Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins,
sækist eftir þriðja
sæti í prófkjöri
flokksins í Reykja-
vík fyrir alþing-
iskosningarnar,
sem fer fram næstkomandi laug-
ardag. Brynjar greinir frá þessu á
Facebook-síðu sinni.
Brynjar segist leggja áherslu á
áframhaldandi aðgerðir til að
treysta efnahagslegan stöðugleika
með aðhaldi í ríkisfjármálum. „For-
senda velferðar allra er öflugt at-
vinnulíf og stöðugleiki. Og for-
senda öflugs atvinnulífs er trú á
einstaklinginn og að sköpuð sé eðli-
leg umgjörð fyrir hann til athafna
og sköpunar,“ segir hann m.a. um
stefnuáherslur sínar.
Sækist eftir 3. sæti
Stjórnmálaflokkarnir velja þessa
dagana frambjóðendur á lista fyrir
komandi þingkosningar. Morgun-
blaðið birtir fréttir af þeim sem
gefa kost á sér.
Prófkjör árið 2016
Inga Björk
Bjarnadóttir há-
skólanemi gefur
kost á sér í 1.-2.
sæti í flokksvali
Samfylking-
arinnar í Norð-
vesturkjördæmi
sem fer fram dagana 8. –10. sept-
ember n.k. „Ég tel að margir hópar
samfélagsins geti speglað sig í mér.
Mig langar til þess að vera málsvari
unga fjölskyldufólksins sem getur
ekki keypt sér íbúð, konunnar sem
lenti á örorku og nær ekki lengur
endum saman, námsmannsins sem
er nýbúinn með háskólanám og get-
ur ekki flutt aftur í heimasveitina,
allra þeirra sem hafa rekið sig á
ósýnilega veggi ríkisstofnana þeg-
ar við þurfum mest á þeirra stuðn-
ingi að halda og þeirra ótal kvenna
sem hafa lent í kynbundnu ofbeldi,“
segir hún m.a. í færslu á síðu um
framboð hennar á Facebook.
Sækir í 1.-2. sæti
Steinunn Ýr Ein-
arsdóttir, kennari
og ritari kvenna-
hreyfingar Sam-
fylkingarinnar,
býður sig fram í
þriðja til fjórða
sæti í opnu próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Reykja-
vík, sem fer fram 8. til 10. sept-
ember næstkomandi.
Í tilkynningu kemur fram að
Steinunn er fimm stúlkna móðir,
hún hóf ung afskipti af pólitík og
starfaði með Ungum jafnaðar-
mönnum um tíma en fann sig betur
í grasrótinni og síðustu ár hefur
hún einbeitt sér að jafnréttisbar-
áttu. „Ég legg áherslu á mannrétt-
indi, femínisma, lýðræði og um-
hverfisvernd,“ er meðal annars
haft eftir henni í tilkynningunni.
Framboð í 3.-4. sæti
Birgir Ármanns-
son alþingismaður
sækist eftir 2. til 4.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík á
laugardaginn.
Birgir segir m.a.
í tilkynningu að Sjálfstæðisflokk-
urinn eigi mörg sóknarfæri í kom-
andi alþingiskosningum. Góður ár-
angur náist hins vegar ekki án
fyrirhafnar. „Allir þurfa þar að
leggja sitt af mörkum, vinna af
krafti og vanda sig. Góð þátttaka í
prófkjörinu á laugardaginn og öfl-
ugir framboðslistar í Reykjavík-
urkjördæmunum skipta gríðarlega
miklu máli í því sambandi.“
Framboð í 2.-4. sæti Ný stjórn Vinnslustöðvarinnar hf.var sjálfkjörin á hluthafafundi í gær.
Guðmundur Kristjánsson, útgerð-
armaður í Brimi hf., og Hjálmar
Kristjánsson tilkynntu um að þeir
drægju framboð sín í stjórn og vara-
stjórn til baka í ljósi þess að þeir
teldu fundinn ólöglegan.
Ósættis gætti fyrr í sumar að
loknum aðalfundi 6. júlí sl., þegar
kjósa átti í stjórn og varastjórn.
Færri atkvæði bárust í kjörkassann
en útbýtt var og tekin var ákvörðun
um að kjósa aftur. Leiddi það til
þess að kjörin var stjórn sem Guð-
mundur og Hjálmar voru ekki hluti
af. Sú stjórn var síðan endurkjörin í
dag, því einn stjórnarmanna hafði
ekki skrifað undir skjöl sem senda
þyrfti Hlutafélagaskrá. Mánaðar-
frestur til senda skjölin rann út og
því var endurkjör nauðsynlegt.
Á fundinum í gær lét Lögmaður
Brims hf., sem á tæplega 33% í
Vinnslustöðinni, bóka að Brim hf.
teldi að fyrra stjórnarkjörið á aðal-
fundi 6. júlí hefði verið löglegt, ólög-
lega hefði verið boðað til hluthafa-
fundarins í gær og að fyrri stjórn
hefði ekki vikið frá störfum áður en
ný tæki við. Í tilkynningu frá Guð-
mundi og Hjálmari segir að um sé að
ræða „ólöglega og grófa valdníðslu
af hálfu meirihluta hluthafa og gróft
brot á reglum hlutafélaga.“
Fundarstjóri ber af sér sakir
Málið er nú til umfjöllunar hjá
Hlutafélagaskrá, en ekki liggur fyr-
ir hvenær úrskurður lítur dagsins
ljós. Í niðurlagi bókunar lögmanns-
ins í gær, segir að Brim áskilji sér
allan rétt til að bera lögmæti og
ákvarðanir fundarins undir dóm-
stóla.
Arnar Sigurmundsson, fund-
arstjóri á aðalfundinum 6. júlí sl.,
segir að fundarskapa og ákvæða
laga hafi verið fylgt í hvívetna. Í
heimildum fundarstjóra hafi falist að
hann gæti látið kjósa aftur, eftir að
færri atkvæði bárust í kjörkassann
en útbýtt var á fundinum. jbe@mbl.is
Telja stjórnarkjörið ólögmætt
Ný stjórn Vinnslustöðvarinnar Deilur um kjörið gætu farið fyrir dómstóla