Morgunblaðið - 01.09.2016, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2016
Í seinasta Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins birtist viðtal við myndlist-
arkonuna Evu Ísleifsdóttur sem
ásamt Sindra Leifssyni tekur þátt í
sýningunni Skúlptúr/skúlptúr sem
fram fer í Gerðarsafni. Í greininni
sagði að staðsetning sýningarinnar
væri menningarmiðstöðin Gerðu-
bergi Breiðholti, en hið rétta er að
sýningin er á Gerðarsafni í Kópavog-
inum. Beðist er velvirðingar á þessu.
Gerðarsafn,
ekki Gerðuberg
LEIÐRÉTT
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Við viljum vekja athygli á vægi lista
í samfélaginu og reyna að fá fólk til
að gera sér í hugarlund hvernig sam-
félag án lista væri,“ segir Fríða
Björk Ingvarsdóttir, rektor Lista-
háskóla Íslands (LHÍ), en skólinn
stendur að pallborðsumræðum á
Fundi fólksins í Norræna húsinu á
laugardaginn 3. september kl. 16, en
yfirskrift fundarins er „Samfélag án
lista?“.
„Við höfum hugsað þetta þannig að
efnt sé til samtals við salinn og viljum
endilega fá fram sem flest og ólíkust
sjónarhorn svo við séum ekki að
predika yfir kórnum líkt og hættan
er þegar umræða á sér stað innan
þröngs hóps,“ bætir Fríða Björk við,
en fjölbreyttur hópur hefur verið
kallaður í pallborðið, til viðbótar við
gesti málþingsins.
Þátttakendur eru Kristín Vals-
dóttir, deildarforseti listkennslu-
deildar LHÍ, Stefán Jónsson, pró-
fessor við sviðslistadeild LHÍ, Guðni
Tómasson, listsagnfræðingur og
blaðamaður á Fréttatímanum, Tinna
Gunnarsdóttir, prófessor við hönn-
unar- og arkitektúrdeild LHÍ, Jóna
Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM,
Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Karolina fund, Ragnheiður H.
Magnúsdóttir, varaformaður hug-
verkaráðs Samtaka iðnaðarins,
Davíð Ingi Bustion, hollnemi LHÍ, og
Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildar-
forseti myndlistardeildar LHÍ ásamt
Vigdísi Jakobsdóttur, aðjúnkt við
listkennsludeild LHÍ og nýráðnum
stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík.
Þrýstingur frá almenningi
og skattgreiðendum
„Okkur finnst ástæða til að ræða
áhrif listanna á samfélagið, hvort
heldur sem litið er til hagrænna gilda
– en þau eru gríðarleg og telja til
dæmis um tuttugu þúsund störf í hin-
um skapandi geira – eða listrænnar
arfleifðar sem ekki verður metin til
fjár og er afstæðari þáttur í sam-
félagsmyndinni,“ segir Fríða Björk.
„Listirnar eru mikið hreyfiafl og nær
ómögulegt er að afmá þær úr sam-
félaginu, sem sýnir áhrif þeirra á líf
okkar. Við værum til dæmis að tala
um allt skipulag, byggingarlist, lista-
verk í almenningseign, bækur, geisla-
diska, kvikmyndir, listahátíðir og
flutning á efni í útvarpi og sjónvarpi –
listirnar eru alls staðar undirliggj-
andi og í forgrunni hvert sem við lít-
um eða leið okkar liggur,“ bætir hún
við og segir mikilvægt að átta sig á
tækifærum til vaxtar bæði í stefnu-
mótun sem miðar að auknum lífs-
gæðum, þekkingarsköpun, skilningi
og hagrænum þáttum.
Fríða vonast til þess að stjórnmála-
menn jafnt sem almenningur láti sig
pallborðsumræðurnar varða. „Við
vonum svo sannarlega að stjórn-
málamönnum renni blóðið til skyld-
unnar, þeir mæti og taki þátt í þessu
samtali, en viljum líka hvetja almenn-
ing í landinu til umhugsunar um gildi
og áhrifasvið listanna í lífi sínu, þann-
ig að samstaða um vægi lista komi frá
sem breiðustum hópi kjósenda og
skattgreiðenda.“
Listir eru iðulega skrefinu á undan
öðrum greinum samfélagsins því þær
takast stöðugt á við óvissu um niður-
stöðu, þær ögranir sem felast í að
greina tíðarandann hverju sinni. Því
hafa þær sterkt pólitískt gildi fyrir
samfélagsmyndina. „Listirnar segja
iðulega tæpitungulaust það sem eng-
inn annar kemur auga á eða vill segja
í samfélaginu og í þeim skilningi vísa
þær veginn til framtíðar,“ segir hún.
