Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
S
umar konur hafa haslað
sér völl á frystitogurum.
Halla Sif Guðmunds-
dóttir var sjókona á
þriggja ára tímabili á
frystitogaranum Kristínu EA 410
sem gerður er út frá Akureyri.
„Ég byrjaði sem hjálparkokkur
vorið 2011 einn túr. Svo fór ég að
vinna sem háseti og vann sem
slíkur nánast allt það ár. Svo byrj-
aði ég í háskólanámi árið 2012 og
var svo á sjónum næstu tvö sum-
ur. Ég gerði hlé á sjómennskunni
þegar ég varð ófrísk af dóttur
minni, sem ég eignaðist árið 2014.
Ég lít á mig sem sjómann í leyfi.“
„Hvað kom til að þú ákvaðst að
fara sjóinn?
„Það var nú bara þannig að
mamma mín, Margrét Melstað
sem vinnur hjá Samherja, sagði
mér að það vantaði hjálparkokk –
eða messa – og ég ákvað að skella
mér einn túr sem slíkur. Ég vissi
lítið um hvað ég var að hella mér
út í en þetta gekk ljómandi vel.
Og mér líkaði vel. Ég hef líklega
búið til svo góðan mat að ég köll-
uð upp í brú. Þar var skipstjórinn
og sagði: „Vilt þú ekki fara á
dekkið næsta túr?“ það þýðir að
verða háseti. En þá vissi ég í
raunar ekki hvað þetta þýddi –
hélt að ég ætti að fara að hífa
trollið og fleira því um líkt. En
þegar ég komst að því að ég ætti
að fara í fiskvinnsluna á dekkinu
þá leist mér mun betur á tilboðið.
Varstu eina konan um borð?
„Á þessum tíma var ég eina
konan í vinnslunni en stundum var
hjálparkokkurinn kona og þá vor-
um við tvær um borð. Það var
ágætt en skipti samt ekki meg-
inmáli, mér líkaði vel þótt ég væri
ein með strákunum.“
Fyrst hjálpuðu strákarnir mér –
svo hættu þeir því
Er þetta erfið vinna?
„Já, hún er það. Fyrst hjálpuðu
strákarnir mér og kenndu mér til
verka, en svo þegar ég var orðin
reyndari þá hættu þeir því og þá
þurfti ég meira að sanna að ég
ætti skilið að vera á sjó sem há-
seti. „Látum stelpuna gera þetta
og sjáum hvað hún getur,“ sögðu
þeir þá. Kannski hafa þeir bara
haft svona mikla trú á mér. En ég
tek fram að þeir voru allir þrjátíu
mjög almennilegir við mig. Þriðja
sumarið var frænka mín, Aðal-
heiður Alfreðsdóttir, líka að vinna
á sama skipi sem háseti. Það var
skemmtilegt.“
Fenguð þið gott kaup?
„Við fengum mjög gott kaup en
þetta er líka mikil viðvera. Maður
vinnur átta tíma og fær svo frí-
vakt í aðra átta tíma. Síðan kemur
næsta átta tíma vakt og þannig
koll af kolli, hvort sem skipið er á
sjó eða í höfn. Hver túr er tvær
vikur í senn og maður fer nokkra
túra samfellt og fær svo frí einn
túr.“
Reynir þetta mikið á krafta?
„Það fer eftir því í hvaða starfi
maður er. Í heild reynir þessi
vinna mikið á úthald. Ég var tutt-
ugu og eins árs þegar ég byrjaði
sjómennskuna og í góðu formi.
Það er lykilatriði ef maður ætlar
að eiga roð í karlana og halda
starfinu. Karlmannslíkaminn er
óneitanlega harðgerari og það
segir til sín í svona starfi þegar til
lengdar lætur.“
Öryggisgleraugun voru
eftirminnilegur grikkur
Hvernig var félagslífið hjá þér í
þessum túrum?
„Það var bara gott. Það var fífl-
ast endalaust og strákarnir gerðu
mér alls konar grikki sem hlegið
hefur verið mikið að í gegnum ár-
in. Þeir létu mig fyrst vera með
öryggisgleraugu til að ég „sæi
fiskinn betur“. Svo sátu þeir við
öryggismyndavélarnar og fylgdust
með mér labba um allt með þessi
gleraugu. Ég var ákveðin í standa
mig og arkaði um allt með gler-
augun. Svo skildi ég ekkert í að ég
var alltaf ein að vinna og drekka
kaffi. Fannst þetta hundleiðinlegt.
