Morgunblaðið - 14.09.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFSLÁTTUR
25%
KOMDU NÚNA!
TEMPUR-DAGAR
TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN
Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!
QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI
Rennilás gerir það afar einfalt er að taka
QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Haustblíðan lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins
og fleiri landsmenn í gær. Farið er að votta fyrir
haustlitum á gróðrinum og svalt er á nóttunni.
Veðurstofan spáði vaxandi suðaustanátt með
morgninum og að það þykknaði upp sunnan- og
vestanlands. Eftir hádegi eiga að verða suð-
austan 8-15 m/s og rigning, hvassast við strönd-
ina. Mun hægari vindur verður um landið norð-
an- og austanvert og víða bjartviðri.
Hjólað í haustblíðunni í Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Eggert
Vaxandi suðaustanátt er spáð með morgninum og þykknar upp sunnan- og vestanlands
Metfjöldi hælisumsókna barst til
Útlendingastofnunar í ágúst og
hefur aldrei verið tekið við jafn-
mörgum umsóknum í einum mán-
uði eða 67 talsins. Á fyrstu 12 dög-
um septembermánaðar sóttu 60
manns um hæli sem þýðir að það
megi gera ráð fyrir um og yfir 100
umsóknum hælisleitenda í sept-
ember, að sögn Þórhildar Hagalín,
upplýsingafulltrúa útlend-
ingastofnunarinnar. Virðist því
stefna í mikla aukningu umsókna á
haustmánuðum þessa árs.
„Við sáum þetta gerast síðasta
haust og erum að sjá sömu árs-
tíðabundnu sveiflu og þá en í tölu-
vert meira mæli,“ segir Þórhildur.
Nýtt kerfi var tekið upp í vor
sem auðveldar afgreiðslu um-
sókna. Með því er betur hægt að
greina þörfina fyrir vernd og af-
greiða umsóknir með skjótari
hætti en áður og það nýtist vel
þegar svo mikill fjöldi sækir um
eins og nú, segir Þórhildur.
Spurð um húsnæðimál og hversu
vel gangi að útvega húsnæði fyrir
þennan aukna fjölda segir Þórhild-
ur að nú standi yfir leit að úrræð-
um umfram það sem hefur verið í
boði hingað til. „Við þurfum að
hafa allar klær úti eins og staðan
er núna og ástandið leysist ekki
nema í samvinnu við sveitar-
félögin,“ að sögn Þórhildar. Út-
lendingastofnun og innanrík-
isráðuneytið séu í samvinnu við
Reykjavíkurborg, Hafnarfjarð-
arbæ og Reykjanesbæ eins og ver-
ið hefur en þurfi nú að leita fleiri
leiða til að útvega húsnæðis- og
þjónustuúrræði. Snörp aukning í
umsóknum undanfarna daga hefur
gert það að verkum að nauðsyn-
legt sé að leita frekari úrræða og
aðstöðu hvað þetta varðar. Útlend-
ingastofnun hefur undanfarna
mánuði haft um 170 umsækjendur
í húsnæði og þjónustu en nú er
þörfin meiri, að sögn Þórhildar.
Hælisleitendur án húsnæðis
Morgunblaðið/Kristinn
Aukning Fleiri sækja hingað eftir
hæli
„Þurfum að hafa
allar klær úti varð-
andi húsnæði“
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar
Alþingis um einkavæðingu bank-
anna hina síðari verður rædd í fjár-
laganefnd í dag.
„Við ætlum að kynna minnihlut-
anum skýrsluna ítarlega og þá geta
nefndarmenn fjárlaganefndar lagt
fram spurningar. Ég ætla að gera
það að tillögu minni að skýrslan
verði þingskjal og fái málsnúmer í
þinginu,“ sagði Vigdís Hauksdóttir,
formaður fjárlaganefndar. Þar með
mun skýrslan fara í málabiðröðina
sem liggur fyrir Alþingi.
Vigdís sagði að þegar skýrslan
yrði orðin að þingskjali fyndist sér
eðlilegt framhald að skrifa umboðs-
manni Alþingis og ríkisendurskoð-
anda. „Meirihluti fjárlaganefndar er
að sinna eftirlitshlutverki sínu með
því að vinna þetta svona. Ríkisend-
urskoðandi og umboðsmaður Al-
þingis sinna einnig eftirlitshlutverki
með framkvæmdavaldinu þannig að
mér finnst eðlilegt að benda þeim á
skýrsluna,“ sagði Vigdís.
Ekki hefur verið rætt innan
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis um hvort hún taki skýrsl-
una um einkavæðingu bankanna
hina síðari til umfjöllunar. Birgir
Ármannsson, 1. varaformaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
kvaðst gera ráð fyrir því að nefnd-
armenn mundu fara yfir efni
skýrslunnar og taka afstöðu til þess
í framhaldinu hvort hún kallaði á
einhverja frekari umfjöllun í nefnd-
inni.
Vigdís Hauksdóttir lagði síðasta
haust öðru sinni fram þingsályktun-
artillögu um rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna, hinni síðari. Þar var
lagt til að Alþingi myndi skipa
þriggja manna rannsóknarnefnd til
að rannsaka slita- og skilameðferð
Landsbankans, Glitnis og Kaup-
þings banka.
Þingsályktunartillagan var rædd
1. júní síðastliðinn og greidd um
hana atkvæði. Tillagan gekk þá til
síðari umræðu og stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar.
Skýrsla kynnt í fjárlaganefnd
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, vill senda umboðsmanni Alþingis
og ríkisendurskoðanda skýrsluna um einkavæðingu bankanna hina síðari
Morgunblaðið/Eggert
Skýrslan kynnt Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir.
Alþingi samþykkti í gær ný bú-
vörulög og þar með nýja búvöru-
samninga. Atkvæði voru greidd
ellefu sinnum um hinar ýmsu
breytingartillögur og var frum-
varpið samþykkt með 19 atkvæð-
um en sjö greiddu atkvæði á móti.
Sextán alþingismenn sátu hjá og
21 alþingismaður var fjarstaddur
atkvæðagreiðsluna.
4 stjórnarþingmenn sátu hjá
og einn var á móti
Af þeim sem sátu hjá við loka-
atkvæðagreiðsluna um frumvarpið
voru fjórir stjórnarþingmenn, þau
Birgir Ármannsson, Guðlaugur
Þór Þórðarson, Hanna Birna
Kristjánsdóttir og Ragnheiður
Ríkharðsdóttir. Stjórnarþingmað-
urinn Sigríður Á. Andersen
greiddi atkvæði gegn samþykkt
frumvarpsins.
Búvörusamningarnir eru til tíu
ára en gert er ráð fyrir endur-
skoðun þeirra árin 2019 og 2023.
Breytingartillaga Lilju Rafneyj-
ar Magnúsdóttur um að Mat-
vælastofnun yrði skylt að fella nið-
ur opinberar stuðningsgreiðslur til
þeirra sem berir yrðu að dýraníði
var felld með 20 atkvæðum gegn
19. Breytingartillaga meirihluta
atvinnuveganefndar, sem m.a.
kvað á um sama efni en gekk
skemmra en tillaga Lilju, var sam-
þykkt með 42 atkvæðum.
gudni@mbl.is
Búvöru-
samningar
samþykktir
Samþykktir með
19 atkvæðum gegn 7
Afgreitt 16 þingmenn sátu hjá og 21
þingmaður var fjarstaddur.