Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.2016, Síða 36
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Afdrifarík mistök 17 ára pilts 2. Bréf án heimilisfangs slær í gegn 3. Sofnaði á fundi og tekinn af lífi 4. Þurftu að hafa mikið fyrir … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  A! gjörningahátíð hefst á Akureyri í dag og stendur til sunnudags, en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Á hátíðinni fremur mynd- listar- og sviðslistafólk gjörninga og setur upp gjörningatengd verk. Með- al listamanna og hópa sem taka þátt að þessu sinni eru Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Anna Richardsdóttir, Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Borgarasviðið, Lárus H. List, Leikfélag Akureyrar, Michael Terren, Sara Björnsdóttir, Sebastian Franzén og Theatre Replacement. A! gjörningahátíð hefst á Akureyri í dag  Sænski ljós- myndarinn Jens Olof Lasthein heldur opinn fyrir- lestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar á Laugarnesvegi 91 á morgun kl. 13. Lasthein lauk námi 1992 í The Nordic Photo School í Stokkhólmi og hefur haldið yfir 50 einkasýningar í söfnum og galleríum víðs vegar um heiminn. Fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir  Fyrstu hádegistónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum verða í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag k. 12. Viðfangsefnið er Ástir og ástríður, en fluttar verða óperu- aríur úr óperum eftir Catalani, Boito, Puccini og Leonca- vallo. Flytjendur eru Guðbjörg Tryggva- dóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari. Fyrstu hádegistón- leikar vetrarins Á föstudag Austlæg átt, 5-13 m/s, syðst en breytileg átt, 3-8 m/s, annars staðar. Bjartviðri norðan jökla, annars skýjað með köflum og lítils háttar rigning. Hiti 6 til 13 stig, mildast norðan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt, léttskýjað norðan jökla, annars skýjað með köflum. Áfram dálítil rigning á Suðausturlandi. Hiti 4 til 10 stig. VEÐUR „Það væri mjög gott að leika af meiri stöðugleika en ég er samt afskaplega ánægður með leikinn. Þeir skoruðu síðustu átta stig fyrri hálf- leiks og það fyllti þá sjálfs- trausti. Sem betur fer vor- um við búnir að búa til nógu gott forskot,“ sagði Craig Pedersen, landsliðs- þjálfari í körfuknattleik, eftir sigur íslenska lands- liðsins í fyrsta leik undankeppni EM. »2 Meiri stöðugleiki væri æskilegur Knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur leik í ind- versku ofurdeildinni með Pune City 3. október. Eiður hlakkar til að fara til Ind- lands, en hann verður fyrsti Ís- lendingurinn sem leikur í indversku ofurdeild- inni, sem var stofnuð 2013. »4 Eiður Smári hefur leik í Indlandi í næsta mánuði Valur hleypti spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna þegar liðið vann Stjörnuna, 2:1, á Valsvelli í gærkvöldi. Laufey Björnsdóttir skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Stjarnan hefur enn þriggja stiga forskot á Val og fjögur á meistara Breiðabliks þeg- ar fjórar umferðir eru eftir. KR, Þór/ KA og ÍBV unnu einnig sína leiki. »2 Spenna á toppnum eftir sigur Valskvenna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundur Kristinsson í Innrömm- un Guðmundar á Eiðistorgi hefur verið á vinnumarkaðnum í 67 ár og segir að áhugamálin verði að bíða að mestu enn um stund. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann lét til sín taka. „Þegar ég var níu ára fór ég með línuveiðaranum Turid til afa og ömmu í Hrísey,“ rifj- ar Guðmundur upp. „Við Árni Björnsson, síðar læknir, vorum uppi í brú allan tímann. Skipstjórinn hafði aldrei farið þessa leið og ætlaði að leggja að bryggju þar sem sker var fyrir framan. Ég stóð á kassa, vissi að þetta var ekki rétta bryggj- an og stoppaði hann af. Bjargaði þannig skipinu, því annars hefðu þeir strandað.“ Guðmundur fór 13 ára á síld á Sverri EA. Hann var á bolfisk- veiðum á togaranum Úranusi í fjög- ur ár og síðan á olíuflutningaskipinu Kyndli í 13 ár áður en hann venti kvæði sínu í kross og sneri sér að húsgagna- og grindarsmíði í um sjö ár. Þegar um hægðist í greininni keypti hann sér Sómabát og var á handfærum í um áratug. Á þessum árum kom hann sér upp ramma- verkstæði á Vesturgötunni í Reykja- vík. „Ég rammaði inn á milli túra og eftir að ég kom í land á kvöldin og hef verið í römmunum í um 40 ár,“ segir handverksmaðurinn, sem hélt upp á 80 ára afmælið á dögunum. „Ég flutti reyndar inn og seldi föt í nær þrjú ár,“ bætir hann við og minnir á að hann hafi einnig verið með sýningarsalinn Listaver á Sel- tjarnarnesi. Stoppar aldrei Snemma byrjaði Guðmundur að mála, málar einkum vatnslitamynd- ir, pastelmyndir og olíumyndir, og hefur verið með samtals 13 einka- og samsýningar. „Sonur minn tók við fyrirtækinu fyrr á árinu og því geri ég orðið lítið annað en að sópa, svara í símann og laga kaffi.“ Reksturinn hefur alla tíð gengið mjög vel, að sögn Guðmundar. „Þegar ég byrjaði auglýsti ég einu sinni í Vísi. Það kostaði 350 krónur gamlar og ég hef ekki auglýst síðan. Kúnnarnir eru mín auglýsing og ég hef fengið myndir sendar alls staðar að á landinu til innrömmunar.“ Sverrir EA var áður ferjan Smyr- ill sem sigldi á milli Færeyja og Danmerkur. „Ég dunda mér við að búa til líkan af Smyrli,“ segir Guð- mundur og bendir á nær tilbúna eftirlíkinguna. Handverkið er úti um allt á verk- stæðinu og Guðmundur vill ekki gera upp á milli „barna“ sinna. „Það er eiginlega alveg sama hvað ég geri, mér finnst allt skemmtilegt,“ segir hann og leggur áherslu á að hann sé alltaf að. Guðmundur og eiginkonan Þór- unn Erlendsdóttir, sem sá um rekst- ur skipafélagsins Jökla í tæp 40 ár, eiga sumarbústað í Grímsnesinu og eru að byggja þar vinnuskúr. „Þegar ég verð orðinn gamall og hætti að vinna ætla ég að vera þar og einbeita mér að áhugamálunum, mála, smíða og skera út,“ segir hann. Af sjónum í innrömmun  Í vinnunni í 67 ár og kom níu ára í veg fyrir strand Morgunblaðið/Eggert Hagleiksmaður Guðmundur Kristinsson innrammari er aldrei verklaus og málar í frístundum. Líkan Sverrir EA var áður ferjan Smyrill og er á vinnuborðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.