Síðan fór ég að átta mig á að eitt-
hvað var einkennilegt við einsemd
mína. Loks skildi ég að strákarnir
gátu beinlínis ekki unnið með mér,
þeir hlógu svo mikið að mér með
öryggisgleraugun.
Þeir náðu mér alveg. Ég var
alltaf að passa gleraugun þegar
pása var og pússa þau strákunum
til ómældrar skemmtunar. Þetta
voru þrír góðir dagar fyrir þá.“
Ég var líka send upp í eldhús til
að sækja „slöngustrekkjarann“.
Ég hljóp til, var fullviss um að
slíkur gripur væri svokölluð hosu-
spenna. En kokkurinn vorkenndi
mér af því að það var búið að gera
svo mikið at í mér í túrnum að
hann sagði: „Halla mín, það er
ekkert til sem heitir slöngu-
strekkjari.“ Ég var óneitanlega
mjög pirruð út í strákana vegna
þessa. Það bjargaði mér að ég á
auðvelt með hlæja að sjálfri mér
og gat þannig lifað með þessu.“
Sjómennskan hentar
illa með barneignum
Hvenær varðst þú svo „fullgild“?
„Ætli það hafi ekki verið sum-
arið eftir að ég var tekin alvarlega
og varð venjulegur háseti. Ég
reyndi auðvitað aðeins að borga
fyrir mig – en þeir voru bara svo
margir að það þýddi ekkert.“
Gætir þú hugsað þér að gera
sjómennsku að ævistarfi?
„Ég hugsa að ég gæti það ekki.
Ég er sjúkraþjálfari að mennt og
starfa nú sem slíkur. Sjómennskan
er mikil tarnavinna. Ég vildi ekki
vera alltaf á sjó en ég vil samt
fara aftur á sjóinn um tíma. Þetta
er ekki starf sem hentar með
barneignum en ég sé fyrir mér að
vilja fara með vissu millibili á sjó-
inn. Það er það sem ég stefni að í
framtíðinni.“
Er sjómennskan karlmanns-
vinna?
„Nei, hún er það hreinlega ekki.
Það eru til karlar sem geta verið á
sjó og karlar sem geta það ekki. Á
sama hátt eru til konur sem geta
verið á sjó og konur sem geta það
ekki. Þetta ræðst ekki af kyni
heldur hverskonar manngerð
manneskjan er. Höndlar viðkom-
andi þá einangrun sem sjó-
mennskunni fylgir og það að geta
kúplað sig algjörlega frá því sem
er að gerast í landi. Sem og að
geta unnið undir því mikla álagi
sem fylgir sjómennskunni. Það er
málið. Ég hvet stelpur á öllum
aldri til að skoða með fullri alvöru
hvort þær vilji og geti farið á sjó-
inn. Þetta er lærdómsríkt starf og
skilar mikilli lífsreynslu. Ég mun
búa að minni sjómannsreynslu alla
ævi.“
gudrunsg@gmail.com
Sjómennska er ekki kynbundið starf
„Það var fíflast endalaust og strákarnir gerðu mér
allskonar grikki sem hlegið hefur verið mikið að í
gegnum árin. Þeir létu mig fyrst vera með öryggis-
gleraugu til að ég „sæi fiskinn betur“. Svo sátu þeir
við öryggismyndavélarnar og fylgdust með mér
labba um allt með þessi gleraugu,“ segir Halla Sif.
Réttu handtökin Halla Sif og Aðalheiður Alfreðsdóttir frænka hennar við fitumælingu á fiski. Félagar til sjós Halla Sif og Einar Rafn Stefánsson í fiskvinnslunni.
Heillandi Halla Sif Guðmundsdóttir er ennþá veik fyrir sjómennskunni.
Fjárfesting sem borgar sig
ísvélar
íshúsið
-Hágæða amerísk framleiðsla -Áratuga reynsla á Íslandi.
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
www.isvelar.is