Morgunblaðið - 01.09.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði á bak við hús
Við erum á facebook
NÝ
SENDING
Guðmundur Magnússon
Kristján H. Johannessen
Um 500 færri umsóknir um náms-
lán höfðu borist Lánasjóði íslenskra
námsmanna í
gær en á sama
tíma í fyrra. Að
sögn Hrafnhildar
Ástu Þorvalds-
dóttur, fram-
kvæmdastjóra
LÍN, er umsókn-
arfrestur um
námslán fram í
nóvember og
gæti því fækkun-
in gengið til
baka. Hún telur þó ekki ólíklegt að
mun færri umsóknir berist þegar
árið verður gert um. Hún kvaðst
engar sérstakar skýringar hafa á
þessari fækkun.
María Árnadóttir, starfsmaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands,
sagði að þar á bæ hefðu menn frétt
af þessari fækkun og reynt að leita
skýringa. Mjög óformleg athugun
benti til þess að margir námsmenn
hefðu ákveðið að taka ekki fram-
færslulán á haustönn vegna auk-
inna auraráða. „Ýmislegt bendir til
þess að margir stúdentar hafi nú
meiri pening handa á milli en áður,“
sagði hún.
„Inn í þetta getur líka spilað nei-
kvæð umræða um námslán,“ sagði
María. „Hún snýst bæði um núver-
andi lánakjör og frumvarpið til
breytinga á lögum um LÍN sem
liggur fyrir Alþingi.“
Að sögn Hrafnhildar gæti um-
sóknum fækkað um allt að eitt þús-
und ef núverandi þróun heldur
áfram fram í nóvember. Það væri
meira en 10% fækkun umsókna.
Færri sækja um námslán hjá LÍN
Aukin auraráð stúdenta gætu skýrt samdráttinn Um
500 færri en í fyrra Neikvæð umræða gæti líka spilað inn í
Hafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir
Morgunblaðið/Ernir
Háskólanemar Færri hafa sótt um
námslán nú en á sama tíma í fyrra.
Forystumenn BSRB hafa undan-
farna daga átt í viðræðum við emb-
ættismenn í fjármálaráðuneytinu
og fulltrúa sveitarfélaganna um líf-
eyrismál, en ekki er á þessu stigi
hægt að greina frá efnisatriðum
viðræðnanna að sögn Brjáns Jón-
assonar, fjölmiðlafulltrúa sam-
bandsins.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann vissi ekki hver staða
viðræðnanna væri. Verkalýðshreyf-
ingin og atvinnurekendur líta svo á
að jöfnun lífeyrisréttinda opinberra
starfsmanna og launþega á almenn-
um markaði sé ein af forsendum
SALEK-samkomulagsins og fyrir
mótun nýs samningalíkans á vinnu-
markaði. Breytingar í lífeyrismál-
um opinberra starfsmanna séu hluti
af rammasamkomulaginu um SA-
LEK frá því í október í fyrra og
launaskriðstrygging opinberra
starfsmanna sé skilyrt niðurstöðu
um lífeyrismál.
Brjánn segir aftur á móti að
BSRB líti svo á að viðræðurnar um
lífeyrismálin við ríkið tengist ekki
SALEK. „Í huga BSRB hefur þetta
verið aðskilið mál frá SALEK þótt
aðrir aðilar samkomulagsins horfi á
þetta öðrum augum.“ Að sögn
Brjáns eru lífeyrismálin hlutur sem
ríkið hefur viljað klára. „Þeir
skulda okkar háar fjárhæðir í líf-
eyrissjóði. En frá okkar bæjardyr-
um séð er þetta klárlega alveg að-
skilið frá SALEK-viðræðunum,“
sagði hann.
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar, segir í viðtali við nýútkomið
fréttablað samtakanna að unnið sé
að gerð nýs samnings um lífeyris-
mál fyrir félagsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar. Eldri samningur
um þau mál er frá 1995. „Samkomu-
lag aðila um viðbótarframlag at-
vinnurekenda frá 1. júlí 2016 sem
og breytingar á umhverfi lífeyris-
sjóða kallar á endurskoðun þessa
samnings,“ er haft eftir honum.
„Tengist ekki SALEK“
Morgunblaðið/Ernir
Lífeyrir SALEK-samkomulagið er
m.a. byggt á jöfnun lífeyrisréttinda.
BSRB í viðræðum
um lífeyrismál við
ríki og sveitarfélög
Eggvopn komu við sögu í
báðum málum
Tvö morð voru framin á höfuð-
borgarsvæðinu 2015. Hið fyrra
átti sér stað í vesturbæ Hafnar-
fjarðar um miðjan febrúar. Fannst
þar karlmaður um fertugt látinn í
kjallaraíbúð og voru stungusár á
líkinu. Gerandinn, kona á sextugs-
aldri, var handtekinn á staðnum
og síðar dæmdur í 16 ára fangelsi.
