Morgunblaðið - 14.09.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Ólympíuskákmótinu sem staðið hef-
ur yfir í Bakú í Aserbaídsjan frá því
í byrjun mánaðarins lauk í gær. Ís-
land sendi sveitir til leiks bæði í
opnum og kvennaflokki. Reyndist
síðasta umferðin íslensku keppend-
unum erfið og lauk liðið í opnum
flokki keppni í 60. sæti af 180. þjóð-
um. Kvennaliðið endaði í 78. sæti af
140. þjóðum.
Ísland mætti Argentínu í opnum
flokki í lokaumferðinni. Þeir Hann-
es Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjart-
arson og Guðmundur Kjartansson
gerðu jafntefli í sínum skákum en
Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði.
Þótt íslenska liðið tapaði viðureign-
inni með minnsta mun, 1,5-2,5,
lækkaði það um 14 sæti, úr 46. sæti
niður í það sextugasta.
Íslenska kvennaliðið mætti liði
Grikklands í lokaumferðinni. Bæði
Lenka Ptácníková og Guðlaug Þor-
steinsdóttir töpuðu sínum skákum
en Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir og Hrund Hauksdóttir gerðu
jafntefli þótt þær væru að fást við
mun stigahærri andstæðinga. Hall-
gerður endaði með 6,5 vinninga úr
10 skákum og tryggði sér FIDE-
meistaratitil kvenna. Við tapið í
lokaumferðinni lækkaði íslenska lið-
iðum 11 sæti og endaði í 78. sæti
eins og áður sagði.
Bandaríkin og Kína unnu
Bandaríkjamenn unnu sigur í
opnum flokki, í fyrsta skipti frá
árinu 1976. Úkraína varð í öðru sæti
og Rússland í því þriðja.
Kínverjar unnu sigur á Rússum í
úrslitaviðureigninni í kvennaflokki
og tryggðu sér jafnframt sigur í
mótinu. Pólverjar enduðu í öðru
sæti og úkraínska sveitin hlaut
brons.
Grátleg endalok á Ólymp-
íuskákmótinu í Bakú
Ljósmynd/Skáksamband Íslands
Úrslit Frá viðureign Íslands og Arg-
entínu í lokaumferð mótsins í gær.
Kína og Banda-
ríkin sigruðu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er vitað hvaðan regnbogasil-
ungur sem sést hefur og veiðst í ám
víða á Vestfjörðum í rúma viku er
kominn. Talið er að hann komi úr
fiskeldi. Engin sjókvíaeldisstöð hef-
ur tilkynnt um slysasleppingar og
stjórnendur þeirra kannast ekki við
nein slys.
Fiskistofa fékk tilkynningu á
mánudaginn í síðustu viku um að
eldisfiskur hefði veiðst í Mjólká í
Arnarfirði. Eftirlitsmaður stofn-
unarinnar staðfesti eftir eftirlitsferð
að regnbogasilung væri að finna í
ám í Patreksfirði, Tálknafirði,
Arnarfirði og Dýrafirði. Þá leikur
grunur á að regnbogasilung sé einn-
ig að finna í Ísafjarðardjúpi og er
verið að kanna það. Eftirlitsmaður-
inn kannaði fyrst og fremst út-
breiðslu silungsins en ekki hversu
mikið kynni að vera á ferðinni á
hverjum stað, samkvæmt upplýs-
ingum Fiskistofu.
Enginn tilkynnt um slys
Regnbogasilungur er notaður í
fiskeldi og er ekki náttúrulegur í ís-
lenskum ám. Hann er alinn á fjórum
eða fimm stöðum á Vestfjörðum.
Umfangsmesta regnbogasilungs-
eldið er í Dýrafirði en einnig er fisk-
urinn alinn í kvíum í Ísafjarðardjúpi
og Önundarfirði og svo í Tálknafirði
í litlum mæli.
Fiskeldismönnum ber að tilkynna
slysasleppingar en engar slíkar til-
kynningar hafa borist Fiskistofu, að
því er fram kemur í tilkynningu
stofnunarinnar í gær. Matvæla-
stofnun hefur eftirlit með fiskeldi og
reyna starfsmenn þess nú að finna
út hvaðan fiskurinn kemur.
Landssamband fiskeldisstöðva
hefur haft samband við stærstu
stöðvarnar og kannast stjórnendur
þeirra ekki við að fiskur hafi sloppið.
Nýlega er búið að yfirfara allar kví-
ar hjá stærsta framleiðandanum.
Höskuldur Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands fisk-
eldisstöðva, segir mikilvægt að rót
vandans finnist svo unnt sé að fyrir-
byggja frekara tjón. Hann bendir á
að gerðar séu miklar kröfur til gæða
búnaðar sem notaður er í sjókvíum.
Innleiddir hafa verið norskir staðlar
í íslenskar reglur um búnað
fiskeldisstöðva.
Slapp í Berufirði
Stjórn Landssambands veiði-
félaga lýsir yfir þungum áhyggjum
vegna slysasleppinga í fiskeldi. Bent
er á að fréttirnar af Vestfjörðum
komi til viðbótar slysasleppingu í
Berufirði í vor þar sem kví með 120
þúsund regnbogasilungum opnaðist
með þeim afleiðingum að regnboga-
silungur veiðist nú um alla Austfirði.
