Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mannrétt-inda-yfirlýsing
Sameinuðu þjóð-
anna er afdrátt-
arlaust skjal.
Meðal forsendna hennar er að
„viðurkenning þess að allir
séu jafnbornir til virðingar og
óafsalanlegra réttinda er und-
irstaða frelsis, réttlætis og
friðar í heiminum“. Í inn-
gangi yfirlýsingarinnar er
vísað til þess að ekki sé van-
þörf á henni vegna þess að
mannréttindi hafi verið „van-
virt og smánuð“ og það hafi
„leitt til siðlausra óhæfuverka
sem ofboðið hafa samvisku
mannkynsins“.
Mannréttindayfirlýsingin
var samþykkt árið 1948 í kjöl-
farið á tveimur blóðugum
heimsstyrjöldum. Í henni seg-
ir einnig að hún sé tilkomin
vegna þess að því hafi verið
lýst sem „æðsta markmiði
mannsins að lifa í heimi þar
sem allir fái notið tjáningar-
og trúfrelsis, séu óttalausir
og þurfi ekki að líða skort“.
Þótt ýmislegt hafi áunnist
síðan yfirlýsingin var sam-
þykkt er eins og blasir við að
enn eru mannréttindi „van-
virt og smánuð“. 33. fundur
mannréttindaráðs Sameinuðu
þjóðanna var settur í gær og
lýsti yfirmaður þess, Zeid
Ra’ad Al Hussein,
yfir því í setning-
arræðu að þeim
ríkjum færi fjölg-
andi, sem neituðu
ráðinu um aðgang
til að hafa eftirlit með stöðu
mannréttindamála. Gagnrýni
hans á við um tugi ríkja og
má nefna Sýrland, Íran, Kína
og Venesúela.
Mannréttindaráðið er ekki
hafið yfir gagnrýni. Þar hafa
setið fulltrúar ríkja sem
þekkt eru fyrir annað en að
vera með hreinan skjöld í
mannréttindamálum. Eitt
dæmi um það var ákvörðun
um að skipa Faisal bin Hass-
an Trad, sendiherra Sádi-
Arabíu, til áhrifa í ráðinu. Áð-
ur höfðu Sádar dregið til
baka framboð til forustu í
ráðinu. Á vef samtakanna UN
Watch, sem fylgist með
frammistöðu SÞ, segir að ráð-
ið hafi aldrei beint sjónum að
mannréttindabrotum í Sádi-
Arabíu.
Eftir stendur að allt of víða
sitja við stjórnvölinn menn,
sem sjá ekki aðra leið til að
halda völdum en í krafti
mannréttindabrota. Það segir
sína sögu að þessir leiðtogar
vilji ekki láta hnýsast í sín
mál. Þeir eiga ekki að komast
upp með að fremja glæpi sína
á laun.
Þeim sem brjóta
mannréttindi er lítið
gefið um athygli}
„Vanvirt og smánuð“
Hillary Clintonog Donald
Trump eru heppin
með mótframbjóð-
anda enda verður
að telja líklegt að
hvorugt þeirra ætti mikla
möguleika gegn einhverjum
öðrum. Trump hefur frá því að
hann steig fyrst fram sem
mögulegt forsetaefni Repúbl-
íkanaflokksins slegið um sig
með yfirgengilegum yfirlýs-
ingum og eftir því sem líður á
baráttuna bætist hringlanda-
háttur við.
Clinton hefur á síðustu dög-
um afrekað það að fara út í
svipaðan málflutning með um-
mælum um helming stuðn-
ingsmanna Trumps, sem hún
hefur litlar mætur á. Hún hef-
ur síðan hálfpartinn dregið í
land með þau ummæli en þó
ekki alla leið.
Þá hefur Clinton verið ein-
staklega ólánsöm þegar kem-
ur að meðferð tölvupósta og
skýringum á því hvernig þeim
málum var háttað á meðan hún
var utanríkisráðherra. Aug-
ljóst er að þar vantar eitthvað
upp á allan sannleikann en svo
virðist sem margir kjósi að
horfa framhjá því og telji vega
þyngra að koma í
veg fyrir að Do-
nald Trump vermi
hásætið í Hvíta
húsinu.
Það er hins veg-
ar ekki víst að Clinton eigi
mikið inni þegar kemur að því
að segja satt og rétt frá og
þess vegna gæti nýjasta málið,
heilsufarsmál hennar, komið
henni í koll og reynst Trump
beitt vopn. Hann hefur þó
sjálfur, aldrei þessu vant, stillt
sig um að notfæra sér það til
árása á andstæðinginn.
