Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 29 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Flytjum gámana út um allt land Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Halldór Ármannsson tilkynnti á fundi stjórnar Landssambands smá- bátaeigenda í síðustu viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til endur- kjörs sem formaður sambandsins. Fram kemur á vef LS að Þórður Birgisson, eigandi og útgerðarmað- ur Mána ÞH 98 og Ingu ÞH 198, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku. Þórður er 44 ára Húsvíkingur og gerir þaðan út en er búsettur á Ak- ureyri. Þórður er félagsmaður í Kletti - félagi smábátaeigenda Ólafsfjörður - Tjörnes. Halldór ætlar að hverfa aftur til starfa hjá útgerðinni sem hann á ásamt föður sínum, en þeir feðgar gera út tvo báta, Stellu og Guðrúnu Petrínu, segir á vef LS. Ef ekki hefði komið til úrvals mannskapur sem starfaði hjá þeim hefði honum aldrei tekist, nánast án samviskubits, að sinna starfi formanns LS í þau tæp þrjú ár sem hann hefði staðið vakt- ina, segir þar. Halldór sagðist líta á það sem mik- inn heiður að hafa starfað fyrir smá- bátaeigendur á efsta þrepi. Hann hefði í formannstíð sinni kynnst fjöl- mörgum vinklum í starfinu sem hann hefði ekki órað fyrir að væru afgreiddir á þann hátt sem gert væri. En hagsmunabarátta væri ólíkindatól enda náskyld pólitíkinni. Gumað af samráði Á vef Landssambands smábátaeig- enda segir ennfremur: „Halldór nefndi sérstaklega fundi hags- munaaðila hjá Hafrannsóknastofnun þar sem stofnunin kynnir tillögur til stjórnvalda um hámarksafla. Þar nikkaði hver hagsmunaaðilinn á fæt- ur öðrum til samþykkis. Steininn hefði þó tekið úr í júní sl. Þá hefði ekki dugað að mikill meirihluti um- bjóðenda þeirra væri þeirrar skoð- unar að sjórinn væri fullur af þorski og því ástæða til að auka verulega við þorskaflann. Að gera ekki at- hugasemdir við 5.000 tonna aukn- ingu væri óskiljanlegt. LS væri utan þessara meðvirkni og markaði sína sérstöðu með ábyrgum og vel ígrunduðum tillögum. Í starfinu hafi líka komið honum á óvart vinnubrögð atvinnuveganefnd- ar Alþingis. Pukrast væri með til- lögur til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða þar til samið hefði verið um þinglok. Þá væri með klukkustunda fyrirvara kallað í hagsmunaaðila og þeim kynnt hvað nefndin hefði í hyggju. Í örafgreiðslu þingsins væri svo gumað af víðtæku samráði.“ Halldór hættir sem for- maður LS Halldór Ármannsson Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun strandveiði- kerfisins. Þar er m.a. skoðað sér- staklega hvort hefja eigi strand- veiðitímabilið á svæði D, sem nær frá Höfn í Borgarbyggð, fyrr til að koma til móts við óskir sjómanna á svæðinu en þeir telja fiskigöngu aðra miðað við tímabilið sem gefið er til veiða samkvæmt lögum. Í frétt frá ráðuneytinu segir m.a: „Við breytingar á úthlutunum aflaheimilda milli svæða fyrir árið 2016 var tilgangurinn m.a. að ná meiri jöfnuði á meðalveiði á bát. Á strandveiðivertíðinni sem nú er ný- lokið náðist það markmið að ná jafn- ari meðalveiði á bát. Svæði D sker sig hins vegar töluvert úr en þar er veiði að jafnaði mun lakari en á hin- um svæðunum. Vannýtt aflaheimild hefur verið í lok tímabila töluverð á svæði D samanborið við önnur svæði, slíkt á þó ekki við vegna árs- ins 2016 þar sem allar aflaheimildir nýttust.“ Hrollaugur, félag smábátaeigenda á Hornafirði, og fleiri félög á suður- svæði gagnrýndu ráðherra harka- lega í sumar fyrir að skerða heim- ildir á suðursvæði um 200 tonn á sama tíma og 400 tonnum var bætt í strandveiðipottinn í heildina. M.a. var bent á 22% nýliðun á strandveið- um á svæðinu á þessu ári og 109% aukningu landana á svæðinu í maí- mánuði. Afli sem nýttur er til strandveiða kemur af 5,3% heildarafla hverrar tegundar sem er frádregin sam- kvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Þá er einnig afli til línuívilnunar, rækju og skelbóta, frístundaveiða, áframeldi á þorski og byggðastuðn- ings veittur af þessum prósentum af heildarafla. Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn en í ár var leyfilegur heildarafli 9.000 tonn og er það aukning um 400 tonn frá fyrra ári. aij@mbl.is Strandveiðikerfið í endurskoðun Ónotaður kvóti í lok tímabils eftir svæðum A-D 200.000 2011 2012 2013 2014 2015 2016 150.000 100.000 50.000 0 -50.000 -100.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.