Hitt morðið var framið seinni
hlutann í október, en þá var til-
kynnt um alvarlega líkamsárás í
húsi við Miklubraut. Hinn látni,
karlmaður um sextugt, var myrtur
með eggvopni. Gerandinn, karl-
maður á fertugsaldri, var handtek-
inn á vettvangi og síðar metinn
ósakhæfur.
Margvísleg verkefni komu inn á
borð lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu árið 2015, en í nýútkom-
inni ársskýrslu embættisins kem-
ur m.a. fram að skráð
hegningarlagabrot í umdæminu
hafi verið rúmlega 9.000, um 25
slík brot að jafnaði á degi hverj-
um.
Ofbeldisbrotum fjölgaði á höfuð-
borgarsvæðinu árið 2015 og bár-
ust embættinu á annað þúsund til-
kynningar um líkamsárásir.
Þannig voru meiri háttar líkams-
árásir um 150 talsins, sem er
ámóta og árið á undan. Mikil
aukning varð hins vegar í fjölda
minni háttar líkamsárása og fóru
þær úr rétt innan við 700 árið
2014 í um 1.000. Þessi breyting á
milli ára er sögð skýrast í breyttu
verklagi lögreglu í
heimilisofbeldismálum og skrán-
ingu þeirra brota hjá embættinu.
Þá er hátt hlutfall ofbeldisbrota
framið í miðborginni, aðallega að
kvöld- og næturlagi um helgar.
„Við þessu vill lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu sporna,“ segir í
ársskýrslu embættisins.
Ofbeldis-
brotum
fjölgaði
Morgunblaðið/Júlíus
Reykjavík Ársskýrsla embættisins
fyrir árið 2015 er komin út.
Rúmlega 9.000
hegningarlagabrot
„Skólagjöldin hafa farið hækkandi
ár frá ári og ef heildarupphæð
námslána verður 15 milljónir króna
mun það ekki duga okkur fyrir bæði
skólagjöldum og framfærslu,“ segir
Leifur Þráinsson, formaður Félags
íslenskra læknanema í Ungverja-
landi (FÍLU), og vísar til frumvarps
til laga um námslán og námsstyrki.
FÍLU hefur sent stjórnvöldum
umsögn um frumvarpið þar sem
lýst er yfir miklum áhyggjum.
Er þar m.a. bent á að læknisfræði
sé 6 ára nám, eða 360 ECTS-
einingar. Í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að lánshæfum einingum verði
fækkað úr 480 í 420. Þetta segir
FÍLU koma í veg fyrir svigrúm í
námi komi eitthvað upp á í miðjum
námsfeli. „Þess utan útilokar frum-
varpið lánshæfi allra þeirra sem
þegar hafa lokið B.Sc.-námi á lán-
um áður en þeir fara í læknisfræði,
þar sem þeir nemendur fara langt
fram yfir lánshæfan einingafjölda,
eða upp í 540 ECTS,“ segir í um-
sögn félagsins.
Þá er einnig bent á að fyrirhugað
sé að greiðslur námslána hefjist
einu ári eftir að námi lýkur í stað
tveggja. „Eitt ár hrekkur bersýni-
lega ekki til að létta þá skuldabyrði
sem safnast upp í gegnum sex ára
nám.“
Kemur sér illa fyrir marga
LÆKNANEMAR Í UNGVERJALANDI
Fjölbreyttu fuglalífi við Kasthúsatjörn á Álftanesi
verður skapað aukið svigrúm með endurheimt votlend-
is í umhverfi tjarnarinnar. Þegar ljósmyndari blaðsins
sótti svæðið heim í gær voru ungir krakkar, sem allir
eru nemendur við Álftanesskóla, búnir að taka sér
skóflu í hönd og voru þegar byrjaðir á framkvæmdinni.
Kasthúsatjörn er friðlýstur fólkvangur, en markmið-
ið með endurheimt votlendis þar sem og annars staðar
er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá fram-
ræstu votlendi og efla um leið lífríki þess.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir af-
ar ánægjulegt að verkið sé nú komið af stað. „Garða-
bær leggur þunga áherslu á umhverfismál og hefur
m.a. staðið að friðun á stórum hluta af landsvæði sínu.
Endurheimt votlendis er stórt umhverfismál sem snert-
ir okkur öll og enn frekar þá sem á eftir koma,“ segir
hann í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Í framkvæmdinni verður fyllt upp í alls 675 metra af
skurðum og vatnsstokkur settur upp við Jörfaveg.
Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með verkinu og
styrkir það auk þess sem fyrirtækið Toyota á Íslandi
leggur framkvæmdinni lið með fjárveitingum.
Morgunblaðið/Eggert
Endurheimta votlendi í Garðabæ