Vandinn fyrir Clinton er
ekki sá að hún hafi veikst í
kosningabaráttunni, það gæti
komið fyrir fleiri í langri bar-
áttu. En það hvernig hún
brást við veikindunum, reyndi
að fela þau og sagði ekki strax
allan sannleikann, gæti rifjað
upp fyrir kjósendum fyrri mál
þar sem forðast hefur verið í
lengstu lög að segja satt og
rétt frá. Hvort þetta dugar til
að loka því minnkandi bili sem
er á milli hennar og Trumps í
könnunum er ekki hægt að
fullyrða um en þó má telja lík-
legt að framboð hennar þoli
ekki mikið meira af felu-
leikjum gagnvart kjósendum.
Hillary Clinton hefur
lag á að segja ekki
allan sannleikann }
Nú er það heilsufarið
S
vona er þetta bara, sagði maður fyrir
aftan mig í röðinni við félaga sinn,
þessu verður ekki breytt. Já, þær
verða bara að sætta sig við þetta,
sagði hinn og þá áttaði ég mig á því
um hvað var rætt – þeir félagar voru ekki að
ræða um náttúruhamfarir eða -lögmál, þeir
voru að ræða um prófkjör Sjálfstæðisflokksins
um helgina.
Ímyndum okkur heim þar sem stór hluti
íbúa, segjum helmingur, náði völdum í krafti
líkamsburða fyrir 20.000 árum eða svo. Það sem
síðan hefur gerst er að sá helmingurinn sem
undirsettur hefur verið er smám saman að láta
til sín taka, sækja sér völd til jafns við hinn, en
rekst þá á kerfi sem er sniðið að þörfum þeirra
sem fyrir eru á valdafleti, kerfi, stofnanir og fé-
lög sem sett eru saman fyrir þá sem ráðandi
eru og tryggir þeim yfirráðin að miklu eða mestu leyti.
Þetta er náttúrlega engin ímyndun, heldur lýsing á
mannheimi þar sem helmingurinn, karlar, hafa haft völdin
lengst af, en konur sækja sér völd smám saman, til að
mynda með því að sækja sér kosningarétt (sem hafðist
fyrir 101 ári hér á landi). Það sem konur rákust aftur á
móti á, þegar kosningarétturinn var kominn, er að það
kerfi sem karlarnir höfðu byggt upp, stjórnkerfi þeirra og
stjórnmálaflokkar, landsmálafélög og tengslanet, var
byggt upp af körlum fyrir karla, nema hvað, og ekki hlaup-
ið að því fyrir konur að komast þar að, ekki síst í ljósi þess
að þar sem kona komst hátt varð einhver karlinn að lúffa.
Á síðustu árum og áratugum hafa ýmsir
stjórnmálaflokkar gert átak í að tryggja að
karlar og konur séu jafnsett innan þeirra, kon-
ur fái sömu tækifæri og karlar, séu jafn virkur
þáttur í starfi þeirra og eigi sömu framamögu-
leika. Einn flokkur hefur þráast við, áð-
urnefndur Sjálfstæðisflokkur, enda er hann
öðrum flokkum fremri í frelsisást, að eigin
sögn – þar á bæ er fólk valið eftir verðleikum,
þeir hæfustu komast að. Nú má segja sjálf-
stæðismönnum það til hróss að fyrsta kona
sem varð ráðherra kom úr þeirra röðum
(„Kona í ríkisstjórn“ sagði í þriggja dálka fyr-
irsögn á forsíðu þessa blaðs 12. september
1970 – það vantaði bara upphrópunarmerkið),
en ef það er rétt að innan flokksins eigi allir
jafna möguleika vakna eðlilega spurningar um
atgervi kvenna sem starfað hafa á vegum
flokksins í ljósi þess sem gerðist í áðurnefndum próf-
kjörum.
Þeir sem æmta yfir þeirri kröfu að konur og karlar njóti
sömu tækifæra innan stjórnmálaflokka, afgreiða raddir
um slíkt gjarnan sem væl. Þeir, eða þau, hafa, að ég best
veit, aldrei gert athugasemd við allan þann fjölda karla
sem valdir eru fyrst og fremst fyrir það að vera karlar.
Valdir vegna þess að þeir geta treyst á kerfi sem smíðað er
af körlum fyrir karla og vegna þess að okkur er það inn-
rætt að þykja það sem karlar segja merkilegra en það sem
konur segja, ekki síst þegar völd eru annars vegar.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Konur og völd
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Já, þetta eru fyrstu breyt-ingar á íslenskum ritreglumsíðan árið 1974 fyrir utan aðárið 1977 voru ákveðin atriði
látin ganga til baka sem óánægja
var með,“ segir Guðrún Kvaran, for-
maður Íslenskrar málnefndar, en á
dögunum var auglýst endurskoðun á
íslenskum ritreglum í Stjórnar-
tíðindunum og hafa þær ritreglur
tekið gildi. Árið 1974 hafði það verið
sett í ritreglur að þjóðarheiti ættu
að vera með litlum staf, þannig ætti
til dæmis að skrifa danir og íslend-
ingar. Því var breytt til baka árið
1977 vegna almennrar óánægju.
