Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
„Rjúpnastofninn fór að dala í takt
við fjölgun tófunnar,“ sagði Indriði
Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn
við Ísafjarðardjúp. „En það er eins
og að nefna snöru í hengds manns
húsi að minnast á ref sem skaðræð-
isdýr hvort sem er í rjúpu eða öðru
fuglalífi.“
Heimaslóðir Indriða voru mikið
rjúpnaland en það hefur mikið
breyst. „Ég hef ekki séð rjúpu með
unga í allt sumar og í haust á þess-
um mögnuðu rjúpnaslóðum í kjarr-
lendinu hér í kringum mig og norð-
an Djúps,“ sagði Indriði.
Hann er þess fullviss að fjölgun
refa sé aðalorsökin fyrir vandræð-
um rjúpnastofnsins. Það sé ómögu-
legt að ætla að ná rjúpnastofninum
upp í sömu stærð og hann var í
meðan miklu minna var af ref í
landinu en nú.
„Rétt fyrir 1980 var talið að hér
væru um 2.000 refir. Núna held ég
að það sé verið að velta því fyrir sér
hvort þeir séu 14–16 þúsund. Allir
sem koma eitthvað nálægt grenja-
vinnslu og vetrarveiði vita hvílík
ógnarleg fjölgun hefur orðið á ref
alls staðar á landinu,“ sagði Indriði.
Hann telur að meint streita af
völdum skotveiða á rjúpuna sé lítil
miðað við áhrif refsins. „Hlíðarnar
hér eru flúraðar á haustin af tófu-
slóðum eftir að kominn er snjór og
ríkisrefurinn kominn norðan af
Hornströndum. Rjúpurnar fá ekki
neinn einasta frið, hvorki til að
safna í sarpinn eða hvíla sig.“
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Rjúpa á hreiðri Indriði á Skjaldfönn segir refinn stöðugt eltast við rjúpur.
Refurinn orsök
fækkunar rjúpu
Rjúpu fækkaði þegar ref fjölgaði
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin stefnir að því að um-
hverfisskýrsla vegna lagningar Vest-
fjarðavegar um Gufudalssveit verði
tilbúin fyrir áramót. Takist það munu
undirbúningsframkvæmdir í Djúpa-
firði hefjast á fyrri hluta næsta árs.
Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa
fyrir nokkru lokið við að endurskoða
frummatsskýrslu, meðal annars
vegna ábendinga Skipulagsstofnun-
ar, og er beðið eftir grænu ljósi þaðan
svo hægt sé að kynna skýrsluna og
auglýsa eftir athugasemdum.
Umhverfismatið nær yfir veginn
frá Skálanesi í Bjarkarlund. Fram-
kvæmdin felur í sér þveranir Gufu-
fjarðar, Djúpafjarðar og Þorska-
fjarðar og leiðin mun liggja um
Teigsskóg í Þorskafirði.
Vegur að framkvæmdasvæðinu
Magnús Valur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri mannvirkjasviðs
Vegagerðarinnar, segir að stefnt hafi
verið að því að umhverfisskýrsla yrði
tilbúin nú á haustmánuðum en það
hafi dregist, meðal annars vegna
anna hjá Skipulagsstofnun. Nú sé
stefnt að því að umhverfismati ljúki í
desember. Fyrr sé ekki hægt að
sækja um framkvæmdaleyfi til sveit-
arfélagsins og ganga til samninga við
landeigendur.
Yngvi Árnason, svæðisstjóri Vega-
gerðarinnar í Vesturlandsumdæmi,
vonast til að hægt verði að fara í upp-
hafsframkvæmdir snemma á næsta
ári. Byrjað verður á lagningu vegar
út Djúpafjörð sem mun þjóna sem að-
komuvegur að framkvæmdasvæði
við þveranir Gufufjarðar og Djúpa-
fjarðar og sem framtíðarvegtenging
við bæinn Djúpadal.
Í ósamþykktri vegaáætlun er gert
ráð fyrir fjárveitingum til vegagerðar
í Gufudalssveit næstu árin.
Umræddur vegur er gamall mal-
arvegur sem liggur um brattar
brekkur hálsanna. Er þetta orðið eini
malarkaflinn á leiðinni frá sunnan-
verðum Vestfjörðum til höfuðborgar-
svæðisins.
Undirbúningsfram-
kvæmdir á næsta ári
Reynt að ljúka umhverfismati Vestfjarðavegar fyrir áramót
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vegabætur Teigsskógur liggur út með Þorskafirði og sést í hann af veg-
inum niður Hjallaháls. Vestfirðingar hafa lengi beðið um betri veg.
Langvarandi deilur
» Deilur hafa lengi staðið um
lagningu nýs kafla Vest-
fjarðavegar um Gufudalssveit.
» Landeigendur í Teigsskógi
fengu fyrri áformum um veg
um Teigsskóg hnekkt.
» Málið komst í pattstöðu þar
til Vegagerðin fékk heimild til
endurupptöku á umhverf-
ismatinu sem dæmt var ógilt
og sú vinna stendur enn yfir.