Morgunblaðið - 01.09.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
STURTUKLEFAR
Mælum, framleiðum,
útvegum festingar og
setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri
aðstöðu, sem þú lendir í. Það verður glatt á
hjalla næstu helgar hjá þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert ánægður þegar þú hefur mikið
að gera. Fólk þarf ekki að skilja þig til að
kunna að meta þig. Þú ert með hjartað á rétt-
um stað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Íhugaðu hvernig þú getur bætt
samskipti þín við samstarfsfólk þitt. Ekki
tefla á tvær hættur í fjármálum, farðu frekar
öruggu leiðina, talaðu við þjónustufulltrúann
þinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt þér marga talsmenn og þarft
því ekki að örvænta um þinn hlut þegar
ákvarðanir verða teknar um framtíðarstöðu
þína. Gamalt mál úr fortíðinni lifnar við og
kemur þér á óvart.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er merki um þroska að geta við-
urkennt mistök sín og lært af þeim. Ný tækni
eða breyttar aðferðir munu gera lífið
skemmtilegra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sérkennileg atburðarás kann að verða
til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns.
Þú hættir í miðju kafi í verkefni sem aldrei
höfðaði til þín, gott hjá þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en
þig grunar í fljótu bragði. Ef þú kemur inn í
herbergi og finnst eitthvað að, skaltu ganga
aftur út.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Allir vilja vera hluti af heildinni,
þú þráir það svo heitt en ekki teygja þig of
langt. Njóttu þess að fá þér eitthvað virkilega
gott að borða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þú sért að farast úr forvitni
skaltu ekki skipta þér af því sem þér kemur
ekki við. Þér finnst þú ekki nýta hæfileika
þína og bíður eftir tækifæri til að sýna þá.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst sál þín og einhvers sem
þú ert hrifin(n) af mætast í dag. Ekki láta
sem þú heyrir ekki þegar einhver biður þig
um aðstoð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gagnrýni frá vini þínum kemur þér
úr jafnvægi og dregur úr sjálfstrausti. Þú
jafnar þig þó fljótt og verður sterkari á eftir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt það sé stundum gott að fá at-
hygli skaltu gæta þess að það sé ekki á ann-
arra kostnað. Ef fjölskyldan er höfð með í
ráðum gengur allt betur
Jón B. Guðlaugsson skrifaði mérog spurði hvort ég þekkti höf-
und vísu, sem Þórður refaskytta
frá Dagverðará kenndi honum.
Vísan rifjar upp fyrir mér að Guð-
mundur G. Hagalín segir frá því í
Andvara í ævisögu afa míns, Bene-
dikts Sveinssonar, að einn fremsti
fræðimaður sinnar tíðar á Íslandi
á forn fræði, séra Þórleifur á
Skinnastað, var tíður gestur á
heimili foreldra hans. Benedikt
hafði alla ævi gaman af að minnast
þessa einkennilega og stórbrotna
klerks og fór stundum með vísu
hans, sem sumum þótti lítt prests-
leg:
Sólin gyllir haf og hauður
heldur svona myndarlega.
Ekki er Drottinn alveg dauður,
ekkert ferst honum kindarlega.
Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-
ar á Boðnarmjöð:
Ég skokk’ekki, skylmist né hjóla
né skálma um brekkur og hóla
né kasta og stekk
en kvöld eitt ég gekk
og komst milli hægindastóla.
Hallmundur Kristinsson bætti
við:
Ég lærði í lífsins skóla.
Löngum var eitthvað að dóla.
Trekk oní trekk
þá tilfinning fékk
að á mig væri ekkert að stóla.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
yrkir á Boðnarmiði þar sem hún
horfir út á fjörðinn sinn – Dýra-
fjörð:
Fallegur er nú fjörðurinn,
fyrir utan gluggann minn.
Sjávar ilminn anga finn,
ekki er mikill stormurinn.
Dagbjartur Dagbjartsson skrifar
á Boðnarmjöð „gamla sjálfslýsingu
með örlítið afbrigðilegum fram-
burði“:
Með andlit sjúskað, úfinn brúsk,
er með búskap lítinn.
oft við fúskar fræðagrúsk.
