Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 8
Sigríður Á. Andersen
alþingismaður
2. sæti
www.sigridur.is
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Virðing Alþingis er lítil, en vandiþess stór. Margt hefur ýtt und-
ir þá útkomu. Eitt af því er tengsla-
leysi flestra þingmanna við lífsbar-
áttuna í landinu og söguna á bak
við hana. Hún verður ekki dregin
upp úr hatti né kaffi latti í 101.
Stundum virðistalvara umræðu
um atvinnulífið vera
í öfugu hlutfalli við
mikilvægi þess.
Páll Jóhann Páls-son alþingismaður hnaut um
þetta og sagði því eftirfarandi í um-
ræðu um uppboðsleið í sjávar-
útvegi, sem ýmsir hafa stokkið á
harla fegnir:
Tölum skýrt en ekki í blekk-ingum.
Það er pólitísk ákvörðun ef viðviljum fækka einyrkjum í út-
gerð og hafa fá og stór sjávar-
útvegsfyrirtæki sem geta vafalaust
greitt talsvert hærri veiðigjöld...
Eftir því sem við sáum fleirióvissufræjum fyrir kosningar
fjölgar þeim einyrkjum sem fyllast
ótta um starfsöryggi sitt og að-
komu og selja. Hverjir kaupa?
Það eru þeir stóru. Mikið hefurverið rætt undanfarið um svo-
kallaða uppboðsleið, líkt og Fær-
eyingar gerðu tilraun með.
Hver var útkoman þar?
Örfá fyrirtæki keyptu sem vorumeira og minna í eigu útlend-
inga.
Er það það sem við viljum?“
Páll J. Pálsson
Hvað vilja menn?
STAKSTEINAR
Leikskólanum Barnaborg á Hofsósi
hefur verið lokað vegna myglu-
svepps sem fannst í þaki húss skól-
ans. Verið er að kanna umfang vand-
ans og leita að bráðabirgðahúsnæði
fyrir leikskólann á meðan gert verð-
ur við skemmdirnar.
Um 10 börn eru í leikskólanum
Barnaborg. Foreldrum þeirra hefur
verið boðið leikskólapláss fyrir börn-
in á Hólum, á meðan verið er að
vinna að lausnum.
„Við leysum þetta væntanlega
með því að finna húsnæði til bráða-
birgða á meðan við erum að skoða
málið. Þegar niðurstöður rannsókna
liggja fyrir metum við hversu um-
fangsmiklar úrbætur þarf að fara í
til að koma í veg fyrir að myglu-
sveppur myndist,“ segir Gunnar M.
Sandholt, staðgengill sviðsstjóra
fjölskyldusviðs Skagafjarðar.
Þegar starfsemi hófst í leikskól-
anum eftir sumarleyfi urðu starfs-
menn varir við óvenjulega rakalykt.
Tæknimaður sem kallaður var til í
síðustu viku fann raka og myglu
undir þaki skólans. Sýni hafa verið
send til rannsóknar.
Fræðslunefnd og byggðaráð fund-
uðu um málið síðastliðinn sunnudag
og ákváðu að loka byggingunni.
Gunnar segir það taka einhvern tíma
að koma leikskólanum undir annað
þak. Telur hann að það verði ekki í
þessari viku og varla þeirri næstu.
Leikskóla
lokað vegna
myglu
Börnin á Hofsósi
í leikskóla á Hólum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hofsós Um 10 börn á leikskólanum.
Veður víða um heim 31.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 léttskýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 7 rigning
Nuuk 7 heiðskírt
Þórshöfn 12 skúrir
Ósló 19 skýjað
Kaupmannahöfn 21 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 18 skýjað
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 25 heiðskírt
Dublin 16 skýjað
Glasgow 16 skúrir
London 22 skýjað
París 27 heiðskírt
Amsterdam 24 léttskýjað
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 26 heiðskírt
Vín 24 heiðskírt
Moskva 14 rigning
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 24 rigning
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 16 skýjað
Montreal 21 rigning
New York 27 skýjað
Chicago 23 skýjað
Orlando 26 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:13 20:44
ÍSAFJÖRÐUR 6:10 20:56
SIGLUFJÖRÐUR 5:53 20:39
DJÚPIVOGUR 5:40 20:15