Ekki stórvægilegar breyt-
ingar á ritreglunum
Í nýjum ritreglum er lagt til að
öll tungumálaheiti, einnig þau sem
leidd eru af sérnafni, verði rituð með
litlum staf. Undantekningar geta þó
verið samsett heiti þar sem fyrri lið-
ur er sjálfstætt sérnafn: Finnlands-
sænska og Svíþjóðarfinnska.
Þá segir að að jafnaði eigi orða-
sambönd með töluorðum að vera rit-
uð í aðskildum orðum, sem dæmi:
tólf spora kerfi og tuttugu og tveir.
Einstaka sinnum megi þó töluorð og
nafnorð renna í eignarfalli í eina
heild með eftirfarandi nafnorði.
Slíkur ritháttur verður þó að styðj-
ast við hefð. Sem dæmi: fimmaura-
brandari, fjórðapartsnóta.
Enginn sinnt þessu í áraraðir
Af hverju er svona langt síðan
nýjar ritreglur komu fram?
„Það var enginn með þetta
beinlínis á sinni könnu, fyrr en fyrir
tíu árum að stofnanir í íslenskum
fræðum voru sameinaðar. Íslensk
málnefnd fékk þá ýmis hlutverk sem
hún hafði ekki áður.
Eitt af þeim var að semja ís-
lenskar ritreglur sem gilda meðal
annars um stafsetningarkennslu í
skólum og ráðherra gefur út. Ef
þær eru umtalsverðar verður að
leita samþykkis menntamálaráðu-
neytisins.
Þegar við vorum búin að semja
íslenska málstefnu, sem var umtals-
verð vinna, ákváðum við að láta fara
yfir stafsetningarreglurnar.
Unnið hefur verið við þetta í
nokkur ár en við skiluðum þessu til
ráðherra í vor. Engar athugasemdir
komu úr ráðuneytinu. Þá er þetta
auglýst. Þetta er ekki reglugerð um
stafsetningu, heldur auglýsing um
stafsetningu. Ef þetta væri reglu-
gerðarbreyting þyrfti hún að fara í
gegnum þingið.
Þetta eru litlar breytingar í
sjálfu sér. Annars vegar var ákveðið
að festa skýrar hvort rita skyldi
ákveðin sambönd í einu orði eða
tveimur og sýna betur með dæmum
og hins vegar að hafa skýrari reglur
um hvort rita skyldi lítinn eða stór-
an staf í orðum sem vafist hafa fyrir
mörgum,“ segir Guðrún.
Móðurmálskennarar fylgdust
með ferlinu hjá málnefndinni
En þið kláruðuð þetta í vor. Er
ekki ráðuneytið seint að auglýsa
þetta?
„Það var kannski nokkuð
seint en það voru sumarfrí í
ráðuneytinu. En það var
búið að láta vita af fyr-
irhuguðum breytingum
hjá Samtökum móð-
urmálskennara, þau eiga
fulltrúa í Íslenskri mál-
nefnd, þannig að þetta á
ekki að koma móður-
málskennurum á
óvænt.“
Hvort á að skrifa
Danir eða danir?
Morgunblaðið/Ómar
Mannleg tengsl Tungumálið er mikilvægt í samskiptum fólks og að sjálf-
sögðu skiptir máli hvernig er skrifað og hvort rétt er skrifað.
Í nýju ritreglunum frá Íslenskri
málnefnd sem birtar voru nýlega
eru ekki boðaðar stórvægilegar
breytingar. Þar segir þó meðal
annars að dýra- og jurtanöfn
sem samsett eru þannig að fyrri
hlutinn er sérnafn skuli samt
sem áður ætíð rituð með litlum
staf. Lagt er til í nýjum reglum
að þetta gildi um fleiri flokka
orða, til dæmis matvæli og lækn-
isfræðileg heiti, eins og til dæm-
is jakobsfífill og maríustakkur.
Sambönd orða með -konar
og -kyns má rita sem eina
heild en fremur er mælt
með rithætti í tveimur
orðum. Til dæmis alls
kyns/allskyns, eins kon-
ar/einskonar. Í stað orða-
sambandanna alls stað-
ar, sums staðar er
heimilt að rita
alstaðar og
sumstaðar.
Smávægileg-
ar breytingar
NÝJAR RITREGLUR ÍS-
LENSKRAR MÁLNEFNDAR
Guðrún
Kvaran