Fjandans ússkup skrítinn.
Pétur Stefánsson á það til að
vera gamansamur:
Ég er heldur heimakær,
hangi að mestu inni.
Álpaðist þó út í gær
með eiginkonu minni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af séra Þórleifi,
skokki og lífsins skóla
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að það sé
alltaf eitthvað nýbakað
í smákökukrúsinni.„NEI … ÉG ER VISS UM AÐ ÉG SAGÐI
ÞÉR AÐ FARA ÚT Í KANT.“
„SKO, EF ÞÚ KAUPIR ÞENNAN JAKKA, SKULUM VIÐ
BRENNA ÞANN SEM ÞÚ ERT Í, ALVEG ÓKEYPIS.“
ODDI SKRIFAÐI RITGERÐ
UM ÞAÐ HVERNIG HUNDAR
ERU BETRI EN KETTIR.
ROP. SÍÐAN ÁT
HANN HANA.
ÉG MYNDI GJARNAN
VILJA SETJAST NIÐUR
MEÐ ÞÉR OG JAFNA ÚT
ÁGREINING OKKAR!
JÆJA… ÞAÐ ER MJÖG
ÞROSKAÐ AF ÞÉR!
ÓKEI… HVERNIG
VILTU BYRJA?
MEÐ MJÓLK OG
SMÁKÖKUM!
Jæja, þá er íslenska knattspyrnu-sumarið nánast á enda, jafnvel
þó að rúmur mánuður sé eftir af því.
Eina keppikefli liðanna í efstu deild
núna er að ná Evrópusæti, og svo á
Fylkir örlitla möguleika á því að
bjarga sér frá falli. Sumarið hefur
verið brokkgengt fyrir flest liðin, en
verðandi Íslandsmeistarar FH hafa
líklega haldið mesta stöðugleik-
anum, aðallega með því að vinna líka
„lélegu“ leikina sína, sem hafa verið
fleiri í sumar en oft áður.
x x x
Eitt hefur Víkverja þótt hvimleitt ísumar, og það eru dómaramál
deildarinnar. Á hverju einasta sumri
gerist það að einhver dómaramistök
koma upp, en Víkverja rekur ekki
minni til þess að hafa heyrt um jafn-
mörg og jafnalvarleg slík tilvik og á
þessu sumri. Þannig getur þjálfari
Fylkis vart opnað á sér munninn án
þess að dómarann beri á góma, sem
og þjálfari Víkinga frá Ólafsvík.
Fyrrverandi þjálfari KR hafði á orði
minnst einu sinni að lið sitt hefði
þurft að vera betra en bæði and-
stæðingurinn og dómarinn og fleiri
dæmi má nefna.
x x x
Eflaust er margt af þessum um-kvörtunum einungis komið til
vegna þess að það er sárt að tapa.
En getur verið að þetta sé allt sam-
an bara væl í tapsárum þjálfurum?
Nú horfði Víkverji á Valsmenn vinna
mjög sanngjarnan sigur á erkifjend-
um sínum í KR á dögunum. Valsliðið
var betra á nær öllum sviðum knatt-
spyrnunnar það kvöldið, í það
minnsta í seinni hálfleik. En það náði
ekki að brjóta ísinn fyrr en dómari
leiksins hafði rekið einn varnarmann
KR út af fyrir engar sakir og gefið
vítaspyrnu sem hefði varla talist
aukaspyrna úti á miðjum vellinum.
x x x
Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumarsem kvartað er undan þessum
tiltekna dómara, raunar virðist hann
oftar fá gagnrýni en hrós fyrir störf
sín. Leikmenn sem standa sig illa
trekk í trekk enda á varamanna-
bekknum, en hvað með dómarana?
Eiga lið í efstu deild ekki betra
skilið? víkverji@mbl.is
Víkverji
Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast
því að Drottinn, Guð þinn, er með þér
hvert sem þú ferð.
(Jós. 1.9)