Morgunblaðið - 01.09.2016, Page 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
SJÓNMÆLINGAR
ERU OKKAR FAG
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Velkomin í
verslun okkar
á fríhafnar-
svæðinu
í Leifsstöð
Á LEIÐ TIL ÚTLANDA
AFP
Tískuhönnuður Úkraínski hönnuðurinn Yuliya Magdych með útsaumaða kjóla sem hún sýndi á tískusýningu í Kiev í vor.
Undirbúningur Starfsmenn sníða og sauma á vinnustofu Yuliya Magdych.
Á Íslandi er stundum
talað um bóhó tísku og
hún kennd við hippana.
Borgarleikhúsið frumsýnir síðar í
þessum mánuði fjölskyldusýninguna
Blái hnötturinn, leikrit byggt á bók
Andra Snæs Magnasonar. Leikgerðin
og leikstjórnin er í höndum Bergs
Þórs Ingólfssonar, en hann ætlar í
fyrsta leikhúskaffi vetrarins í
Kringlusafni Borgarbókasafnsins
næstkomandi fimmtudag 8. sept-
ember kl 17.30, að ræða við gesti um
uppsetningu sína á Bláa hnettinum.
Eftir kynninguna verður rölt yfir í
Borgarleikhúsið þar sem gestir Leik-
húskaffis fá stutta kynningu á leik-
mynd og annarri umgjörð sýning-
arinnar. Í lok Leikhúskaffis býðst
gestum að fá 10% afslátt af miðum á
Bláa hnöttinn.
Á vefsíðu Borgarleikhússins segir
um verkið og sýninguna: Lengst úti í
geimnum búa ótal börn sem fullorðn-
ast ekki. Enginn skipar þeim fyrir
verkum. Þau sofa þegar þau eru
þreytt, borða þegar þau eru svöng og
leika sér þegar þeim dettur í hug.
Kvöld eitt birtist stjarna á himnum
sem fellur til „jarðar“ með miklum
látum. Í reyknum mótar fyrir skugga-
legum verum og þá hefst hættulegt
ævintýri sem leiðir börnin um dimma
skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir
þá á vináttu og ráðsnilld barnanna
sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er
hugmyndaríkt ævintýri, þar sem
brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og
mannúð. Það er ábending um að
varðveita æskuna í sjálfum sér.
Vefsíðan www.borgarbokasafn.is
Blái hnötturinn Tuttugu og tvö hæfileikarík börn taka þátt í sýningunni.
Forvitnist um uppsetninguna
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.