Ekki vitað
hvaðan silung-
ur sleppur
Regnbogasilungur um alla Vestfirði
Talið að hann hafi sloppið úr sjókví
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kví Regnbogasilungur er mest alinn
í sjókvíum, austanlands og vestan.
Gestur í náttúrunni
» Regnbogasilungur er ekki
náttúrulegur fiskur í íslenskum
ám. Hann er eingöngu notaður
í fiskeldi en honum er einnig
stundum sleppt í vötn til sport-
veiða.
» Regnbogi hrygnir á vorin og
hrognin klekjast út á haustin.
Seiðin lifa ekki af veturinn á
norðlægum slóðum og tímgast
silungurinn því ekki í íslenskri
náttúru.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Á umhverfissýningu sem haldin
var í Perlunni í Öskjuhlíð um
helgina var m.a. kynnt ný lausn á
hirðu úrgangs frá heimilum með
svonefndum djúpgámum, en búið
er að gera ráð fyrir slíkum gám-
um á nokkrum skipulagsáætlun-
um í Reykjavík.
„Um er að ræða gámaeiningu
sem komið er fyrir neðanjarðar
og er í raun steyptur kassi, en á
yfirborðinu er lúga með opi sem
tekur á móti úrgangi,“ segir Ey-
gerður Margrétardóttir, deildar-
stjóri umhverfis- og úrgangs-
stjórnunar hjá Reykjavíkurborg,
og bætir við að með djúpgámum
megi spara pláss og gera alla um-
hirðu mun skilvirkari.
Margir sýnt gámunum áhuga
Við endurskoðun samþykktar
fyrir meðhöndlun úrgangs í
Reykjavík, sem unnin var í vor,
var bætt við nýju ákvæði þar sem
gert er ráð fyrir hirðu úrgangs
með djúpgámum við heimili. „Er
þar gert ráð fyrir fimm gámum
við heimili sem taka á móti papp-
ír, plasti, gleri, málmum og
blönduðum úrgangi. Þetta er því
mjög heppileg lausn í stærri fjöl-
býlum og eru djúpgámar nú
komnir á skipulag í Vesturbugt,
Hlíðarenda, Vogabyggð og
Efstaleiti,“ segir Eygerður og
bætir við að fleiri framkvæmda-
aðilar hafi einnig sýnt þessari
lausn mikinn áhuga.
Ákjósanlegt fyrir fjölbýli
Spurð út í helstu kosti djúp-
gáma svarar Eygerður: „Þetta
hvetur mjög til þess að fólk
flokki úrgang. Þannig hefur það
t.a.m. sýnt sig að flokkun í svona
gáma er mun betri en þegar fólk
skilar af sér endurvinnanlegum
úrgangi í hefðbundnar sorp-
geymslur. Einnig er auðveldara
að losa þessa gáma en tunnur
sem geymdar eru í sorp-
geymslum.“
Þá nefnir Eygerður einnig að
einn fimm rúmmetra djúpgámur
taki jafn mikið magn af úrgangi
og 21 hefðbundin 240 lítra tunna.
„Þetta er því ákjósanlegur kost-
ur fyrir fjölbýli,“ segir hún.
Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen
Hagkvæmni Til eru tveir sorpbílar í Reykjavík sem m.a. eru útbúnir sérstaklega til að losa úrgang úr djúpgámum.
Djúpgámar á skipu-
lagsáætlun í borginni
Stuðla mjög að flokkun úrgangs og spara dýrmætt pláss
Innan borgarmarka má nú finna
alls 57 grenndarstöðvar fyrir
endurvinnanlegan úrgang. Ey-
gerður Margrétardóttir, deildar-
stjóri umhverfis- og úrgangs-
stjórnunar, segir djúpgáma geta
hentað afar vel á þeim svæðum
þar sem byggð er þéttust og
pláss lítið. Stóð t.a.m. til að setja
upp grenndarstöð á bílastæði við
Túngötu.
„Það vantar grenndarstöð á
þetta svæði og bíða íbúar eftir
því,“ segir Eygerður, en sendiráð
Frakklands, sem stendur við göt-
una, lagðist gegn djúpgámum á
þessu svæði og benti á öryggis-
ógn. Er nú verið að leita að hent-
ugri lausn í málinu til að geta
þjónustað íbúa í Vesturbæ norð-
an Hringbrautar, en þar vantar
grenndarstöð.
Hentar vel
þéttri byggð
57 GRENNDARSTÖÐVAR
Ökuland ehf.
Ökuskóli
Akstursþjálfun
hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi
fyrir ökumenn og eigendur vörubíla
sem og aðra áhugasama
• Metin til endurmenntunar bílstjóra
• Heimsókn í vörubílaverksmiðju
• Mercedes safnið í Stuttgart
• Unimog safn
Fararstjóri: Guðni Sveinn Theodórsson 899 1779
gudni@okuland.is
Verð: 185.000.kr.
Hægt er að sækja um styrki til ferðarinnar.
Nánari upplýsingar um ferðatilhögun: www.okuland.is
Skráningu fer að ljúka.
22.–25. október 2016