Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 8
Vinna við lokafrágang fangels-
isins á Hólmsheiði gengur hægar
en vonast hafði verið eftir. Fang-
elsið var formlega tekið í notkun
í fyrri hluta júnímánaðar og
gerðu þá áætlanir ráð fyrir
fyrstu föngum síðsumars. ,,Þetta
gengur hægar en við vonuðumst
eftir. Við vinnum núna undir
mikilli tímapressu og gerum ráð
fyrir fyrstu föngunum í lok mán-
aðarins. Það er þó að því gefnu
að öll öryggiskerfi virki og að
starfsmenn verði búnir að læra á
þau,“ segir Páll Winkel fangels-
ismálastjóri.
Hann gerir ráð fyrir að fyrstu
fangarnir verði konur sem nú af-
plána dóma. Það megi gera ráð
fyrir að innan þriggja mánaða
verði komnir á bilinu 25-30 fang-
ar upp á Hólmsheiði.
Þar er rými fyrir 56 fanga sem
sæta gæsluvarðhaldi og ein-
angrun auk sérstakrar álmu fyrir
langtímavistun kvenna.
Kvenfangar fyrstir til
að flytja í fangelsið á
Hólmsheiðinnni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fangelsi Gert er ráð fyrir fyrstu föng-
unum á Hólmsheiði í lok september.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Vef-Þjóðviljinn segir um-ræðuna eftir prófkjör helg-
arinnar sýna að aðeins tveir
frambjóðendur voru í kjöri:
Frambjóð-andinn
Allir Karlar,
og hann vann
og frambjóð-
andinn Allar
Konur, sem
tapaði.
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík buðu sig fram 15
einstaklingar, 8 karlar og 7 kon-
ur. Þegar 15 bjóða sig fram
verður niðurstaðan sú að 9 fram-
bjóðendur ná því ekki að verða
meðal sex efstu. Í þessu próf-
kjöri voru það 5 karlar og 4 kon-
ur sem ekki náðu í hóp sex efstu.
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
suðvesturkjördæmi buðu sig
einnig fram 15 einstaklingar og
aftur voru það 8 karlar og 7
konur. Þar voru það 4 karlar og
5 konur sem ekki náðu í hóp sex
efstu.
Í suðurkjördæmi buðu 11 ein-staklingar sig fram hjá Sjálf-
stæðisflokknum, 8 karlar og 3
konur. Aðeins voru birt úrslit í
fimm efstu sætin. Af frambjóð-
endunum 11 voru fimm karlar
og ein kona sem ekki náðu í hóp
fimm efstu.
Í norðvesturkjördæmi buðu 10
einstaklingar fram í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins, 7 karlar og
3 konur. Röðun fjögurra efstu
var birt eftir prófkjörið, karl-
maður í fyrsta og þriðja sæti,
kona í öðru og fjórða. Þannig
sést að fimm karlar og ein kona
náðu ekki í hóp fjögurra efstu.“
Síðar segir: „Sá sem ekki kýseinhvern kvenframbjóðanda
sleppir líka mörgum karl-
frambjóðendum. Af hverju halda
menn að konunni sé sleppt af
kynjaástæðum en körlunum af
einhverjum betri ástæðum?“
Kynleg umræða
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.9., kl. 18.00
Reykjavík 11 léttskýjað
Bolungarvík 9 heiðskírt
Akureyri 7 alskýjað
Nuuk 8 skýjað
Þórshöfn 12 heiðskírt
Ósló 22 léttskýjað
Kaupmannahöfn 24 heiðskírt
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 29 heiðskírt
Brussel 31 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 17 rigning
London 30 heiðskírt
París 30 heiðskírt
Amsterdam 30 heiðskírt
Hamborg 30 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 27 heiðskírt
Moskva 11 heiðskírt
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 9 skýjað
Montreal 21 léttskýjað
New York 24 léttskýjað
Chicago 22 rigning
Orlando 27 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:50 19:57
ÍSAFJÖRÐUR 6:52 20:05
SIGLUFJÖRÐUR 6:35 19:48
DJÚPIVOGUR 6:19 19:28
Fé verður slátrað í sláturhúsinu á
Seglbúðum í Landbroti í haust. Er-
lendur Björnsson bóndi segir umfang
þess þó enn ekki ljóst.
Sláturhúsið á Seglbúðum hefur
verið rekið í tvö ár og slátrað á annað
þúsund fjár á hausti. Það hefur lent í
ýmsum þrengingum að undanförnu.
Vegna ágreinings eigenda og Mat-
vælastofnunar var sett sölubann á af-
urðir þess um tíma snemma á þessu
ári.
Þá þornuðu upp vatnslindir og
heimarafstöðin stöðvaðist. Hún var
mikilvæg forsenda rekstursins. Loks
má nefna að erfitt hefur verið að selja
lambakjöt vegna samkeppni á mark-
aðnum og birgðir safnast upp.
Greiðir hærra verð
„Ég hef getað fengið þau lömb sem
ég hef viljað enda borgað hærra verð
en aðrir. Það er dýrara að slátra í
litlum sláturhúsum en það hefur
gengið vel og skilar sér í meirigæð-
um. Kjötið verður því dýrara og
menn eru ekki alltaf tilbúnir til að
greiða fyrir það sem þarf,“ segir Er-
lendur.
Seglbúðamenn hafa slátrað fé fyrir
sauðfjárbónda sem tekur kjötið heim
og selur beint frá býli. Erlendur seg-
ir reksturinn mikilvægan fyrir þenn-
an viðskiptavin og það hafi ýtt á þau
að halda áfram.
helgi@mbl.is
Slátrað verður í Seglbúðum í haust
Ekki ljóst hversu mörgum lömbum verður slátrað Erfitt að selja kjötið
Hausaverkun Slátrun er er hafin í
öllum stærri sláturhúsum landsins.