Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 48

Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin A llt umhverfis landið er að finna sjávarlífverur sem Ís- lendingar fúlsa við en þykja herramannsmatur í öðrum löndum. Sumar tegundirnar eru sama sem ekkert nýttar á með- an aðrar hafa að- eins verið veidd- ar í skamman tíma og kaupend- urnir matgæð- ingar í löndum allt frá Frakk- landi og Banda- ríkjunum til Kína. Guðrún Þór- arinsdóttir er sérfræðingur í botndýrum hjá Hafrannsóknastofn- un og nefnir hún sæbjúgað sem dæmi um tegund sem var ekkert nýtt þar til nýlega. „Árið 2003 hóf- ust tilraunaveiðar og jukust veið- arnar smám saman þar til þær náðu hámarki árið 2011 með rúm- lega 2.600 tonna heildarafla. Veið- arnar fara allar fram á þekktum, afmörkuðum svæðum sem búið er að rannsaka, og ákveða aflahámark fyrir, en sæbjúgun finnast víða og eflaust mætti nýta fleiri svæði eftir kortlagningu og stofnstærðarmat,“ segir Guðrún en sæbjúgun eru seld á Kínamarkað. „Þar hafa sæbjúgu verið hluti af mataræðinu í margar aldir og fór svo að Kínverjarnir of- nýttu eigin stofna og þurrkuðu upp mörg veiðisvæði. Í Kína er sæbjúga heilsu- og lúxusfæði en er einnig nýtt í lyf og snyrtivörur og þykir jafnvel geta aukið kynorku karl- manna.“ Guðrún hefur sjálf prufað að elda sæbjúgu en í Kína er algengt að nota þetta hráefni í súpugerð og ýmsa rétti. „Aðeins skrápur sæ- bjúgans er nýttur til matar en hann samanstendur af bindivef og fimm litlum vöðvum sem þykja góður matur. Sú uppskrift sem ég fann kvað á um að sjóða sæbjúgað í fjóra tíma, enda ofboðslega seigt dýr. Síðan steikti ég sæbjúgnabit- ana í sesamolíu, bragðbætti með ýmsu kryddi og bar fram með hrís- grjónum og salati. Þeim sem smökkuðu þótti rétturinn vel æt- ur.“ Ígulker með sítrónu Önnur tiltölulega nýleg útflutnings- tegund er ígulkerið. „Veiðarnar hér við land byrjuðu árið 1993 og var þá mjög mikill áhugi fyrir því víða um heim að selja ígulker inn á Kínamarkað. „Sá markaður hrundi á árunum 1994-95 en þá strax var veiðimagnið hérlendis orðið gíf- urlega mikið, og raunar svo mikið að helsta veiðisvæðið í Breiðafirði eyðilagðist. Við þetta lögðust ígul- kerjaveiðarnar af en hófust aftur árið 2006 og hafa síðan aukist smám saman. Árið 2016 voru veidd rúm 250 tonn og veiðarnar fóru all- ar fram á afmörkuðu svæði í Breiðafirði,“ segir Guðrún. Aðalmarkaðurinn fyrir fersk ís- lensk ígulker hefur verið í Frakk- landi. Frakkanum þykir hrognin í ígulkerinu hið mesta lostæti og get- ur Guðrún tekið undir það. „Ígul- kerin eru borin fram hrá og ísköld, og hrognin borðuð beint upp úr skelinni með gaffli. Þegar ég bauð upp á þennan mat fannst heim- ilisfólkinu hrognin ekki lystug en mér fannst þau mjög góð, sérstaklega með ögn af sítrónusafa. Hugsa ég að ígulker gætu alveg átt heima á matseðli íslenskra veit- ingastaða.“ Krossfiskar og marglyttur Hafró berast endrum og sinnum fyrirspurnir um ýmsar tegundir sjávarlífvera og hvort þær finnist í nægilegu magni til að geta staðið undir veiðum og útflutningi. Nefn- ir Guðrún í þessu sambandi kross- fiska og marglyttur. Guðrún játar að vita ekki hvernig krossfiskur eða marglyttur eru notuð í mat- seld. „Mögulega er hráefnið þurrk- að og marið í duft en kaupendurnir væru helst í Suðaustur-Asíu,“ segir hún og bætir við að stærð kross- fiska- og marglyttustofnanna sé ekki þekkt. „Nýtingarmöguleik- arnir eru til staðar og safnast til dæmis mikið af krossfiski undir böndunum þar sem kræklingarækt fer fram. Vandinn er sá að það er dýrt að leita nýrra tegunda, gera stofnstærðarmat og nauðsynlegar rannsóknir til að vita hve mikið væri óhætt að veiða. Af þeim sjávarlífverum sem Guð- rún telur skynsamlegast að sjó- menn beini sjónum sínum að nefnir hún fyrst kúfskelina, þar sem tölu- verðar upplýsingar eru til um þá tegund, bæði útbreiðslu, stofnstærð og líffræði. Kúfskel var veidd hér við land frá 1987 allt til 2008 þegar veiðarnar hættu vegna markaðs- aðstæðna. „Mest var veitt árið 2003 en þá var landað um 14.500 tonn- um,“ segir Guðrún. Kúfskelin verður mjög gömul og elstu dýr hafa verið greind yfir 500 ára. Meðalaldur í afla við veiðar með vatnsþrýstiplógi við Ísland var Eru vannýttar gullnámur í sjónum? Nokkrar tegundir krabba og skelfisks gætu hugs- anlega orðið útflutningsvara. Hafa meira að segja borist fyrirspurnir um hvert framboðið er á kross- fiski og marglyttu sem mætti selja í Asíu Guðrún Þórarinsdóttir Morgunblaðið/Golli Stórundarlegt Það sem Íslendingum þykir ekki matur gæti verið eftirsótt í öðrum löndum. Börnin skoða furðuverur hafsins. 50-100 ár. Ef kúfskelin er ung má borða hana hráa eða lítt eldaða en eldri skeljarnar verður að sjóða og eru þær t.d. mikið notaðar í súpur og sósur. „Var kúfskelin aðallega seld hökkuð og frosin til Bandaríkj- anna og á mjög lágu verði,“ upp- lýsir Guðrún. Verðmætur gestur frá Kanada Guðrún segir líka forvitnilegt að skoða möguleikana á að nýta sand- skel. „Sandskel er t.d. vinsæl fæða beggja vegna Atlantshafsins en stærsti markaðurinn er í Banda- ríkjunum. Hins vegar er lítið um rannsóknir á stofnstærð og út- breiðslu sandskeljarinnar og á þeim stöðum þar sem hún finnst við Ísland virðist hún í litlu magni. Er svipaða sögu að segja um hjartaskel og báruskel sem þó væri markaður fyrir í Evrópu.“ Einnig ætti að gefa nokkrum krabbategundum gaum. Trjónu- krabbinn og bogkrabbinn eru ágætur matur en klærnar litlar og virðast þessar tvær tegundir ekki vel nýtanlegar að svo stöddu. „En

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.