftur til
starfa hjá útgerðinni sem hann á
ásamt föður sínum, en þeir feðgar
gera út tvo báta, Stellu og Guðrúnu
Petrínu, segir á vef LS. Ef ekki hefði
komið til úrvals mannskapur sem
starfaði hjá þeim hefði honum aldrei
tekist, nánast án samviskubits, að
sinna starfi formanns LS í þau tæp
þrjú ár sem hann hefði staðið vakt-
ina, segir þar.
Halldór sagðist líta á það sem mik-
inn heiður að hafa starfað fyrir smá-
bátaeigendur á efsta þrepi. Hann
hefði í formannstíð sinni kynnst fjöl-
mörgum vinklum í starfinu sem
hann hefði ekki órað fyrir að væru
afgreiddir á þann hátt sem gert
væri. En hagsmunabarátta væri
ólíkindatól enda náskyld pólitíkinni.
Gumað af samráði
Á vef Landssambands smábátaeig-
enda segir ennfremur: „Halldór
nefndi sérstaklega fundi hags-
munaaðila hjá Hafrannsóknastofnun
þar sem stofnunin kynnir tillögur til
stjórnvalda um hámarksafla. Þar
nikkaði hver hagsmunaaðilinn á fæt-
ur öðrum til samþykkis. Steininn
hefði þó tekið úr í júní sl. Þá hefði
ekki dugað að mikill meirihluti um-
bjóðenda þeirra væri þeirrar skoð-
unar að sjórinn væri fullur af þorski
og því ástæða til að auka verulega
við þorskaflann. Að gera ekki at-
hugasemdir við 5.000 tonna aukn-
ingu væri óskiljanlegt. LS væri utan
þessara meðvirkni og markaði sína
sérstöðu með ábyrgum og vel
ígrunduðum tillögum.
Í starfinu hafi líka komið honum á
óvart vinnubrögð atvinnuveganefnd-
ar Alþingis. Pukrast væri með til-
lögur til breytinga á lögum um
stjórn fiskveiða þar til samið hefði
verið um þinglok. Þá væri með
klukkustunda fyrirvara kallað í
hagsmunaaðila og þeim kynnt hvað
nefndin hefði í hyggju. Í örafgreiðslu
þingsins væri svo gumað af víðtæku
samráði.“
Halldór
hættir
sem for-
maður LS
Halldór
Ármannsson
Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú
unnið að endurskoðun strandveiði-
kerfisins. Þar er m.a. skoðað sér-
staklega hvort hefja eigi strand-
veiðitímabilið á svæði D, sem nær
frá Höfn í Borgarbyggð, fyrr til að
koma til móts við óskir sjómanna á
svæðinu en þeir telja fiskigöngu
aðra miðað við tímabilið sem gefið er
til veiða samkvæmt lögum.
Í frétt frá ráðuneytinu segir m.a:
„Við breytingar á úthlutunum
aflaheimilda milli svæða fyrir árið
2016 var tilgangurinn m.a. að ná
meiri jöfnuði á meðalveiði á bát. Á
strandveiðivertíðinni sem nú er ný-
lokið náðist það markmið að ná jafn-
ari meðalveiði á bát. Svæði D sker
sig hins vegar töluvert úr en þar er
veiði að jafnaði mun lakari en á hin-
um svæðunum. Vannýtt aflaheimild
hefur verið í lok tímabila töluverð á
svæði D samanborið við önnur
svæði, slíkt á þó ekki við vegna árs-
ins 2016 þar sem allar aflaheimildir
nýttust.“
Hrollaugur, félag smábátaeigenda
á Hornafirði, og fleiri félög á suður-
svæði gagnrýndu ráðherra harka-
lega í sumar fyrir að skerða heim-
ildir á suðursvæði um 200 tonn á
sama tíma og 400 tonnum var bætt í
strandveiðipottinn í heildina. M.a.
var bent á 22% nýliðun á strandveið-
um á svæðinu á þessu ári og 109%
aukningu landana á svæðinu í maí-
mánuði.
Afli sem nýttur er til strandveiða
kemur af 5,3% heildarafla hverrar
tegundar sem er frádregin sam-
kvæmt lögum um stjórn fiskveiða.
Þá er einnig afli til línuívilnunar,
rækju og skelbóta, frístundaveiða,
áframeldi á þorski og byggðastuðn-
ings veittur af þessum prósentum af
heildarafla.
Strandveiðar hófust fyrst í júní
2009 og var heildarmagnið þá 4.000
tonn en í ár var leyfilegur heildarafli
9.000 tonn og er það aukning um 400
tonn frá fyrra ári. aij@mbl.is
Strandveiðikerfið í endurskoðun Ónotaður kvóti í lok tímabils eftir svæðum A-D
200.000
2011
2012
2013
2014
2015
2016
150.000
100.000
50.000
0
-50.000
-100.000