Heimsminjar en ekki fánýti
„Við viljum líka samtal um það
hvernig við ætlum að varðveita þá
arfleifð sem þegar er orðin til svo að
hún geti orðið framtíðarkynslóðum
aðgengileg – eins konar hugljómun
eða orkugjafi,“ segir Fríða Björk.
„Saga íslensks menningararfs á fag-
legum grunni í listum er stutt ef bók-
menntirnar eru undanskildar. Það
eru mikil sóknarfæri í að skrá og
varðveita menningararfleifð okkar
því hún spannar ekki svo langan
tíma,“ segir hún, en margir þættir
arfleifðarinnar muni glatast endan-
lega ef ekkert verði að gert. Listahá-
skólinn hafi vakið athygli á því að
ómetanleg verðmæti séu í húfi en þau
ekki hlotið þann hljómgrunn eða fjár-
magn sem þurfi til að bæta þar úr.
„Við sjáum að þegar tíminn líður
fram geta verk sem flestir töldu ein-
hverju sinni fánýti hér á landi orðið
að ómetanlegum heimsminjum,“ bæt-
ir hún við og nefnir fornhandritin sem
Árni Magnússon safnaði í því sam-
hengi.
Listir alltaf skrefinu á undan
„Samfélag án lista?“ verður rætt í fjölmennu pallborði á Fundi fólksins í Nor-
ræna húsinu laugardaginn 3. september LHÍ vill vekja athygli á vægi lista
Tinna
Gunnarsdóttir
Fríða Björk
Ingvarsdóttir
Guðni
Tómasson
Ingi Rafn
Sigurðsson
Morgunblaðið/Kristinn
List Fríða Björk, rektor LHÍ, segir litlu hægt að áorka í þágu lista ef fjármagns njóti ekki við. Hún hvetur stjórn-
málamenn sem handhafa fjárveitingarvalds og almenning til að sækja málþing um Samfélag án lista á laugardaginn.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Okkur langar að velta fyrir okkur
hvort fjölmiðlar séu að birta nógu
mikið um listir og fjalla nógu mikið
um menningu,“ segir Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir, formaður Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna (SÍM), en
sambandið efnir til málþings um
Sýnileika lista í fjölmiðlum á Fundi
fólksins í Norræna húsinu laug-
ardaginn 3. september kl. 13. Þátt-
takendur í málþinginu verða Arnar
Eggert Thoroddsen, tónlistarmaður,
gagnrýnandi og aðjúnkt við HÍ, Ás-
gerður Gunnarsdóttir frá Danshöf-
undafélagi Íslands, Aðalheiður Atla-
dóttir, formaður Arkitektafélags
Íslands, Helga Óskarsdóttir, mynd-
listarkona og ritstjóri Artzine og
fulltrúar fjölmiðlanna en Jóna Hlíf
verður fundarstjóri.
„Hvernig geta listamenn og fjöl-
miðlamenn tekið höndum saman í
baráttunni um aukinn sýnileika því
þetta er alltaf samtal tveggja aðila,“
segir hún og bætir við að listir og
fjölmiðlar hafi sameiginlegra hags-
muna að gæta hvað varðar umfjöllun
um listir og menningu.
Í lýsingu viðburðarins segir að
menningarumfjöllun í íslenskum
fjölmiðlum einkennist öðru fremur
af þörf menningarstofnana og lista-
manna til að auglýsa list- og menn-
ingartengda viðburði en síður af
metnaði fjölmiðlanna til að bjóða upp
á faglega umfjöllun.
„Það er á ábyrgð fjölmiðla að
fræða almenning og listir og menn-
ing eru ekki að fá nógu mikinn skiln-
ing í samfélaginu - ég tel að það sé á
ábyrgð fjölmiðlanna.
List í fjölmiðlum
Málþing um sýnileika listar í fjöl-
miðlum í Norræna húsinu á laugardag
Arnar Eggert
Thoroddsen
Aðalheiður
Atladóttir
Jóna Hlíf
Halldórsdóttir
Ásgerður
Gunnarsdóttir
mbl.is
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?
WAR DOGS FORSÝNINGAR 8, 10:25
BEN-HUR 10:30
NÍU LÍF 6
HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6
JASON BOURNE 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
FORSÝNINGAR