Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016 Framkvæmdum við nýja bolfisk- vinnslu HB Granda á Vopnafirði miðar vel og ef allt gengur að óskum gæti bolfiskvinnsla á vegum félags- ins hafist í nóvembermánuði nk., að því er segir á vef HB Granda. Vinnslan er til húsa þar sem Tangi hf. starfrækti áður frystihús og er vinnslusalurinn um 500 fermetrar að flatarmáli. Þar munu 35 til 40 manns vinna við bolfiskvinnsluna. Haft er eftir Bárði Jónassyni, tæknistjóra HB Granda á Vopna- firði, að von sé á frystivélum nú um mánaðamótin sem og loftræsti- samstæðunni fyrir loftræstikerfið. Annar búnaður sé á áætlun. ,,Við verðum hér með hausara og tvær flökunarvélar frá Curio ehf. í Hafnarfirði. Karabúnaður, roðkælir og roðrifubúnaður kemur frá Skag- anum hf. á Akranesi og Flexicut vatnsskurðarvél og snyrti- og pökk- unarlína er frá Marel,“ segir Bárður á vefsíðunni, en áður en hægt verður að koma öllum fiskvinnslubúnaði fyrir þarf að leggja lokahönd á frá- gang vinnslusalarins. Mælifell, tré- smiðja á Vopnafirði, hefur haft veg og vanda af framkvæmdinni. Ljósmynd/HB Grandi Vopnafjörður Vinnslusalur bolfiskvinnslunnar er í undirbúningi. Vinnan langt komin  HB Grandi stefnir að því að opna bolfiskvinnslu á Vopnafirði í nóvember Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Til að koma til móts við það og gefa svigrúm fyrir vinnu við að kanna aðra kosti hefur Reykjavíkurborg fallist á að gera þá breytingu á fyrir- liggjandi tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur að norður-suður-braut- inni verði áfram tryggður sess í að- alskipulagi Reykjavíkur til ársins 2022, í stað 2016 eins og fyrirliggj- andi tillaga gerir ráð fyrir.“ Þetta sagði orðrétt í samkomulagi sem ríkisstjórnin og Reykjavíkur- borg gerðu og undirritað var 25. október 2013. Samkomulagið undir- rituðu Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú hefur Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra ritað Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf. Þar áréttar ráð- herra að afar mikilvægt sé að ríki og Reykjavíkurborg vinni saman að því að ná víðtækri sátt um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í því sam- bandi verði að leggja áherslu á að tryggja að þeim fjölþættu og mikil- vægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu og að tekið verði mið af þeim lögbundnu markmiðum sem innanríkisráðherra er gert að fram- fylgja, m.a. við undirbúning sam- gönguáætlunar. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkur- flugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt sam- komulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Al- þingis,“ segir orðrétt í bréfi Ólafar Nordal til borgarstjóra. Bundið samkomulagi við ríkið Ráðherra segir í bréfi sínu að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001-2024 og 2010-2030 hafi verið gert ráð fyrir því að flugvöllurinn færi. Skipulagið hafi þó alla tíð verið bundið fyrirvara af lögbærum stjórnvöldum. Í bréfinu segir orð- rétt: „Þannig segir í fyrirvara Skipu- lagsstofnunar við gildandi aðal- skipulag 2010-2030: Uppbygging í Vatnsmýri og tímasetning hennar er háð frekara samkomulagi við sam- gönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá segir í athugasemdum við kafla 3.5, um sjálfbærar samgöngur, þingsálykt- unartillögu um landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi í mars 2016: Innanlandsflug gegnir mikil- vægu hlutverki í samgöngum milli landshluta. Stýrihópur um sameigin- lega athugun ríkis, Reykjavíkur- borgar og Icelandair Group á flug- vallarkostum á höfuðborgarsvæðinu var settur á laggirnar 23. október 2013 og skilaði hann skýrslu um at- hugunina í júní 2015. Niðurstaða stýrihópsins var sú að Hvassahraun sem flugvallarkostur hefði mesta þróunarmöguleika til framtíðar, bor- ið saman við aðra flugvallarkosti sem skoðaðir voru, þó að ýmis atriði þyrfti að skoða nánar. Lagði starfs- hópurinn því til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni yrðu fullkönnuð. Þar til samkomulag ríkis og Reykja- víkurborgar liggur fyrir um annað miðast landsskipulagsstefna við nú- verandi staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar.“ Með hliðsjón af framansögðu leggur ráðherra til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar þar sem byggt sé á framangreindum for- sendum. Jafnframt þurfi að kalla eftir sjónarmiðum annarra sveitar- stjórna og hagsmunaaðila. Skipulag í Vatnsmýri bundið fyrirvörum  Ráðherra vill viðræður um framtíð flugvallarins Morgunblaðið/RAX Harpa 2013 Ríki, Reykjavíkurborg og Icelandair undirrituðu samkomulag um flugvöllinn og innanlandsflugið. Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 30% afsláttur Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Buxna,- úlpu- og leðurjakkasprengja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.